Fótbolti

Svona myndi dýrasta fótboltalið heims líta út

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Neymar og Kylian Mbappé eru tveir dýrustu knattspyrnumenn allra tíma.
Neymar og Kylian Mbappé eru tveir dýrustu knattspyrnumenn allra tíma. Vísir/Getty

Stærstu fótboltastjörnur heims hafa hækkað mikið í verði á síðustu árum og þetta sést vel í samanburði á dýrasta fótboltalið heims í dag og því dýrasta fyrir aðeins tveimur árum síðan.

Sky Sports lék sér að því að stilla upp dýrasta liði heims en þá erum við að tala um liðið sem hefði dýrasta leikmanninn í hverri stöðu.

Það lið var einnig borið saman við samskonar lið frá árinu 2016 og þar sést vel hvað þessir fótboltamenn hafa hækkað mikið í verði á nokkrum árum.Manchester City hefur keypt flesta í þessu liði eða þrjá en þeir eru allir varnarmenn. Paris Saint-Germain hefur keypt tvo af leikmönnum ellefu og lið Chelsea, Liverpool, Real Madrid, Barcelona, Manchester United og Juventus eiga öll einn leikmann hvert í þessu dýrasta liði heims.


Leikmennir í dýrasta liði heims í dag eru eftirtaldir leikmenn:

Markmaður
Kepa Arrizabalaga (frá Athletic Bilbao til Chelsea) - 71,6 milljónir punda

Vörnin
Kyle Walker (frá Tottenham til Manchester City) - 50 milljónir punda
Virgil van Dijk (frá Southampton til Liverpool) - 75 milljónir punda
Aymeric Laporte (frá Athletic Bilbao til  Manchester City) - 57 milljónir punda
Benjamin Mendy (frá Monakó til Manchester City) - 49,2 milljónir punda

Miðjumenn
James Rodríguez (frá Monakó til Real Madrid) - 63 milljónir punda
Paul Pogba (frá Juventus til Manchester United) - 93,2 milljónir punda
Philippe Coutinho (frá Liverpool til Barcelona) - 146 milljónir punda

Sóknarmenn
Neymar (frá Barcelona til Paris Saint-Germain) - 198 milljónir punda
Kylian Mbappé (frá Monakó til Paris Saint-Germain) - 105 milljónir punda
Cristiano Ronaldo (frá Real Madrid til Juventus) - 166 milljónir punda

Þetta lið myndi kosta samtal 1074 milljónir punda eða 14,88 milljarða íslenskra krónaAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.