Enski boltinn

Solskjær: United á að halda Pogba og byggja liðið í kringum hann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Solskjær hefur trú á United.
Solskjær hefur trú á United. vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær, goðsögn hjá Man. Utd og núverandi stjóri Molde, vonast til að Paul Pogba verði áfram hjá félaginu og liðið verði byggt í kringum hann.

„Ég myndi byggja liðið í kringum hann. Enginn vafi,” sagði Solskjær á blaðamannafundi fyrir leik Molde gegn Hibernian í forkeppni Evrópudeildarinnar.

„Paul er frábær svo vonandi getum við búið til liðið í kringum hann og haldið honum,” en United spilar opnunarleikinn í deildinni gegn Leicester á föstudagskvöldið.

„Þegar deildin byrjar þá er Mourinho öðruvísi og leikmennirnir líka. Annað sætið á síðasta ári var mikil framför og vonandi er rúm fyrir meiri bætingu.”

„City og Liverpool líta mjög vel út en þegar United eru með bakið upp við vegg þá koma þeir alltaf til baka. Vonandi geta þeir farið alla leið í ár því þetta snýst um það.”

„Annað sætið, já, þú ferð aftur í Meistaradeildina en ég hugsa að stuðningsmenn United, fyrrum leikmenn eða sjálfir leikmennirnir séu ánægðar með það. Það er bara efsta sætið.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×