Erlent

Franski meistarakokkurinn Jóel Robuchon látinn

Bergþór Másson skrifar
Michelin meistarinn Joel Robuchon
Michelin meistarinn Joel Robuchon

Franski meistarakokkurinn Joel Robuchon er látinn 73 ára að aldri. Hann vann sér inn 32 Michelin stjörnur, byggði upp fræga gúrmet-veitingastaðakeðju, og var lærifaðir stjörnukokksins Gordon Ramsay.

Robuchon var þekktur fyrir stanslausa nýsköpun og mikið frjálslyndi í eldhúsinu.

Hann var nefndur einn besti handverksmaður Frakklands árið 1976, kokkur aldarinnar árið 1990 og var verðlaunaðasti kokkur heims um árabil vegna fjölda Michelin stjarnana sem hann hafði unnið sér inn.

Talskona kokksins staðfesti dauða hans við frönsku sjónvarpsstjöðina BFM. Franska dagblaðið Le Figaro greinir frá því að hann hafi látist úr krabbameini í Genf í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.