Enski boltinn

Mourinho reiknar ekki með nýjum leikmanni í dag

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Mourinho er ekkert sérstaklega ánægður í Bandaríkjunum
Mourinho er ekkert sérstaklega ánægður í Bandaríkjunum Vísir/Getty
Jose Mourinho, stjóri Man Utd, reiknar ekki með að félagið aðhafist neitt í leikmannamálum á lokadegi félagaskiptagluggans en samkvæmt flestum fjölmiðlum ytra er félagið enn að eltast við nýjan miðvörð.

Mourinho ræddi við blaðamenn á blaðamannafundi fyrir leik Manchester United og Leicester í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar og var að sjálfsögðu spurður að því hvort von væri á nýjum leikmanni á Old Trafford í dag.

„Ég er ekki sannfærður um það. Glugginn lokar í dag svo það er kominn tími, fyrir mig allavega, til að hætta að hugsa um leikmannamarkaðinn. Ég þarf að einbeita mér að leikmönnunum sem ég hef úr að velja í fyrstu leikjum mótsins,“ segir Mourinho.

Í kjölfarið þrýstu blaðamenn eftir skýrari svörum við því hvort félagið væri að reyna að bæta við sig leikmanni.

„Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef þá er svarið nei,“ segir Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×