Enski boltinn

Burnley slapp með jafntefli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhann Berg spilaði í rúma klukkustund í dag.
Jóhann Berg spilaði í rúma klukkustund í dag. vísir/getty

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley sem gerði markalaust jafntefli við Istanbul Basaksehir í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Leikið var í Tyrklandi en leikurinn er liður í þriðju umferð forkeppninnar. Komast þarf í gegnum fjórar umferðir til þess að komast í riðlakeppnina.

Tyrkirnir voru sterkari í kvöld. Þeir áttu átján skot á markið og voru 72% með boltann en náðu ekki að brjóta sig í gegnum enska múrinn.

Burnley átti einungis tvö skot að marki heimamanna en enska liðið hefur ekki átt svona fá skot í átt að marki síðan gegn Ipswich í mars 2012 er liðið lék í ensku B-deildinni.

Jóhann Berg spilaði í 62 mínútur en enska úrvalsdeildin hefst um helgina. Síðari leikur Istanbul og Burnley fer svo fram á Turf Moor um næstu helgi.

Böðvar Böðvarsson var ónotaður varamaður er Jagiellonia Bialystok tapaði 0-1 fyrir Gent. Liðin mætast á ný í Belgíu í næstu viku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.