Enski boltinn

Danny Ings yfirgefur Liverpool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Misheppnuð dvöl Ings hjá Liverpool er á enda.
Misheppnuð dvöl Ings hjá Liverpool er á enda. vísir/getty

Danny Ings hefur yfirgefið herbúðir Liverpool en hann spilar með Southampton á næstu leiktíð.

Heimildir Sky Sports herma að fyrsta árið sé lánssamningur en að Southampton kaupi hann svo næsta sumar og hljóðar kaupverðið upp á 20 milljónir punda.

Samningurinn er til fjögurra ára plús lánið svo klári Ings samninginn hjá Southampton verður hann þar í fimm ár en Ings hélt með Southampton er hann var yngri.

Ings hefur glímt við mikil meiðsli á tíma sínum hjá Liverpool en hann spilaði einungis 25 leiki fyrir Liverpool á þeim þremur árum sem hann var þar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.