Yfirvöld Síle þvinga svör úr kirkjunni Samúel Karl Ólason skrifar 31. júlí 2018 14:17 Kardínálinn Ricardo Ezzati Andrello, hefur verið sakaður um að hylma yfir barnaníð. Vísir/AP Lögreglan í Síle hefur fundið upplýsingar um 30 misnotkunarmál, aftur til ársins 2007, sem kaþólska kirkjan rannsakaði sjálf og án þess að tilkynna þau til lögreglu. Upplýsingar þessar fundust í nokkrum húsleitum sem lögreglan hefur framkvæmt á undanförnum vikum vegna barnaníðshneykslis sem valdið gífurlegum usla innan kirkjunnar þar í landi. Í síðasta mánuði voru tveir erindrekar Frans páfa að halda fyrirlestur fyrir presta og starfsmenn kirkjunnar, þegar fregnir bárust af því að lögreglan væri að ráðast til atlögu gegn kirkjunni. Fyrirlestur erindrekana fjallaði um það hvernig rannsaka ætti ásakanir um misnotkun og barnaníð innan kirkjunnar. Páfinn sendi þá á vettvang eftir að í ljós kom að á undanförnum áratugum hefði kaþólska kirkjan í Síle þaggað slík mál og rannsakað þau innanhúss. Kirkjan hefur verið sökuð um að hylma yfir með níðingum um árabil og er talið mögulegt að hundruð barna hafi orðið fyrir barðinu á þeim.Samræmdar aðgerðir Þegar áðurnefndur fyrirlestur hafði staðið yfir í um eina og hálfa klukkustund hlupu aðstoðarmenn presta inn í salinn og sögðu frá því að til stæði að gera húsleit á skrifstofum kirkjunnar. Í samræmdum aðgerðum víða um landið var lögreglan að leita að upplýsingum um mál sem voru ekki tilkynnt til lögreglu. Síðan þá hafa minnst fimm húsleitir til viðbótar verið framkvæmdar. Eins og áður hefur komið fram fundust upplýsingar um 30 mál.Sérfræðingar sem Reuters ræddi við segja þetta einhverjar ströngustu aðgerðir gegn kirkjunni sem farið hefur verið í í heiminum. Vert er þó að taka fram að samkvæmt lögum Síle, er starfsmönnum kirkjunnar ekki skylt að tilkynna ásakanir um misnotkun til lögreglu. Saksóknarinn Emiliano Arias, sem leiðir rannsókn lögreglunnar, sagði Reuters að prestar hefðu reynt að eyða hluta upplýsinganna. Arias, sem hefur reynslu af því að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi, segist vilja handtaka og ákæra alla þá sem hafi brotið á börnum og einnig alla þá sem hafi hjálpað við að hylma yfir það. Fyrstu ásakanirnar litu dagsins ljós árið 2010 en fyrr á árinu buðu allir 34 biskupar landsins páfanum afsagnarbréf sín. Var það í fyrsta sinn í sögu kirkjunnar að allir biskupar heillar þjóðar bjóðist til þess að segja af sér. Hingað til hefur páfi samþykkt afsagnir fimm þeirra.Sjá einnig: Allir biskupar í Chile bjóða afsögn sínaSérfræðingar segja að þrátt fyrir að brotin séu sögð hafa náð áratugi aftur í tímann, hafi þau verið mikið milli tannanna á fólki Síle í kjölfar #MeToo hreyfingarinnar.Fór fram hjá Vatíkaninu Arias biðlaði til kirkjunnar um áðurnefndar upplýsingar og skjöl. Honum var hins vegar tilkynnt að hann þyrfti að fara í gegnum Vatíkanið þar sem upplýsingarnar nytu verndar Páfagarðs. Kirkjan segir það hafa verið gert til að vernda fórnarlömb en gagnrýnendur segja þessari aðferð beitt víða um heim og í gegnum tíðina hafi hún verið notuð til að binda hendur opinberra rannsakenda. „Við erum ekki að tala um svik eða þjófnað,“ sagði Arias við Reuters. „Við erum að tala um glæpi gegn börnum.“ Þess vegna ákvað hann að hunsa Vatíkanið og fá þess í stað dómara til að samþykkja húsleitir.Hér má sjá umfjöllun AP frá því í febrúar þar sem rætt var við mann sem steig fram og sakaði presta í Síle um að hafa misnotað sig. Chile Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Lögreglan í Síle hefur fundið upplýsingar um 30 misnotkunarmál, aftur til ársins 2007, sem kaþólska kirkjan rannsakaði sjálf og án þess að tilkynna þau til lögreglu. Upplýsingar þessar fundust í nokkrum húsleitum sem lögreglan hefur framkvæmt á undanförnum vikum vegna barnaníðshneykslis sem valdið gífurlegum usla innan kirkjunnar þar í landi. Í síðasta mánuði voru tveir erindrekar Frans páfa að halda fyrirlestur fyrir presta og starfsmenn kirkjunnar, þegar fregnir bárust af því að lögreglan væri að ráðast til atlögu gegn kirkjunni. Fyrirlestur erindrekana fjallaði um það hvernig rannsaka ætti ásakanir um misnotkun og barnaníð innan kirkjunnar. Páfinn sendi þá á vettvang eftir að í ljós kom að á undanförnum áratugum hefði kaþólska kirkjan í Síle þaggað slík mál og rannsakað þau innanhúss. Kirkjan hefur verið sökuð um að hylma yfir með níðingum um árabil og er talið mögulegt að hundruð barna hafi orðið fyrir barðinu á þeim.Samræmdar aðgerðir Þegar áðurnefndur fyrirlestur hafði staðið yfir í um eina og hálfa klukkustund hlupu aðstoðarmenn presta inn í salinn og sögðu frá því að til stæði að gera húsleit á skrifstofum kirkjunnar. Í samræmdum aðgerðum víða um landið var lögreglan að leita að upplýsingum um mál sem voru ekki tilkynnt til lögreglu. Síðan þá hafa minnst fimm húsleitir til viðbótar verið framkvæmdar. Eins og áður hefur komið fram fundust upplýsingar um 30 mál.Sérfræðingar sem Reuters ræddi við segja þetta einhverjar ströngustu aðgerðir gegn kirkjunni sem farið hefur verið í í heiminum. Vert er þó að taka fram að samkvæmt lögum Síle, er starfsmönnum kirkjunnar ekki skylt að tilkynna ásakanir um misnotkun til lögreglu. Saksóknarinn Emiliano Arias, sem leiðir rannsókn lögreglunnar, sagði Reuters að prestar hefðu reynt að eyða hluta upplýsinganna. Arias, sem hefur reynslu af því að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi, segist vilja handtaka og ákæra alla þá sem hafi brotið á börnum og einnig alla þá sem hafi hjálpað við að hylma yfir það. Fyrstu ásakanirnar litu dagsins ljós árið 2010 en fyrr á árinu buðu allir 34 biskupar landsins páfanum afsagnarbréf sín. Var það í fyrsta sinn í sögu kirkjunnar að allir biskupar heillar þjóðar bjóðist til þess að segja af sér. Hingað til hefur páfi samþykkt afsagnir fimm þeirra.Sjá einnig: Allir biskupar í Chile bjóða afsögn sínaSérfræðingar segja að þrátt fyrir að brotin séu sögð hafa náð áratugi aftur í tímann, hafi þau verið mikið milli tannanna á fólki Síle í kjölfar #MeToo hreyfingarinnar.Fór fram hjá Vatíkaninu Arias biðlaði til kirkjunnar um áðurnefndar upplýsingar og skjöl. Honum var hins vegar tilkynnt að hann þyrfti að fara í gegnum Vatíkanið þar sem upplýsingarnar nytu verndar Páfagarðs. Kirkjan segir það hafa verið gert til að vernda fórnarlömb en gagnrýnendur segja þessari aðferð beitt víða um heim og í gegnum tíðina hafi hún verið notuð til að binda hendur opinberra rannsakenda. „Við erum ekki að tala um svik eða þjófnað,“ sagði Arias við Reuters. „Við erum að tala um glæpi gegn börnum.“ Þess vegna ákvað hann að hunsa Vatíkanið og fá þess í stað dómara til að samþykkja húsleitir.Hér má sjá umfjöllun AP frá því í febrúar þar sem rætt var við mann sem steig fram og sakaði presta í Síle um að hafa misnotað sig.
Chile Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira