Enski boltinn

Chelsea vill Butland í stað Courtois

Anton Ingi Leifsson skrifar
Butland gæti verið á leið á Brúnna.
Butland gæti verið á leið á Brúnna. vísir/getty
Chelsea mun leggja allt kapp á að fá Jack Butland yfirgefi Thibaut Courtois félagið í sumar. Þetta segir Sky Sports fréttastofan.

Courtois, sem hefur unnið ensku úrvalsdeildina í tvígang, er á síðasta ári á samningi sínum og umboðsmaður hans vill ólmur koma honum til Real Madrid.

Chelsea vill finna eftirmann Courtois áður en þeir leyfa honum að fara. Framan af sumri var Jordan Pickford, markvörður Everton og Englands, talinn líklegastur en nú er Butland númer eitt.

Butland er á mála hjá Stoke og heimildir Sky segja að nú þegar hafi Chelsea sett sig í samband við Stoke sem leikur í B-deildina á þessari leiktíð eftir að hafa fallið úr úrvalsdeildinni.

Talið er að B-deildarfélagið vilji 30 milljónir punda en talið er að eftir því sem samningarnir dragist nær lokun félagsskiptagluggans á fimmtudagskvöldið hækki verðið á Butland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×