Enski boltinn

Stórkostlegt viðtal við Bielsa eftir sigurinn í gær

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bielsa byrjar vel á Englandi.
Bielsa byrjar vel á Englandi. vísir/getty
Marco Bielsa stýrði Leeds í fyrsta skipti í ensku B-deildinni í gær er liðið vann 3-1 sigur á Stoke sem lék í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Bielsa tók við Leeds í sumar en félagið var í alls konar vandræðum í fyrra. Ráðningin þótti áhugaverð enda Bielsa skrautlegur þjálfari.

Hann hefur ekki verið lengi á hverjum stað fyrir sig undanfarin ár en síðan 2011 hefur hann þjálfað fjögur félög, þar af þrjú síðustu þrjú ár.

Eftir leikinn í gær var stjórinn tekinn í viðtal og hann ætlaði að svara spurningunum á ensku, tungumáli sem hann á enn eftir að ná tökum á. Aðstoðarmaður hans var honum til halds og trausts en útkoman skemmtileg.

Þetta frábæra viðtal má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×