Erlent

Fjöldi barna féll í loftárás á rútu í Jemen

Kjartan Kjartansson skrifar
Brynvagn stjórnarhers Jemens í aðgerðum gegn Houthi-uppreisnarmönnum. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.
Brynvagn stjórnarhers Jemens í aðgerðum gegn Houthi-uppreisnarmönnum. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/EPA

Tugir manna, þar á meðal fjöldi barna, féllu eða særðust í loftárás bandamanna Sáda á rútu í norðanverðu Jemen í dag. Rauði krossinn segir að meirihluta þeirra sem létust hafi verið yngri en tíu ára.

Rútan var á leiðinni í gegnum Dahyan-markaðinn í Saada-héraði sem uppreisnarmenn úr röðum Houthi-manna stjórna. Heilbrigðisráðuneytið á svæði uppreisnarmanna segir að 43 að minnsta kosti hafi fallið í árásinni.

Bandalagsherinn sem Sádí-Arabía fer fyrir og styður ríkisstjórn Jemens segir að árásin hafi verið lögmæt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hún hafi verið í samræmi við alþjóða- og mannúðarlög. Bandamennirnir hafa fullyrt að þeir beini ekki spjótum sínum að óbreyttum borgurum en mannréttindasamtök hafa sakað þá um að varpa sprengjum á markaði, skóla, sjúkrahús og íbúðahverfi síðustu þrjú árin.

Tveir af hverjum þremur af þeim tæplega tíu þúsund manns sem hafa fallið frá því að Houthi-menn sölsuðu undir sig stóran hluta norðurhluta Jemens hafa verið óbreyttir borgarar.

Sádí-Arabía hóf afskipti af átökunum í Jemen árið 2015.
Tengdar fréttir

Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti

Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.