Enski boltinn

Cardiff City styrkir sig í stöðu Arons Einars

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. Vísir/Getty

Aron Einar Gunnarsson fær meiri samkeppni um mínútur hjá Cardiff City í enskun úrvalsdeildinni í vetur eftir að velska félagið gekk í dag frá komu Victor Camarasa frá Real Betis og Harry Arter frá Bournemouth.

Bournemouth miðjumaðurinn Harry Arter gat valið á milli að fara á láni til Watford eða Cardiff City og valdi að fara til Cardiff.

Harry Arter er 28 ára gamall og hefur spilað með Bournemouth frá 2010. Hann missti hinsvegar fast sæti sitt í liðinu á síðustu leiktíð. 
Victor Camarasa kemur til Wales á lánsamningi í eitt ár en Cardiff staðfestir þetta á twitter síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan.

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, er enn að ná sér góðum eftir að hafa spilað í gegnum ökklameiðsli á HM í Rússlandi í sumar.

Aron Einar bjóst ekki við því í upphafi vikunnar að hann yrði með Cardiff í fyrsta leik tímabilsins um helgina.

Victor Camarasa er 24 ára gamall og spilar vanalega á miðri miðjunni.
Camarasa hefur verið hjá Real Betis í eitt ár en skrifaði undir fimm ára samning við félagið í lok júní í fyrra.

Victor Camarasa spilaði 24 deildarleiki á sínu fyrsta tímabili með Real Betis og skoraði í þeim 1 mark. Hann var með 3 mörk og 1 stoðsendingu í 31 leikjum á tímabilinu á undan þegar hann spilaði með Alavés.

Alavés hafði þá fengið hann á láni frá Levante. Það hefur því verið svolítið flakk á Camarasa á undanförnum árum.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.