Alisson fimmti dýrastur en United á fjóra af tíu efstu Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. júlí 2018 13:00 Rétt, Alisson. Fimmti dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. vísir/getty Liverpool gekk í gær frá kaupum á brasilíska markverðinum Alisson Becker frá Roma en félagið borgar fyrir hann 67 milljónir punda. Hann er dýrasti markvörður sögunnar og því augljóslega dýrasti markvörður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en Liverpool er nú á rúmu hálfu ári búið að kaupa dýrasta markvörðinn og dýrasta varnarmann sögunnar í Virgil van Dijk. Dýrasti markvörður sögunnar er engu að síður „bara“ í fimmta sæti yfir dýrustu leikmenn sögunnar í ensku úrvalsdeildinni en Sky Sports birtir í dag lista yfir þá tíu sem kostað hafa mest til að setja kaupin á Brassanum í samhengi. Manchester United hefur um langa hríð verið ríkasta félag Englands og listinn endurspeglar það. United á fjóra af tíu dýrustu leikmönnum sögunnar en þrír þeirra eru enn þá í liðinu.Paul Pogba kostaði skildinginn.Vísir/GettyPogba trónir á toppnum Paul Pogba er sá dýrasti í sögu úrvalsdeildarinnar en United borgað 93,25 milljónir punda þegar að að keypti Frakkann aftur frá Juventus fyrir tveimur árum. Manchester United ber einnig ábyrgð á næst dýrustu kaupunum ásamt Liverpool en Romelu Lukaku, sem gekk í raðir United síðasta sumar, og umræddur Virgil Van Dijk kostuðu báðir 75 milljónir punda. Í fjórða sæti er svo spænski framherjinn Álvaro Morata sem kostaði Chelsea 70 milljónir punda þegar að hann kom frá Real Madrid og Alisson Becker er svo fimmti eins og áður segir. Brasilíumaðurinn Fred er í sjötta sætinu en United keypti hann fyrir 61,2 milljónir punda frá Shakhtar Donetsk í sumar. Pierre-Emerick Aubameyang (Dortmund til Arsenal) og Riyad Mahrez (Leicester til Manchester City) eru svo saman í 7.-8. sætinu en báðir kostuðu 60 milljónir punda.Virgil Van Dijk er dýrasti varnarmaður sögunnar.vísir/gettyDe Bruyne rétt fyrir utan Eini leikmaður United á listanum sem er ekki enn þá í leikmannahópnum er Argentínumaðurinn Ángel di María sem United keypti árið 2014 fyrir 59,7 milljónir punda en hann entist aðeins eina leiktíð og var seldur til PSG fyrir 44,3 milljónir punda ári síðar. Manchester City á svo leikmennina í tíunda og ellefta sæti en það eru Aymeric Laporte sem kostaði 57 milljónir punda og Kevin De Bruyne sem City borgaði Wolfsburg 54,5 milljónir punda fyrir þegar að hann gekk í raðir félagsins.Tíu dýrustu leikmennirnir í sögu ensku úrvalsdeildarinnar: 1. Paul Pogba til Man. Utd frá Juventus - 93.25 milljónir punda 2.-3. Romelu Lukaku til Man. Utd frá Everton - 75 milljónir 2.-3. Virgil van Dijk til Liverpool frá Southampton - 75 milljónir 4. Álvaro Morata til Chelsea frá Real Madrid - 70 milljónir 5. Alisson Becker til Liverpool frá Roma - 67 milljónir punda 6. Fred til Man. Utd frá Shakhtar - 61,2 milljónir 7.-8. Riyah Mahrez til Man. City frá Leicester - 60 milljónir 7.-8. Pierre-Emerick Aubameyang til Arsenal frá Dortmund - 60 milljónir 9. Ángel di María - 59.7 milljónir til United frá Real Madrid 10. Aaymeric Laporte til Man. City frá Athletic - 57 milljónir Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool staðfestir kaupin á Alisson Liverpool hefur gengið frá kaupum á markverðinum Alisson en félagið staðfesti þetta í kvöld. 19. júlí 2018 21:15 Yfirmaður knattspyrnumála hjá Roma: „Ekki metnaðarleysi að selja Alisson“ Monchi, yfirmaður knattspyrnumála hjá Roma, segir að selja markvörðinn Alisson til Liverpool sé ekki metnaðarleysi, heldur vel ígrunduð ákvörðun. 20. júlí 2018 06:00 Klopp telur sig hafa keypt einn besta markvörð heims Alisson Becker er dýrasti markvörður sögunnar og Jurgen Klopp hefur engar áhyggjur af því að verðmiðinn muni trufla kappann. 20. júlí 2018 08:00 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Fleiri fréttir Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Sjá meira
Liverpool gekk í gær frá kaupum á brasilíska markverðinum Alisson Becker frá Roma en félagið borgar fyrir hann 67 milljónir punda. Hann er dýrasti markvörður sögunnar og því augljóslega dýrasti markvörður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en Liverpool er nú á rúmu hálfu ári búið að kaupa dýrasta markvörðinn og dýrasta varnarmann sögunnar í Virgil van Dijk. Dýrasti markvörður sögunnar er engu að síður „bara“ í fimmta sæti yfir dýrustu leikmenn sögunnar í ensku úrvalsdeildinni en Sky Sports birtir í dag lista yfir þá tíu sem kostað hafa mest til að setja kaupin á Brassanum í samhengi. Manchester United hefur um langa hríð verið ríkasta félag Englands og listinn endurspeglar það. United á fjóra af tíu dýrustu leikmönnum sögunnar en þrír þeirra eru enn þá í liðinu.Paul Pogba kostaði skildinginn.Vísir/GettyPogba trónir á toppnum Paul Pogba er sá dýrasti í sögu úrvalsdeildarinnar en United borgað 93,25 milljónir punda þegar að að keypti Frakkann aftur frá Juventus fyrir tveimur árum. Manchester United ber einnig ábyrgð á næst dýrustu kaupunum ásamt Liverpool en Romelu Lukaku, sem gekk í raðir United síðasta sumar, og umræddur Virgil Van Dijk kostuðu báðir 75 milljónir punda. Í fjórða sæti er svo spænski framherjinn Álvaro Morata sem kostaði Chelsea 70 milljónir punda þegar að hann kom frá Real Madrid og Alisson Becker er svo fimmti eins og áður segir. Brasilíumaðurinn Fred er í sjötta sætinu en United keypti hann fyrir 61,2 milljónir punda frá Shakhtar Donetsk í sumar. Pierre-Emerick Aubameyang (Dortmund til Arsenal) og Riyad Mahrez (Leicester til Manchester City) eru svo saman í 7.-8. sætinu en báðir kostuðu 60 milljónir punda.Virgil Van Dijk er dýrasti varnarmaður sögunnar.vísir/gettyDe Bruyne rétt fyrir utan Eini leikmaður United á listanum sem er ekki enn þá í leikmannahópnum er Argentínumaðurinn Ángel di María sem United keypti árið 2014 fyrir 59,7 milljónir punda en hann entist aðeins eina leiktíð og var seldur til PSG fyrir 44,3 milljónir punda ári síðar. Manchester City á svo leikmennina í tíunda og ellefta sæti en það eru Aymeric Laporte sem kostaði 57 milljónir punda og Kevin De Bruyne sem City borgaði Wolfsburg 54,5 milljónir punda fyrir þegar að hann gekk í raðir félagsins.Tíu dýrustu leikmennirnir í sögu ensku úrvalsdeildarinnar: 1. Paul Pogba til Man. Utd frá Juventus - 93.25 milljónir punda 2.-3. Romelu Lukaku til Man. Utd frá Everton - 75 milljónir 2.-3. Virgil van Dijk til Liverpool frá Southampton - 75 milljónir 4. Álvaro Morata til Chelsea frá Real Madrid - 70 milljónir 5. Alisson Becker til Liverpool frá Roma - 67 milljónir punda 6. Fred til Man. Utd frá Shakhtar - 61,2 milljónir 7.-8. Riyah Mahrez til Man. City frá Leicester - 60 milljónir 7.-8. Pierre-Emerick Aubameyang til Arsenal frá Dortmund - 60 milljónir 9. Ángel di María - 59.7 milljónir til United frá Real Madrid 10. Aaymeric Laporte til Man. City frá Athletic - 57 milljónir
Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool staðfestir kaupin á Alisson Liverpool hefur gengið frá kaupum á markverðinum Alisson en félagið staðfesti þetta í kvöld. 19. júlí 2018 21:15 Yfirmaður knattspyrnumála hjá Roma: „Ekki metnaðarleysi að selja Alisson“ Monchi, yfirmaður knattspyrnumála hjá Roma, segir að selja markvörðinn Alisson til Liverpool sé ekki metnaðarleysi, heldur vel ígrunduð ákvörðun. 20. júlí 2018 06:00 Klopp telur sig hafa keypt einn besta markvörð heims Alisson Becker er dýrasti markvörður sögunnar og Jurgen Klopp hefur engar áhyggjur af því að verðmiðinn muni trufla kappann. 20. júlí 2018 08:00 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Fleiri fréttir Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Sjá meira
Liverpool staðfestir kaupin á Alisson Liverpool hefur gengið frá kaupum á markverðinum Alisson en félagið staðfesti þetta í kvöld. 19. júlí 2018 21:15
Yfirmaður knattspyrnumála hjá Roma: „Ekki metnaðarleysi að selja Alisson“ Monchi, yfirmaður knattspyrnumála hjá Roma, segir að selja markvörðinn Alisson til Liverpool sé ekki metnaðarleysi, heldur vel ígrunduð ákvörðun. 20. júlí 2018 06:00
Klopp telur sig hafa keypt einn besta markvörð heims Alisson Becker er dýrasti markvörður sögunnar og Jurgen Klopp hefur engar áhyggjur af því að verðmiðinn muni trufla kappann. 20. júlí 2018 08:00