Enski boltinn

Stutt Godin gaman hjá Man. United: Leikmaðurinn sagði nei takk

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego Godin var fyrirliði Úrúgvæ á HM 2018.
Diego Godin var fyrirliði Úrúgvæ á HM 2018. Vísir/Getty

Atletico Madrid mun ekki að selja fyrirliða sinn Diego Godin til Manchester United. Godin var lítið spenntur fyrir því að spila fyrir Jose Mourinho.

Sky Sports segir að spænska félagið hafi hafnað tilboði Manchester United í úrúgvæska landsliðsfyrirliðann en áður hafði miðillinn sagt frá þessu óvænta útspili Mourinho.

Manchester United er að leita sér að miðverði á lokadegi félagskiptagluggans í ensku úrvalsdeildinni og Sky Sports sagði fyrr í morgun frá því að United vildi kaupa Diego Godin frá Atletico Madrid.

Þetta var hinsvegar stutt Godin gaman hjá Manchester United mönnum því þessi 32 ára miðvörður verður áfram hjá Evrópudeildarmeisturunum.

Samkvæmt fréttum frá Ítalíu þá var það hinsvegar leikmaðurinn sjálfur sem sagði nei við möguleikanum á að fara til Manchester United. Blaðamaður Sky Sports á Ítalíu setti þetta inn á Twitter.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.