Enski boltinn

Liverpool fær A+ en Tottenham falleinkunn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmenn Liverpool fagna komu Alisson Becker til félagsins.
Stuðningsmenn Liverpool fagna komu Alisson Becker til félagsins. Vísir/Getty

Félagsskiptaglugginn í ensku úrvalsdeildinni lokaði í gær og nú geta liðin ekki náð sér í nýja leikmenn fyrr en í janúar.

Sky Sports fékk Paul Merson, knattspyrnusérfræðing og fyrrum leikmann Arsenal, til að meta frammistöðu félaganna í sumarglugganum.

Liverpool fær hæstu einkunn fyrir framgöngu sína eða A+. Jürgen Klopp hefur fengið til sín marga öfluga leikmenn og borgað líka vel fyrir þá.

Lykilatriði fyrir Liverpool var þó að fá tvö öfluga miðjumenn í þeim Fabinho og Naby Keita og svo heimsklassamarkvörð í Alisson Becker.

Tvö félög frá A í einkunn frá Merson en það eru Lundúnaliðin Fulham og West Ham.

Nýliðare Fulham hafa fengið reynslumikla leikmenn á láni og líka keypt menn eins og þá Andre-Frank Anguissa, Jean Michael Seri, Fabri og Alfie Mawson.

West Ham hefur styrkt liðið sitt mikið og það verður fróðlegt að sjá hvernig menn eins og Jack Wilshere, Issa Diop, Andriy Yarmolenko, Carlos Sanchez, Felipe Anderson og Lucas Perez munu standa sig.

Íslendingaliðin Everton og Burnley fá bæði B+ en nýliðar Cardiff City fá bara C. Everton ætti kannski skilið hærri einkunn ekki síst fyrir lokadaginn þar sem liðið keypti marga öfluga menn.

Tvö efstu liðin frá síðustu leiktíð, Manchester City og Manchester United, fá bæði aðeins C og eru því mjög neðarlega á listanum. Það bjuggust flestir við að Jose Mourinho og Pep Guardiola myndu styrkja lið sín enn meira.

Tottenham er hinsvegar eina félagið sem fær falleinkunn en Tottenham fékk ekki einn einasta leikmann í glugganum sem hafði aldrei gerst áður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Frammistöðumat Paul Merson á sumarmarkaðnum:
Liverpool: A+
Fulham: A
West Ham: A
Wolves: B+
Burnley: B+
Brighton: B+
Chelsea: B+
Everton: B+
Huddersfield: B+
Leicester: B+
Newcastle: B+
Southampton: B+
Arsenal: B
Crystal Palace: B
Bournemouth: C
Cardiff: C
Manchester City: C
Manchester United: C
Watford: C
Tottenham: Falleinkunn

Það er hægt að lesa meira um mat Paul Merson og umfjöllun hans um hvert og eitt lið með því að smella hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.