Enski boltinn

Pogba: Verð sektaður ef ég segi suma hluti

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Pogba var fyrirliði United á föstudag
Pogba var fyrirliði United á föstudag Vísir/Getty
Paul Pogba byrjaði nýtt tímabil hjá Manchester Untied með fyrirliðabandið og mark í opnunarleiknum. Ummæli hans eftir leik United og Leicester gáfu þó til kynna að ekki væri allt með felldu í herbúðum United.

United fékk vítaspyrnu strax á upphafsmínútunum sem nýkrýndi heimsmeistarinn Pogba skoraði úr. United vann leikinn 2-1.

Allt síðasta tímabil var mikið rætt um samband Pogba og stjórans Jose Mourinho sem er sagt vera nokkuð stormasamt. Pogba var spurður út í lífið á bak við tjöldin eftir leikinn á föstudag og voru svör hans ekki mjög traustvekjandi fyrir stuðningsmenn Manchester United.

„Ef þú ert ekki ánægður þá getur þú ekki gefið þitt besta í leikinn,“ sagði Pogba. „Það eru hlutir sem ég má ekki segja, annars verð ég sektaður.“

„Ég er sami leikmaðurinn en þetta er öðruvísi lið en franska landsliðið, augljóslega. Ég nýt þess enn að spila fótbolta en þegar þú ert með sjálfstraust og hausinn á réttum stað þá verður það auðveldara.“

Pogba hefur verið orðaður við Barcelona í sumar og þó ensk félög megi ekki kaupa til sín nýja leikmenn þá er glugginn enn opinn í Evrópu og því geta ensku liðin selt leikmenn til liða utan Englands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×