Enski boltinn

Ný rannsókn: Liverpool óheppnasta liðið í deildinni en Man. United það heppnasta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlutirnir féllu með Manchester United á síðasta tímabili en ekki með Liverpool.
Hlutirnir féllu með Manchester United á síðasta tímabili en ekki með Liverpool. Vísir/Getty
Stuðningsmenn Liverpool hafa margir haldið þessu fram en núna er það staðfest með tölfræðilegri rannsókn. Ekkert lið í ensku úrvalsdeildinni er heppnara en lið Manchester United.

BBC segir frá nýrri rannsókn sem ESPN hefur unnið í samvinnu við Intel og Háskólann í Bath. Í sameiningu var lukkan færð í tölur með því að búa til svokallaðan „Luck Index“ eða „heppnismæli“ ef við reynum að íslenska heiti hans.

Rannsóknin fór í gegnum síðasta tímabil og þar kom fram að óheppnasta liðið í ensku úrvalsdeildinni væri lið Liverpool en flestir rangir dómara féllu með Jose Mourinho og lærisveinum hans í Manchester United.

Liverpool tapaði þannig heilum 12 stigum í leikjum vegna rangrar dómgæslu á tímabilinu 2017-18. Þar erum við að tala um mörk sem eru ranglega dæmd af eða rangar ákvarðarnir í vítaspyrnudómum eða rauðum spjöldum.

Manchester United græddi sex stig á slíkum atriðum. Manchester United endaði deildina með 81 stig eða sex stigum meira en Liverpool sem varð í 4. sæti. Átján stiga sveifla er mjög stór í samhengi við það.

Rannsóknin sýndi líka að Huddersfield Town átti að falla úr deildinni en ekki Stoke City hefðu dómararnir ekki gert nein mistök.

Yfirburðir Manchester City voru miklir og ekkert hefði breyst í sambandi við toppsætið.

Brighton hefði aftur á móti endaði sex sætum ofar og Leicester City fimm sætum neðar.

Hér fyrir neðan má sjá mun á lokastöðunni og hvernig hún hefði átt að líta út:

Lokastaðan í ensku úrvalsdeildinni 2017-18:

1. Man. City    100    

2. Man. United    81    

3. Tottenham    77    

4. Liverpool    75    

5. Chelsea        70

6. Arsenal        63

7. Burnley        54

8. Everton        49

9. Leicester    47    

10. Newcastle    44    

11. Crystal Palace    44    

12. Bournemouth    44    

13. West Ham    42    

14. Watford        41

15. Brighton    40    

16. Huddersfield    37    

17. Southampton    36    

18. Swansea     33    

19. Stoke        33

20. West Brom    31    

    

            

Lokastaða með réttum dómum  2017-18:        

1. Man.City    97        

2. Liverpool    87        

3. Tottenham    77        

4. Man. United    75        

5. Arsenal     71    

6. Chelsea    70

7. Burnley     50    

8. Newcastle     48    

9. Brighton    46        

10. Everton     44        

11. Crystal Palace    42        

12. West Ham    41        

13. Watford     41        

14. Leicester     40    

15. Southampton    40        

16. Bournemouth    38        

17. Stoke        37    

18. Huddersfield    37        

19. Swansea        34

20. West Brom    33   
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.