Enski boltinn

Klopp: Verður erfitt þrátt fyrir styrkingar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp fyrir leik Liverpool og Napoli á laugardag. LIverpool valtaði yfir ítalska liðið, 5-0.
Klopp fyrir leik Liverpool og Napoli á laugardag. LIverpool valtaði yfir ítalska liðið, 5-0. vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að þrátt fyrir miklar styrkir í sumar verði deildin afar erfið. Liverpool-liðið þurfi að vera klárt í hverri einustu viku, ekki bara í nokkra leiki.

Liverpool spilar sinn fyrsta leik um næstu helgi er enska úrvalsdeildin hefst. Fyrsti leikurinn er gegn West Ham á Anfield á laugardaginn en West Ham hefur einnig styrkt sig mikið.

„Deildin verður erfið. Þetta snýst ekki um að dæma okkar stöðu og hugsa: vá, mjög gott! Við þurfum að vera tilbúnir í hverri viku, ekki í nokkrum leikjum. Það er okkar áskorun,” sagði Klopp.

Liverpool er í smá vandræðum í varnarleiknum. Joel Matip og Ragnar Klavan spiluðu ekki á laugardaginn í æfingarleik gegn Napoli og eru tæpir fyrir fyrsta leik og Lovren kemur ekki til móts við hópinn fyrr en á mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×