Fótbolti

Nokkur hundruð manns lýstu yfir stuðningi við Özil í Berlín

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mynd frá samkomunni í gær.
Mynd frá samkomunni í gær. vísir/getty
Nokkur hundruð manns söfnuðust saman í Berlín á sunnudaginn og lýstu yfir stuðningi við Mesut Özil, leikmann Arsenal.

Eins og frægt er orðið hætti Özil í þýska landsliðinu um síðustu helgi eftir að hafa orðið fyrir rasisma af háttsettum mönnum innan þýska sambandsins.

Özil, sem spilaði ekki sinn besta fótbolta á HM, var mikið gagnrýndur og segir hafa fengið sig fullsaddann að gagnrýni í sinn garð. Hann hætti í kjölfarið.

Á sunnudaginn söfnuðust svo stuðningsmenn Özil í Berlín og voru í bolum í sem stóð á: Ég er Özil. Þeir flögguðu einnig þýskum og tyrkneskum fánum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×