7 sigrar og 27 mörk hjá Liverpool á undirbúningstímabilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2018 12:00 Daniel Sturridge fagnar einu af sex mörkum sínum á undirbúningstímabilnu. Vísir/Getty Gekk kannski aðeins of vel hjá Liverpool-liðinu á undirbúningstímabilinu? Pressan er allavega komin á Liverpool liðið eftir hvern stórsigurinn á fætur öðrum í aðdraganda tímabilsins og það er búist við miklu af lærisveinum Jürgen Klopp í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Liverpool endaði stórglæsilegt undirbúningstímabil með 3-1 sigri á ítalska liðinu Torino á Anfield í gær. Liðið mætir síðan West Ham United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um næstu helgi. Þetta var sjöundi sigurleikur Liverpool á undirbúningstímabilinu þar sem liðið skoraði 27 mörk í 9 leikjum eða þrjú mörk að meðaltali í leik. Í sumar hefur farið saman frábær frammistaða á markaðnum og frábær frammistaða í æfingaleikjunum. Það er því ekkert skrýtið að stuðningsmenn Liverpool dreymi um fyrsta meistaratitlinn í 29 ár (frá 1989-90). Liverpool var mjög stórtækt á leikmannamarkaðnum í sumar og keypti fjóra mjög öfluga leikmenn. Þar á meðal voru tveir miðjumenn og markvörður en liðið þurfti vissulega á hjálp að halda í þessar stöður. Bestu fréttirnir voru eflaust kaupin á brasilíska markverðinum Alisson. Það er eitt sem ætti kannski að hræða andstæðinga Liverpool mest. Liverpool skoraði nefnilega 27 mörk í æfingaleikjum sínum en Mohamed Salah skoraði aðeins tvö þeirra. Þeir ættu því að eiga hann inni. Salah skoraði 44 mörk á sínu fyrsta tímabili með Liverpool þar af 32 þeirra í ensku úrvalsdeildinni. Daniel Sturridge minnti aftur á móti vel á sig á þessu undirbúningstímabili og var langmarkahæsti leikmaður Liverpool-liðsins með sex mörk. Hann skoraði í sigurleikjunum á Chester (2), Blackburn Rovers, Manchester United, Napoli og Torino. Fyrsti þrír leikir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni eru á móti West Ham United, Crystal Palace og Brighton & Hove Albion. Það er því allt til alls hjá liðinu til að byrja tímabilið sterkt.Leikir Liverpool á undirbúningstímabilinu: 7-0 sigur á Chester 3-2 sigur á Tranmere Rovers 0-0 jafntefli við Bury 2-0 sigur á Blackburn Rovers 3-1 tap fyrir Borussia Dortmund 2-1 sigur á Manchester City 4-1 sigur á Manchester United 5-0 sigur á Napoli 3-1 sigur á TorinoSamantekt:9 leikir 7 sigrar 1 jafntefli 1 tapMarkatalan: +1927 mörk skoruð 8 mörk fengin á sig Enski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
Gekk kannski aðeins of vel hjá Liverpool-liðinu á undirbúningstímabilinu? Pressan er allavega komin á Liverpool liðið eftir hvern stórsigurinn á fætur öðrum í aðdraganda tímabilsins og það er búist við miklu af lærisveinum Jürgen Klopp í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Liverpool endaði stórglæsilegt undirbúningstímabil með 3-1 sigri á ítalska liðinu Torino á Anfield í gær. Liðið mætir síðan West Ham United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um næstu helgi. Þetta var sjöundi sigurleikur Liverpool á undirbúningstímabilinu þar sem liðið skoraði 27 mörk í 9 leikjum eða þrjú mörk að meðaltali í leik. Í sumar hefur farið saman frábær frammistaða á markaðnum og frábær frammistaða í æfingaleikjunum. Það er því ekkert skrýtið að stuðningsmenn Liverpool dreymi um fyrsta meistaratitlinn í 29 ár (frá 1989-90). Liverpool var mjög stórtækt á leikmannamarkaðnum í sumar og keypti fjóra mjög öfluga leikmenn. Þar á meðal voru tveir miðjumenn og markvörður en liðið þurfti vissulega á hjálp að halda í þessar stöður. Bestu fréttirnir voru eflaust kaupin á brasilíska markverðinum Alisson. Það er eitt sem ætti kannski að hræða andstæðinga Liverpool mest. Liverpool skoraði nefnilega 27 mörk í æfingaleikjum sínum en Mohamed Salah skoraði aðeins tvö þeirra. Þeir ættu því að eiga hann inni. Salah skoraði 44 mörk á sínu fyrsta tímabili með Liverpool þar af 32 þeirra í ensku úrvalsdeildinni. Daniel Sturridge minnti aftur á móti vel á sig á þessu undirbúningstímabili og var langmarkahæsti leikmaður Liverpool-liðsins með sex mörk. Hann skoraði í sigurleikjunum á Chester (2), Blackburn Rovers, Manchester United, Napoli og Torino. Fyrsti þrír leikir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni eru á móti West Ham United, Crystal Palace og Brighton & Hove Albion. Það er því allt til alls hjá liðinu til að byrja tímabilið sterkt.Leikir Liverpool á undirbúningstímabilinu: 7-0 sigur á Chester 3-2 sigur á Tranmere Rovers 0-0 jafntefli við Bury 2-0 sigur á Blackburn Rovers 3-1 tap fyrir Borussia Dortmund 2-1 sigur á Manchester City 4-1 sigur á Manchester United 5-0 sigur á Napoli 3-1 sigur á TorinoSamantekt:9 leikir 7 sigrar 1 jafntefli 1 tapMarkatalan: +1927 mörk skoruð 8 mörk fengin á sig
Enski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira