Enski boltinn

Cardiff City eyddi miklu minna en hinir nýliðarnir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. Vísir/Getty
Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff City eru komnir aftur upp í ensku úrvalsdeildina eftir fjögurra ára fjarveru.

Það er talverður munur á því að spila í ensku b-deildinni og ensku úrvalsdeildinni og nýliðar hafa þurft að styrkja sig verulega fyrir átökin.

Það vekur því athygli að velska félagið eyddi miklu minna í nýjan leikmenn en hinir tveir nýliðarnir Fulham og Wolves.

Fulham eyddi næstum því fjórum sinnum meira en Cardiff og Úlfarnir eyddu meira en tvisvar sinnum meiri pening í að styrkja liðið sitt.

Hér fyrir neðan má sjá athyglisverðan samanburð á nýliðunum þremur.







Cardiff City fékk tvo miðjumenn á láni í gærkvöldi og spila þeir báðir inn á miðri miðjunni eins og íslenski landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson.

Aron Einar er enn að vinna sig út úr meiðslunum sem næstum því kostuðu hann HM í Rússland í sumar. Það er ekki líklegt að Akureyringurinn spili fyrstu leiki Cardiff á tímabilinu.

Cardiff City mætir Bournemouth á útivelli á morgun og Fulham spilar á sama tíma á heimavelli á móti Crystal Palace.

Fyrsti leikur Wolverhampton Wanderers er aftur á móti Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Everton í síðdegis leiknum á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×