Enski boltinn

Ekkert félag borgar meira fyrir Spánverja en Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kepa Arrizabalaga.
Kepa Arrizabalaga. Mynd/Twitter/Chelsea FC
Chelsea gerði í gær Kepa Arrizabalaga að dýrasta markverði heims þegar enska úrvalsdeildarféalgið keypti þennan 23 ára markvörð frá Baskafélaginu Athletic Bilbao.

Chelsea kaupir markvörðinn á 72 milljónir punda eða rétt tæpa tíu milljarða íslenskra króna.

Chelsea sló tvö önnur met með þessum kaupum því Kepa Arrizabalaga varð um leið dýrasti leikmaður Chelsea frá upphafi og dýrasti Spánverjinn frá upphafi.

Það er athyglisvert að skoða bæði dýrustu leikmenn í sögu Chelsea og dýrustu spænsku fótboltamenn sögunnar.

Ekkert félag borgar nefnilega meira fyrir Spánverja en einmitt Chelsea.







Þrír dýrustu Spánverjar í sögunni eru allt leikmenn sem Chelsea keypti.

Chelsea borgaði eins og áður sagði 72 milljónir punda fyrir Kepa Arrizabalaga en hafði áður borgað Real Madrid 59,4 milljónir punda fyrir Álvaro Morata og Liverpool 52,65 milljónir punda fyrir Fernando Torres.

Fjórði dýrasti leikmaður Chelsea í sögunni er síðan Brasilíumaðurinn Jorginho sem félagið keypti frá Napoli í sumar fyrir 51,3 milljónir punda.

Sá fimmti dýrasti er Andriy Shevchenko sem Chelsea borgaði AC Milan 39,97 milljónir punda fyrir á sínum tíma.

Eiður Smári Guðjohnsen var einn dýrasti leikmaður í sögu Chelsea á sínum tíma þegar félagið keypti hann frá Bolton sumarið 2000 fyrir 6,75 milljónir punda. Eiður Smári er núna kominn niður í 87. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×