Enski boltinn

Leikmenn Newcastle neituðu að mæta á fjölmiðlaviðburð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frá æfingu Newcastle í síðustu viku.
Frá æfingu Newcastle í síðustu viku. vísir/getty
Leikmenn Newcastle ræddu ekki við fjölmiðla á æfingu liðsins í dag en leikmenn hafa ekki rætt við fjölmiðla undanfarnar vikur.

Í dag átti að taka upp myndbönd af leikmönnum sem notað er á sjónvarpsstöðvum þegar leikir liðsins eru í beinni. Leikmenn neituðu að taka þátt í því.

Ástæðan ku vera sú að leikmenn og stjórn hafa ekki náð samningum um bónusa fyrir komandi leiktíð og leikmenn neiti því að ræða við fjölmiðla.

Sama var uppi á teningnum á síðasta tímabili en að lokum náðu aðilarnir saman eftir að Jamaal Lascelles, fyrirliði liðsins, fór og talaði beint við eigandann, Mike Ashley.

Hlutirnir hafa verið að ganga illa hjá Newcastle. Mike Ashley, og stjórinn, Rafa Benitez, hafa átt í hatrömmu sambandi undanfarnar vikur. Benitez vill styrkja liðið en fær ekki fjármagn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×