Stærsti skógareldur Kaliforníu mun loga út mánuðinn Samúel Karl Ólason skrifar 7. ágúst 2018 23:32 Slökkviliðsmenn sem fjölmiðlar ytra hafa rætt við segjast aðframkomnir eftir langa baráttu. Vísir/AP Stærsti skógareldur í sögu Kaliforníu mun loga út mánuðinn, að minnsta kosti. Slökkviliðsmenn berjast nú við átján elda í ríkinu þar sem mikill hiti, sterkur vindur og þurrkar hafa gert slökkvistörf mjög erfið. Vitað er að einn af stærri eldunum kviknaði þegar dekk á bíl hvellsprakk. Þegar felga bílsins lenti á malbikinu skutust neistar út frá henni og kviknaði eldur. Rúmum tveimur vikum seinna hefur sá eldur brennt um 150 þúsund ekrur, rúm 1.500 heimili og hafa sjö dáið vegna hans.Stærsti eldurinn, sem logar í norðurhluta ríkisins, varð sá stærsti í sögu Kaliforníu á mánudaginn. Embættismenn höfðu áætlað að slökkva hann í miðjum ágúst en sögðu í dag (þriðjudag) að það yrði ekki hægt fyrr en í byrjun september. Áætlað er að slökkviliðsmenn hafi einungis náð tökum á tæpum þriðjungi eldsins. Minnst fjórtán þúsund slökkviliðsmenn berjast við eldana og njóta þeir aðstoðar hermanna og slökkviliðsmanna frá Ástralíu og Nýja Sjálandi. Þar að auki hafa um þúsund fangar einnig barist gegn eldunum. Slökkviliðsmenn sem fjölmiðlar ytra hafa rætt við segjast aðframkomnir eftir langa baráttu. Þeir segja ástandið hafa versnað á undanförnum árum og skógareldum fjölgað verulega. Tveir af fimm stærstu skógareldum í sögu Kaliforníu hafa kviknað á þessu ári.Hér að neðan má sjá tvö tíst með myndum sem geimfarar í Alþjóðlegu geimstöðinni tóku á dögunum. Plumes of billowing smoke from the #CaliforniaWildfires stretch eastwards toward to the Rocky Mountains. pic.twitter.com/hGNO9XQbjB— Ricky Arnold (@astro_ricky) August 6, 2018 California burning. These fires are frightening to watch, even from space. Here's a shout-out from space to all firefighters on this planet, my former colleagues. Stay safe my friends! pic.twitter.com/y7PNmR006b— Alexander Gerst (@Astro_Alex) August 3, 2018 Bandaríkin Skógareldar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Stærsti skógareldur í sögu Kaliforníu mun loga út mánuðinn, að minnsta kosti. Slökkviliðsmenn berjast nú við átján elda í ríkinu þar sem mikill hiti, sterkur vindur og þurrkar hafa gert slökkvistörf mjög erfið. Vitað er að einn af stærri eldunum kviknaði þegar dekk á bíl hvellsprakk. Þegar felga bílsins lenti á malbikinu skutust neistar út frá henni og kviknaði eldur. Rúmum tveimur vikum seinna hefur sá eldur brennt um 150 þúsund ekrur, rúm 1.500 heimili og hafa sjö dáið vegna hans.Stærsti eldurinn, sem logar í norðurhluta ríkisins, varð sá stærsti í sögu Kaliforníu á mánudaginn. Embættismenn höfðu áætlað að slökkva hann í miðjum ágúst en sögðu í dag (þriðjudag) að það yrði ekki hægt fyrr en í byrjun september. Áætlað er að slökkviliðsmenn hafi einungis náð tökum á tæpum þriðjungi eldsins. Minnst fjórtán þúsund slökkviliðsmenn berjast við eldana og njóta þeir aðstoðar hermanna og slökkviliðsmanna frá Ástralíu og Nýja Sjálandi. Þar að auki hafa um þúsund fangar einnig barist gegn eldunum. Slökkviliðsmenn sem fjölmiðlar ytra hafa rætt við segjast aðframkomnir eftir langa baráttu. Þeir segja ástandið hafa versnað á undanförnum árum og skógareldum fjölgað verulega. Tveir af fimm stærstu skógareldum í sögu Kaliforníu hafa kviknað á þessu ári.Hér að neðan má sjá tvö tíst með myndum sem geimfarar í Alþjóðlegu geimstöðinni tóku á dögunum. Plumes of billowing smoke from the #CaliforniaWildfires stretch eastwards toward to the Rocky Mountains. pic.twitter.com/hGNO9XQbjB— Ricky Arnold (@astro_ricky) August 6, 2018 California burning. These fires are frightening to watch, even from space. Here's a shout-out from space to all firefighters on this planet, my former colleagues. Stay safe my friends! pic.twitter.com/y7PNmR006b— Alexander Gerst (@Astro_Alex) August 3, 2018
Bandaríkin Skógareldar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira