Enski boltinn

Everton fékk þrjá og í viðræðum við þann fjórða

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mina er kominn á Goodison.
Mina er kominn á Goodison. vísir/getty

Forráðamenn Everton voru í stuði á lokadegi félagsskiptagluggans en liðið samdi við þrjá leikmenn í dag og sá fjórði gæti verið á leiðinni.

Þeir Yerry Mina og Andre Gomez koma fra Barcelona. Mina er keyptur á rúmar 27 milljónir punda en Gomez kemur að láni.

Mina er 23 ára gamall varnarmaður frá Kólumbíu sem þykir afar sterkur í föstum leikatriðum. Hann skoraði meðal annars gegn Englandi á HM í sumar.

Gomez er 25 ára gamall miðjumaður sem hefur verið í herbúðum Barcelona frá 2016. Þriðji leikmaðurinn er svo Bernard sem kemur á frjálsri sölu frá Shaktar Donetsk. Hann skrifar undir fjögurra ára samning.

Everton hefur svo fengið frest til þess að ganga frá lánssamningi við varnarmanninn frá Chelsea, Kurt Zouma. Hann var á láni hjá Stoke á síðustu leiktíð og vill Chelsea lána hann á nýjan leik.

Það er ljóst að Everton mætir með öflugt lið í vetur og að Marel Brands, nýráðinn yfirmaður knattspyrnumála, er að taka til hendinni á Goodison.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.