Ruud Gullit einn af þremur sérfræðingum BBC sem spáir Liverpool titlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2018 09:00 Mohamed Salah raðaði inn mörkum fyrir Liverpool á síðasta tímabili og Ruud Gullit spáir því að hann verði enskur meistari næsta voru. Vísir/Getty Hollendingurinn Ruud Gullit var einn af bestu leikmönnum heims þegar Liverpool varð síðast enskur meistari fyrir 28 árum síðan. Nú er Gullit einn af þremur sérfræðingum BBC sem hefur mesta trú á Liverpool-liðinu á komandi tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Ekkert lið hefur unnið enska meistaratitilinn tvö ár í röð síðan 2009 en sérfræðingar BBC eru langflestir á því að það breytist næsta vor. 21 af 24 knattspyrnusérfræðingum BBC spá því að Manchester City vinni enska titilinn annað árið í röð. Þrír skera sig út og spá Liverpool meistaratitlinum. Það eru auk Ruud Gullit þeir Ian Wright og Martin Keown sem báðir eru fyrrum leikmenn Arsenal. Allir nema einn af hinum 21 (Dion Dublin) spá Liverpool hinsvegar öðru sætinu í deildinni á eftir City. Liverpool varð síðast enskur meistari vorið 1990. Þá var Ruud Gullit nýbúinn að vinna Evrópukeppni meistaraliða með AC Milan og var jafnframt fyrirliði Evrópumeistara Hollendinga sem voru til alls vísir á komandi HM á Ítalíu um sumarið. Manchester City var langbesta liðið í fyrra og knattspyrnustjórinn Pep Guardiola hefur sýnt það, að þegar hann kemur liði á toppinn, þá heldur hann því þar. Pep Guardiola vann þrjá meistaratitla í röð hjá bæði Barcelona (2008-11) og Bayern München (2013-16) og það er ekkert sem bendir til þess að hin liðin séu búin að brúa bilið. Eyðslusumar Liverpool og frábært undirbúningstímabil í framhaldinu hefur gefið stuðningsmönnum Liverpool von en það er minna að frétta af liðum eins og Manchetser United, Chelsea og Tottenham þegar kemur að því að styrkja sitt lið. Þau hafa tvo daga til að breyta því. Sex félög komist inn á topp fjögur hjá þessum sérfræðingum en aðeins lið Manchester City og Liverpool eru hjá þeim öllum. BBC bjó til stigatöflu út frá spánni þar sem liðinu fengu frá fjórum stigum niður í eitt stig eftir því hvar þau lentu hjá viðkomandi spámanni.Stigataflan leit þannig út: 1. sæti - Man City 93 stig 2. sæti - Liverpool 74 stig 3. sæti - Man Utd 34 stig 4. sæti - Tottenham 18 stig 5. sæti - Chelsea 15 stig 6. sæti - Arsenal 6 stig Hér fyrir neðan má sjá síðan hvernig allir spáðu en með því að smella hér er hægt að sjá rökstuðning hvers og eins fyrir sinni spá.Manchester City byrjað tímabilið eins og það endaði það í vor eða með því að vinna titil. City menn unnu Samfélagsskjöldinn um síðustu helgi.Vísir/GettyEfstu fjögur sætin hjá sérfræðingunum hjá BBC:Ian Wright Liverpool Man City Man Utd ArsenalRuud Gullit Liverpool Man City Chelsea Man UtdMartin Keown Liverpool Man City Tottenham Man UtdDion Dublin Man City Man Utd Liverpool TottenhamAlex Scott Man City Liverpool Man Utd ArsenalJoleon Lescott Man City Liverpool Man Utd ArsenalMark Lawrenson Man City Liverpool Man Utd ArsenalMatthew Upson Man City Liverpool Man Utd ArsenalAlan Shearer Man City Liverpool Man Utd TottenhamDanny Murphy Man City Liverpool Man Utd TottenhamPat Nevin Man City Liverpool Man Utd TottenhamLindsay Johnson Man City Liverpool Man Utd TottenhamCharlie Adam Man City Liverpool Man Utd TottenhamDanny Mills Man City Liverpool Man Utd ChelseaMark Schwarzer Man City Liverpool Man Utd ChelseaRachel Brown-Finnis Man City Liverpool Chelsea TottenhamSue Smith Man City Liverpool Chelsea TottenhamPaul Ince Man City Liverpool Chelsea Man UtdKevin Kilbane Man City Liverpool Chelsea Man UtdStephen Warnock Man City Liverpool Chelsea Man UtdJermaine Jenas Man City Liverpool Tottenham Man UtdChris Sutton Man City Liverpool Tottenham Man UtdChris Waddle Man City Liverpool Tottenham ChelseaLeon Osman Man City Liverpool Tottenham Arsenal Enski boltinn Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Sjá meira
Hollendingurinn Ruud Gullit var einn af bestu leikmönnum heims þegar Liverpool varð síðast enskur meistari fyrir 28 árum síðan. Nú er Gullit einn af þremur sérfræðingum BBC sem hefur mesta trú á Liverpool-liðinu á komandi tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Ekkert lið hefur unnið enska meistaratitilinn tvö ár í röð síðan 2009 en sérfræðingar BBC eru langflestir á því að það breytist næsta vor. 21 af 24 knattspyrnusérfræðingum BBC spá því að Manchester City vinni enska titilinn annað árið í röð. Þrír skera sig út og spá Liverpool meistaratitlinum. Það eru auk Ruud Gullit þeir Ian Wright og Martin Keown sem báðir eru fyrrum leikmenn Arsenal. Allir nema einn af hinum 21 (Dion Dublin) spá Liverpool hinsvegar öðru sætinu í deildinni á eftir City. Liverpool varð síðast enskur meistari vorið 1990. Þá var Ruud Gullit nýbúinn að vinna Evrópukeppni meistaraliða með AC Milan og var jafnframt fyrirliði Evrópumeistara Hollendinga sem voru til alls vísir á komandi HM á Ítalíu um sumarið. Manchester City var langbesta liðið í fyrra og knattspyrnustjórinn Pep Guardiola hefur sýnt það, að þegar hann kemur liði á toppinn, þá heldur hann því þar. Pep Guardiola vann þrjá meistaratitla í röð hjá bæði Barcelona (2008-11) og Bayern München (2013-16) og það er ekkert sem bendir til þess að hin liðin séu búin að brúa bilið. Eyðslusumar Liverpool og frábært undirbúningstímabil í framhaldinu hefur gefið stuðningsmönnum Liverpool von en það er minna að frétta af liðum eins og Manchetser United, Chelsea og Tottenham þegar kemur að því að styrkja sitt lið. Þau hafa tvo daga til að breyta því. Sex félög komist inn á topp fjögur hjá þessum sérfræðingum en aðeins lið Manchester City og Liverpool eru hjá þeim öllum. BBC bjó til stigatöflu út frá spánni þar sem liðinu fengu frá fjórum stigum niður í eitt stig eftir því hvar þau lentu hjá viðkomandi spámanni.Stigataflan leit þannig út: 1. sæti - Man City 93 stig 2. sæti - Liverpool 74 stig 3. sæti - Man Utd 34 stig 4. sæti - Tottenham 18 stig 5. sæti - Chelsea 15 stig 6. sæti - Arsenal 6 stig Hér fyrir neðan má sjá síðan hvernig allir spáðu en með því að smella hér er hægt að sjá rökstuðning hvers og eins fyrir sinni spá.Manchester City byrjað tímabilið eins og það endaði það í vor eða með því að vinna titil. City menn unnu Samfélagsskjöldinn um síðustu helgi.Vísir/GettyEfstu fjögur sætin hjá sérfræðingunum hjá BBC:Ian Wright Liverpool Man City Man Utd ArsenalRuud Gullit Liverpool Man City Chelsea Man UtdMartin Keown Liverpool Man City Tottenham Man UtdDion Dublin Man City Man Utd Liverpool TottenhamAlex Scott Man City Liverpool Man Utd ArsenalJoleon Lescott Man City Liverpool Man Utd ArsenalMark Lawrenson Man City Liverpool Man Utd ArsenalMatthew Upson Man City Liverpool Man Utd ArsenalAlan Shearer Man City Liverpool Man Utd TottenhamDanny Murphy Man City Liverpool Man Utd TottenhamPat Nevin Man City Liverpool Man Utd TottenhamLindsay Johnson Man City Liverpool Man Utd TottenhamCharlie Adam Man City Liverpool Man Utd TottenhamDanny Mills Man City Liverpool Man Utd ChelseaMark Schwarzer Man City Liverpool Man Utd ChelseaRachel Brown-Finnis Man City Liverpool Chelsea TottenhamSue Smith Man City Liverpool Chelsea TottenhamPaul Ince Man City Liverpool Chelsea Man UtdKevin Kilbane Man City Liverpool Chelsea Man UtdStephen Warnock Man City Liverpool Chelsea Man UtdJermaine Jenas Man City Liverpool Tottenham Man UtdChris Sutton Man City Liverpool Tottenham Man UtdChris Waddle Man City Liverpool Tottenham ChelseaLeon Osman Man City Liverpool Tottenham Arsenal
Enski boltinn Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn