Alisson fimmti dýrastur en United á fjóra af tíu efstu Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. júlí 2018 13:00 Rétt, Alisson. Fimmti dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. vísir/getty Liverpool gekk í gær frá kaupum á brasilíska markverðinum Alisson Becker frá Roma en félagið borgar fyrir hann 67 milljónir punda. Hann er dýrasti markvörður sögunnar og því augljóslega dýrasti markvörður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en Liverpool er nú á rúmu hálfu ári búið að kaupa dýrasta markvörðinn og dýrasta varnarmann sögunnar í Virgil van Dijk. Dýrasti markvörður sögunnar er engu að síður „bara“ í fimmta sæti yfir dýrustu leikmenn sögunnar í ensku úrvalsdeildinni en Sky Sports birtir í dag lista yfir þá tíu sem kostað hafa mest til að setja kaupin á Brassanum í samhengi. Manchester United hefur um langa hríð verið ríkasta félag Englands og listinn endurspeglar það. United á fjóra af tíu dýrustu leikmönnum sögunnar en þrír þeirra eru enn þá í liðinu.Paul Pogba kostaði skildinginn.Vísir/GettyPogba trónir á toppnum Paul Pogba er sá dýrasti í sögu úrvalsdeildarinnar en United borgað 93,25 milljónir punda þegar að að keypti Frakkann aftur frá Juventus fyrir tveimur árum. Manchester United ber einnig ábyrgð á næst dýrustu kaupunum ásamt Liverpool en Romelu Lukaku, sem gekk í raðir United síðasta sumar, og umræddur Virgil Van Dijk kostuðu báðir 75 milljónir punda. Í fjórða sæti er svo spænski framherjinn Álvaro Morata sem kostaði Chelsea 70 milljónir punda þegar að hann kom frá Real Madrid og Alisson Becker er svo fimmti eins og áður segir. Brasilíumaðurinn Fred er í sjötta sætinu en United keypti hann fyrir 61,2 milljónir punda frá Shakhtar Donetsk í sumar. Pierre-Emerick Aubameyang (Dortmund til Arsenal) og Riyad Mahrez (Leicester til Manchester City) eru svo saman í 7.-8. sætinu en báðir kostuðu 60 milljónir punda.Virgil Van Dijk er dýrasti varnarmaður sögunnar.vísir/gettyDe Bruyne rétt fyrir utan Eini leikmaður United á listanum sem er ekki enn þá í leikmannahópnum er Argentínumaðurinn Ángel di María sem United keypti árið 2014 fyrir 59,7 milljónir punda en hann entist aðeins eina leiktíð og var seldur til PSG fyrir 44,3 milljónir punda ári síðar. Manchester City á svo leikmennina í tíunda og ellefta sæti en það eru Aymeric Laporte sem kostaði 57 milljónir punda og Kevin De Bruyne sem City borgaði Wolfsburg 54,5 milljónir punda fyrir þegar að hann gekk í raðir félagsins.Tíu dýrustu leikmennirnir í sögu ensku úrvalsdeildarinnar: 1. Paul Pogba til Man. Utd frá Juventus - 93.25 milljónir punda 2.-3. Romelu Lukaku til Man. Utd frá Everton - 75 milljónir 2.-3. Virgil van Dijk til Liverpool frá Southampton - 75 milljónir 4. Álvaro Morata til Chelsea frá Real Madrid - 70 milljónir 5. Alisson Becker til Liverpool frá Roma - 67 milljónir punda 6. Fred til Man. Utd frá Shakhtar - 61,2 milljónir 7.-8. Riyah Mahrez til Man. City frá Leicester - 60 milljónir 7.-8. Pierre-Emerick Aubameyang til Arsenal frá Dortmund - 60 milljónir 9. Ángel di María - 59.7 milljónir til United frá Real Madrid 10. Aaymeric Laporte til Man. City frá Athletic - 57 milljónir Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool staðfestir kaupin á Alisson Liverpool hefur gengið frá kaupum á markverðinum Alisson en félagið staðfesti þetta í kvöld. 19. júlí 2018 21:15 Yfirmaður knattspyrnumála hjá Roma: „Ekki metnaðarleysi að selja Alisson“ Monchi, yfirmaður knattspyrnumála hjá Roma, segir að selja markvörðinn Alisson til Liverpool sé ekki metnaðarleysi, heldur vel ígrunduð ákvörðun. 20. júlí 2018 06:00 Klopp telur sig hafa keypt einn besta markvörð heims Alisson Becker er dýrasti markvörður sögunnar og Jurgen Klopp hefur engar áhyggjur af því að verðmiðinn muni trufla kappann. 20. júlí 2018 08:00 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Liverpool gekk í gær frá kaupum á brasilíska markverðinum Alisson Becker frá Roma en félagið borgar fyrir hann 67 milljónir punda. Hann er dýrasti markvörður sögunnar og því augljóslega dýrasti markvörður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en Liverpool er nú á rúmu hálfu ári búið að kaupa dýrasta markvörðinn og dýrasta varnarmann sögunnar í Virgil van Dijk. Dýrasti markvörður sögunnar er engu að síður „bara“ í fimmta sæti yfir dýrustu leikmenn sögunnar í ensku úrvalsdeildinni en Sky Sports birtir í dag lista yfir þá tíu sem kostað hafa mest til að setja kaupin á Brassanum í samhengi. Manchester United hefur um langa hríð verið ríkasta félag Englands og listinn endurspeglar það. United á fjóra af tíu dýrustu leikmönnum sögunnar en þrír þeirra eru enn þá í liðinu.Paul Pogba kostaði skildinginn.Vísir/GettyPogba trónir á toppnum Paul Pogba er sá dýrasti í sögu úrvalsdeildarinnar en United borgað 93,25 milljónir punda þegar að að keypti Frakkann aftur frá Juventus fyrir tveimur árum. Manchester United ber einnig ábyrgð á næst dýrustu kaupunum ásamt Liverpool en Romelu Lukaku, sem gekk í raðir United síðasta sumar, og umræddur Virgil Van Dijk kostuðu báðir 75 milljónir punda. Í fjórða sæti er svo spænski framherjinn Álvaro Morata sem kostaði Chelsea 70 milljónir punda þegar að hann kom frá Real Madrid og Alisson Becker er svo fimmti eins og áður segir. Brasilíumaðurinn Fred er í sjötta sætinu en United keypti hann fyrir 61,2 milljónir punda frá Shakhtar Donetsk í sumar. Pierre-Emerick Aubameyang (Dortmund til Arsenal) og Riyad Mahrez (Leicester til Manchester City) eru svo saman í 7.-8. sætinu en báðir kostuðu 60 milljónir punda.Virgil Van Dijk er dýrasti varnarmaður sögunnar.vísir/gettyDe Bruyne rétt fyrir utan Eini leikmaður United á listanum sem er ekki enn þá í leikmannahópnum er Argentínumaðurinn Ángel di María sem United keypti árið 2014 fyrir 59,7 milljónir punda en hann entist aðeins eina leiktíð og var seldur til PSG fyrir 44,3 milljónir punda ári síðar. Manchester City á svo leikmennina í tíunda og ellefta sæti en það eru Aymeric Laporte sem kostaði 57 milljónir punda og Kevin De Bruyne sem City borgaði Wolfsburg 54,5 milljónir punda fyrir þegar að hann gekk í raðir félagsins.Tíu dýrustu leikmennirnir í sögu ensku úrvalsdeildarinnar: 1. Paul Pogba til Man. Utd frá Juventus - 93.25 milljónir punda 2.-3. Romelu Lukaku til Man. Utd frá Everton - 75 milljónir 2.-3. Virgil van Dijk til Liverpool frá Southampton - 75 milljónir 4. Álvaro Morata til Chelsea frá Real Madrid - 70 milljónir 5. Alisson Becker til Liverpool frá Roma - 67 milljónir punda 6. Fred til Man. Utd frá Shakhtar - 61,2 milljónir 7.-8. Riyah Mahrez til Man. City frá Leicester - 60 milljónir 7.-8. Pierre-Emerick Aubameyang til Arsenal frá Dortmund - 60 milljónir 9. Ángel di María - 59.7 milljónir til United frá Real Madrid 10. Aaymeric Laporte til Man. City frá Athletic - 57 milljónir
Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool staðfestir kaupin á Alisson Liverpool hefur gengið frá kaupum á markverðinum Alisson en félagið staðfesti þetta í kvöld. 19. júlí 2018 21:15 Yfirmaður knattspyrnumála hjá Roma: „Ekki metnaðarleysi að selja Alisson“ Monchi, yfirmaður knattspyrnumála hjá Roma, segir að selja markvörðinn Alisson til Liverpool sé ekki metnaðarleysi, heldur vel ígrunduð ákvörðun. 20. júlí 2018 06:00 Klopp telur sig hafa keypt einn besta markvörð heims Alisson Becker er dýrasti markvörður sögunnar og Jurgen Klopp hefur engar áhyggjur af því að verðmiðinn muni trufla kappann. 20. júlí 2018 08:00 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Liverpool staðfestir kaupin á Alisson Liverpool hefur gengið frá kaupum á markverðinum Alisson en félagið staðfesti þetta í kvöld. 19. júlí 2018 21:15
Yfirmaður knattspyrnumála hjá Roma: „Ekki metnaðarleysi að selja Alisson“ Monchi, yfirmaður knattspyrnumála hjá Roma, segir að selja markvörðinn Alisson til Liverpool sé ekki metnaðarleysi, heldur vel ígrunduð ákvörðun. 20. júlí 2018 06:00
Klopp telur sig hafa keypt einn besta markvörð heims Alisson Becker er dýrasti markvörður sögunnar og Jurgen Klopp hefur engar áhyggjur af því að verðmiðinn muni trufla kappann. 20. júlí 2018 08:00