Sky Sports segir að spænska félagið hafi hafnað tilboði Manchester United í úrúgvæska landsliðsfyrirliðann en áður hafði miðillinn sagt frá þessu óvænta útspili Mourinho.
Manchester United er að leita sér að miðverði á lokadegi félagskiptagluggans í ensku úrvalsdeildinni og Sky Sports sagði fyrr í morgun frá því að United vildi kaupa Diego Godin frá Atletico Madrid.
Þetta var hinsvegar stutt Godin gaman hjá Manchester United mönnum því þessi 32 ára miðvörður verður áfram hjá Evrópudeildarmeisturunum.
Samkvæmt fréttum frá Ítalíu þá var það hinsvegar leikmaðurinn sjálfur sem sagði nei við möguleikanum á að fara til Manchester United. Blaðamaður Sky Sports á Ítalíu setti þetta inn á Twitter.
#Calciomercato | Offerta del #ManchesterUnited per #Godin: ma il giocatore dice no: i dettagli #MUFChttps://t.co/Z7TIj4k0Tw
— Gianluca Di Marzio (@DiMarzio) August 9, 2018