Erlent

Þrettán ára stúlka talin hafa verið myrt í Noregi

Samúel Karl Ólason skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/EPA
Lögreglan í Rogaland í Noregi hefur fundið lík þrettán ára gamallar stúlku sem talin er hafa verið myrt. Umfangsmikil rannsókn hefur verið komið á laggirnar. Unglingar fundu líkið skammt frá heimili stúlkunnar eftir að hennar hafði verið leitað í nokkrar klukkustundir.

Í samtali við NRK segir Herdis Traa, frá lögreglunni, að aðstæður á vettvangi gefi til kynna að um morð sé að ræða en rannsakendur séu opnir fyrir öðrum möguleikum.



Enn sem komið er hefur lögreglan engan grunaðan um morðið. Þá hefur ekkert verið gefið upp um áverka á líkinu annað en að krufning muni fara fram eins fljótt og auðið er. Ekki liggur fyrir hvort stúlkan var myrt þar sem hún fannst eða hvort lík hennar hafi verið flutt þangað.



Lögregluþjónar voru staddir í bænum Varhaug vegna þjófnaðar þegar faðir stúlkunnar hafði samband við þá og sagði hana ekki hafa skilað sér heim á tilsettum tíma. Í kjölfar þess hófst leit. Líkið fannst skömmu síðar.



Unnið er að því að setja saman tímalínu um það hvar stúlkan var og hvenær í gærkvöldi og hefur lögreglan kallað eftir vitnum sem geta sagt til um ferðir hennar.

 

Frá blaðamannafundi í morgn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×