Enski boltinn

Cardiff City eyddi miklu minna en hinir nýliðarnir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. Vísir/Getty

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff City eru komnir aftur upp í ensku úrvalsdeildina eftir fjögurra ára fjarveru.

Það er talverður munur á því að spila í ensku b-deildinni og ensku úrvalsdeildinni og nýliðar hafa þurft að styrkja sig verulega fyrir átökin.

Það vekur því athygli að velska félagið eyddi miklu minna í nýjan leikmenn en hinir tveir nýliðarnir Fulham og Wolves.

Fulham eyddi næstum því fjórum sinnum meira en Cardiff og Úlfarnir eyddu meira en tvisvar sinnum meiri pening í að styrkja liðið sitt.

Hér fyrir neðan má sjá athyglisverðan samanburð á nýliðunum þremur.
Cardiff City fékk tvo miðjumenn á láni í gærkvöldi og spila þeir báðir inn á miðri miðjunni eins og íslenski landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson.

Aron Einar er enn að vinna sig út úr meiðslunum sem næstum því kostuðu hann HM í Rússland í sumar. Það er ekki líklegt að Akureyringurinn spili fyrstu leiki Cardiff á tímabilinu.

Cardiff City mætir Bournemouth á útivelli á morgun og Fulham spilar á sama tíma á heimavelli á móti Crystal Palace.

Fyrsti leikur Wolverhampton Wanderers er aftur á móti Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Everton í síðdegis leiknum á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.