Stjórnarandstaðan í Simbabve kvartar yfir töfum Samúel Karl Ólason skrifar 30. júlí 2018 16:10 Emmerson Mnangagwa, forseti, greiddi atkvæði í morgun. Vísir/AP Íbúar Simbabve ganga nú til sinna fyrstu kosninga án Robert Mugabe, fyrrverandi leiðtoga ríkisins, í framboði. Engar fregnir hafa borist af ofbeldi, sem hefur gjarnan fylgt kosningum í ríkinu, og mun kosningaþátttaka vera góð. Hins vegar hefur Nelson Chamisa, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, kvartað yfir töfum í þéttbýli, þar sem stuðningur við stjórnarandstöðuna er hvað mestur. Chamisa segir tafirnar á kjörstöðum vera vísvitandi og þeim sé ætlað að draga úr kosningaþátttöku meðal stuðningsmanna sinna. Langar raðir hafa myndast við kjörstaði í Harare, höfuðborg landsins, og víðar. Allir þeir sem verða enn í röð þegar kjörstaðir loka munu fá að kjósa en andstaðan óttast að fólk muni gefast upp á biðinni. Þá hafa eftirlitsaðilar varað við hlutdrægni í ríkisfjölmiðlum landsins, skorti á gagnsæi og ógnunum, svo eitthvað sé nefnt. Núverandi forseti Simbabve, Emmerson Mnangagwa, hefur heitið því að kosningarnar verði trúverðugar. Það muni veita ríkisstjórn landsins viðurkenningu á heimsvísu og jafnvel laða að erlenda fjárfesta.Yfirkjörstjórn Simbabve, sem hefur margsinnis verið sökuð um að skipuleggja sigra Mugabe á árum áður, hefur slegið á svipaða strengi og Mnangagwa og heitið frjálsum og sanngjörnum kosningum. Mugabe stjórnaði Simbabve frá árinu 1980 allt til ársins 2017 þegar hann lét af völdum vegna þrýstings frá hernum. Nú eru rúmlega tuttugu frambjóðendur til forseta og um 130 flokkar í framboði til þings. Fái enginn forsetaframbjóðandi meira en helming atkvæða verða aðrar kosningar haldnar í september. Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Sjá meira
Íbúar Simbabve ganga nú til sinna fyrstu kosninga án Robert Mugabe, fyrrverandi leiðtoga ríkisins, í framboði. Engar fregnir hafa borist af ofbeldi, sem hefur gjarnan fylgt kosningum í ríkinu, og mun kosningaþátttaka vera góð. Hins vegar hefur Nelson Chamisa, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, kvartað yfir töfum í þéttbýli, þar sem stuðningur við stjórnarandstöðuna er hvað mestur. Chamisa segir tafirnar á kjörstöðum vera vísvitandi og þeim sé ætlað að draga úr kosningaþátttöku meðal stuðningsmanna sinna. Langar raðir hafa myndast við kjörstaði í Harare, höfuðborg landsins, og víðar. Allir þeir sem verða enn í röð þegar kjörstaðir loka munu fá að kjósa en andstaðan óttast að fólk muni gefast upp á biðinni. Þá hafa eftirlitsaðilar varað við hlutdrægni í ríkisfjölmiðlum landsins, skorti á gagnsæi og ógnunum, svo eitthvað sé nefnt. Núverandi forseti Simbabve, Emmerson Mnangagwa, hefur heitið því að kosningarnar verði trúverðugar. Það muni veita ríkisstjórn landsins viðurkenningu á heimsvísu og jafnvel laða að erlenda fjárfesta.Yfirkjörstjórn Simbabve, sem hefur margsinnis verið sökuð um að skipuleggja sigra Mugabe á árum áður, hefur slegið á svipaða strengi og Mnangagwa og heitið frjálsum og sanngjörnum kosningum. Mugabe stjórnaði Simbabve frá árinu 1980 allt til ársins 2017 þegar hann lét af völdum vegna þrýstings frá hernum. Nú eru rúmlega tuttugu frambjóðendur til forseta og um 130 flokkar í framboði til þings. Fái enginn forsetaframbjóðandi meira en helming atkvæða verða aðrar kosningar haldnar í september.
Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Sjá meira