Erlent

Strákar sem voru fastir í hellinum fá ríkisborgararétt

Atli Ísleifsson skrifar
Adul Samon tekur við nafnskírteini sem gefur honum taílenskan ríkisborgararétt úr hendi lögreglustjóra Mae Sai.
Adul Samon tekur við nafnskírteini sem gefur honum taílenskan ríkisborgararétt úr hendi lögreglustjóra Mae Sai. Vísir/ap
Þrír ungir strákar úr hópi fótboltadrengjanna sem fastir voru í helli í taílenska héraðinu Chiang Rai fyrr í sumar hafa ásamt 25 ára þjálfara sínum fengið taílenskan ríkisborgararétt.

Í frétt ABC kemur fram að þeir hafi allir verið án ríkisfangs sem hafi komið í veg fyrir að þeir nytu ákveðinna grundvallarréttinda eins og að geta ferðast út fyrir héraðið þar sem þeir búa.

Fjöldi minnihlutahópa sem eiga rætur að rekja til Mjanmar eiga heima í héraðinu.

Strákarnir þrír og þjálfarinn voru í hópi þrettán sem svo fastir í hellinum þar til að björgunarliði tókst að ná þeim út eftir mikla björgunaraðgerð. Einn taílenskur kafari lét lífið í björgunaraðgerðunum.

Aðalþjálfari liðsins segir drengina og þjálfarann hafa fengið nafnskírteini í dag, ásamt nokkrum drengjum til viðbótar úr liðinu sem ekki voru fastir í hellinum en sóttu einnig um ríkisborgararétt.


Tengdar fréttir

Fótboltastrákarnir útskrifast á fimmtudag

Taílensku fótboltastrákarnir sem festust ásamt helli með þjálfara sínum hafa frá björgun verið á Chiang Rai sjúkrahúsinu. Stefnt er að því að þeir yfirgefi það á fimmtudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×