Enski boltinn

Glugganum lokað á Englandi í dag

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Fær Mourinho varnarmann í dag?
Fær Mourinho varnarmann í dag? vísir/getty
Í dag, fimmtudaginn 9.ágúst, verður lokað fyrir félagaskipti inn í enska boltann og munu ensku liðin því ekki geta sótt leikmenn fyrr en opnað verður aftur fyrir félagaskipti í janúar.

Félagaskiptaglugginn lokar klukkan 16:00 á íslenskum tíma og má því búast við ansi mörgum tilkynningum frá Englandi í dag.

Þetta er óvenju snemmt því vanalega hafa ensku liðin haft út ágústmánuð til að styrkja lið sitt en ákveðið var að breyta því í ár og loka glugganum áður en tímabilið í ensku úrvalsdeildinni hefst. Man Utd mætir Leicester í opnunarleik úrvalsdeildarinnar á Old Trafford annað kvöld.

Aðrar stærstu deildir Evrópu loka glugganum hjá sér síðar í mánuðinum og geta spænsk og ítölsk lið til að mynda haldið áfram að versla leikmenn frá Englandi og víðar.

Ekki er reiknað með mörgum kaupum hjá stærstu liðum úrvalsdeildarinnar þó stuðningsmenn Man Utd vonist eftir miðverði. Þá hefur Tottenham enn ekki styrkt lið sitt með nýjum leikmanni í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×