Enski boltinn

Rashford langaði í tíuna og fékk hana

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rashford í treyju númer tíu í gær.
Rashford í treyju númer tíu í gær. vísir/getty
Marcus Rashford, framherji Manchester United, hefur fengið þann mikla heiður að klæðast treyju númer tíu hjá félaginu á komandi leiktíð.

Þetta var staðfest í gær en Rashford spilaði í treyju númer tíu er United tapaði síðasta æfingarleiknum fyrir mót. Liðið tapaði 1-0 fyrir Bayern Munchen í Þýskalandi.

Rashford var númer nítján á síðustu leiktíð en treyja númer tíu var þá upptekin fyrir Zlatan Ibrahimovic. Þar áður hafði Wayne Rooney spilað í henni en aðrar goðsagnir eins og David Beckham og Roy Keane hafa einnig spilað í tíunni.

„Hann vildi þetta og hefur gert lengi. Auðvitað bar hann virðingu fyrir Rooney og svo vildi Zlatan fá tíuna,” sagði Mourinho við sjónvarpsstöð United.

„Auðvitað var hann í skugganum að bíða eftir tækifærinu og nú er engin í henni. Þetta er frábært fyrir strákinn, látum hann hafa hana.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×