Neyðarástandi lýst yfir í Flórída vegna „Rauða flóðsins“ Samúel Karl Ólason skrifar 15. ágúst 2018 09:04 Fiskar og önnur dýr hafa drepist í massavís og rekið á land með tilheyrandi lykt. Vísir/AP „Rauða flóðið“ eins og það er kallað í Bandaríkjunum hefur leitt til þess að ríkisstjóri Flórída hefur lýst yfir neyðarástandi. Um er að ræða þörung sem drepið hefur fiska og önnur dýr í massavís og valdið hafa öndunarörðugleikum á landi. Lyktin af dauðum fiskum hefur rekið ferðamenn á brott. Skjaldbökur, sækýr og stærðarinnar hákarl hafa rekið dauðar á land vegna þörungsins sem ber nafnið Karenia brevis.Þörungurinn getur einnig borist í andrúmsloftið og hafa fjölmargir eldri borgarar í Flórída kvartað undan öndunarörðugleikum. Um helmingsfjölgun hefur orðið í heimsóknum á sjúkrahús á svæðinu, samkvæmt Washington Post.Rick Scott, ríkisstjórinn, hefur lofað 1,5 milljónum dala í neyðarsjóð vegna ástandsins. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í sjö sýslum Flórída. „Það er enginn fiskur eftir. Rauða flóðið hefur drepið þá alla,“ segir vísindamaðurinn Rick Bartleson við WP. Hann segir að sýni úr sjónum við Flórída sýni banvænt magn af þörungnum. Þörungurinn finnst víða í náttúrunni en undanfarna mánuði hefur styrkur hans í sjónum við Flórída aukist verulega. Einn íbúi sem rætt var við segist ekki einu sinni geta hleypt köttum sínum út úr húsi vegna mengunar frá þörungnum. Íbúa svíði í augun og hálsana. Vísindamenn reyna nú að átta sig á því af hverju þetta ástand hefur myndast. Rauða flóðið hefur verið vel skrásett allt frá 1840 og spænskir landkönnuðir töluðu um það á sextándu öldinni. Hins vegar hefur umfang mengunarinnar verið að aukast á undanförnum áratugum. Ekki er útilokað að hnattræn hlýnun spili þar inni. Þá hafa rannsakendur leitað leiða til að drepa þörunginn en rannsóknir ganga hægt þar sem ekki er vitað hvaða áhrif slíkar aðgerðir myndu hafa á lífríkið. Bandaríkin Umhverfismál Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
„Rauða flóðið“ eins og það er kallað í Bandaríkjunum hefur leitt til þess að ríkisstjóri Flórída hefur lýst yfir neyðarástandi. Um er að ræða þörung sem drepið hefur fiska og önnur dýr í massavís og valdið hafa öndunarörðugleikum á landi. Lyktin af dauðum fiskum hefur rekið ferðamenn á brott. Skjaldbökur, sækýr og stærðarinnar hákarl hafa rekið dauðar á land vegna þörungsins sem ber nafnið Karenia brevis.Þörungurinn getur einnig borist í andrúmsloftið og hafa fjölmargir eldri borgarar í Flórída kvartað undan öndunarörðugleikum. Um helmingsfjölgun hefur orðið í heimsóknum á sjúkrahús á svæðinu, samkvæmt Washington Post.Rick Scott, ríkisstjórinn, hefur lofað 1,5 milljónum dala í neyðarsjóð vegna ástandsins. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í sjö sýslum Flórída. „Það er enginn fiskur eftir. Rauða flóðið hefur drepið þá alla,“ segir vísindamaðurinn Rick Bartleson við WP. Hann segir að sýni úr sjónum við Flórída sýni banvænt magn af þörungnum. Þörungurinn finnst víða í náttúrunni en undanfarna mánuði hefur styrkur hans í sjónum við Flórída aukist verulega. Einn íbúi sem rætt var við segist ekki einu sinni geta hleypt köttum sínum út úr húsi vegna mengunar frá þörungnum. Íbúa svíði í augun og hálsana. Vísindamenn reyna nú að átta sig á því af hverju þetta ástand hefur myndast. Rauða flóðið hefur verið vel skrásett allt frá 1840 og spænskir landkönnuðir töluðu um það á sextándu öldinni. Hins vegar hefur umfang mengunarinnar verið að aukast á undanförnum áratugum. Ekki er útilokað að hnattræn hlýnun spili þar inni. Þá hafa rannsakendur leitað leiða til að drepa þörunginn en rannsóknir ganga hægt þar sem ekki er vitað hvaða áhrif slíkar aðgerðir myndu hafa á lífríkið.
Bandaríkin Umhverfismál Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira