Alisson fimmti dýrastur en United á fjóra af tíu efstu Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. júlí 2018 13:00 Rétt, Alisson. Fimmti dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. vísir/getty Liverpool gekk í gær frá kaupum á brasilíska markverðinum Alisson Becker frá Roma en félagið borgar fyrir hann 67 milljónir punda. Hann er dýrasti markvörður sögunnar og því augljóslega dýrasti markvörður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en Liverpool er nú á rúmu hálfu ári búið að kaupa dýrasta markvörðinn og dýrasta varnarmann sögunnar í Virgil van Dijk. Dýrasti markvörður sögunnar er engu að síður „bara“ í fimmta sæti yfir dýrustu leikmenn sögunnar í ensku úrvalsdeildinni en Sky Sports birtir í dag lista yfir þá tíu sem kostað hafa mest til að setja kaupin á Brassanum í samhengi. Manchester United hefur um langa hríð verið ríkasta félag Englands og listinn endurspeglar það. United á fjóra af tíu dýrustu leikmönnum sögunnar en þrír þeirra eru enn þá í liðinu.Paul Pogba kostaði skildinginn.Vísir/GettyPogba trónir á toppnum Paul Pogba er sá dýrasti í sögu úrvalsdeildarinnar en United borgað 93,25 milljónir punda þegar að að keypti Frakkann aftur frá Juventus fyrir tveimur árum. Manchester United ber einnig ábyrgð á næst dýrustu kaupunum ásamt Liverpool en Romelu Lukaku, sem gekk í raðir United síðasta sumar, og umræddur Virgil Van Dijk kostuðu báðir 75 milljónir punda. Í fjórða sæti er svo spænski framherjinn Álvaro Morata sem kostaði Chelsea 70 milljónir punda þegar að hann kom frá Real Madrid og Alisson Becker er svo fimmti eins og áður segir. Brasilíumaðurinn Fred er í sjötta sætinu en United keypti hann fyrir 61,2 milljónir punda frá Shakhtar Donetsk í sumar. Pierre-Emerick Aubameyang (Dortmund til Arsenal) og Riyad Mahrez (Leicester til Manchester City) eru svo saman í 7.-8. sætinu en báðir kostuðu 60 milljónir punda.Virgil Van Dijk er dýrasti varnarmaður sögunnar.vísir/gettyDe Bruyne rétt fyrir utan Eini leikmaður United á listanum sem er ekki enn þá í leikmannahópnum er Argentínumaðurinn Ángel di María sem United keypti árið 2014 fyrir 59,7 milljónir punda en hann entist aðeins eina leiktíð og var seldur til PSG fyrir 44,3 milljónir punda ári síðar. Manchester City á svo leikmennina í tíunda og ellefta sæti en það eru Aymeric Laporte sem kostaði 57 milljónir punda og Kevin De Bruyne sem City borgaði Wolfsburg 54,5 milljónir punda fyrir þegar að hann gekk í raðir félagsins.Tíu dýrustu leikmennirnir í sögu ensku úrvalsdeildarinnar: 1. Paul Pogba til Man. Utd frá Juventus - 93.25 milljónir punda 2.-3. Romelu Lukaku til Man. Utd frá Everton - 75 milljónir 2.-3. Virgil van Dijk til Liverpool frá Southampton - 75 milljónir 4. Álvaro Morata til Chelsea frá Real Madrid - 70 milljónir 5. Alisson Becker til Liverpool frá Roma - 67 milljónir punda 6. Fred til Man. Utd frá Shakhtar - 61,2 milljónir 7.-8. Riyah Mahrez til Man. City frá Leicester - 60 milljónir 7.-8. Pierre-Emerick Aubameyang til Arsenal frá Dortmund - 60 milljónir 9. Ángel di María - 59.7 milljónir til United frá Real Madrid 10. Aaymeric Laporte til Man. City frá Athletic - 57 milljónir Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool staðfestir kaupin á Alisson Liverpool hefur gengið frá kaupum á markverðinum Alisson en félagið staðfesti þetta í kvöld. 19. júlí 2018 21:15 Yfirmaður knattspyrnumála hjá Roma: „Ekki metnaðarleysi að selja Alisson“ Monchi, yfirmaður knattspyrnumála hjá Roma, segir að selja markvörðinn Alisson til Liverpool sé ekki metnaðarleysi, heldur vel ígrunduð ákvörðun. 20. júlí 2018 06:00 Klopp telur sig hafa keypt einn besta markvörð heims Alisson Becker er dýrasti markvörður sögunnar og Jurgen Klopp hefur engar áhyggjur af því að verðmiðinn muni trufla kappann. 20. júlí 2018 08:00 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Sjá meira
Liverpool gekk í gær frá kaupum á brasilíska markverðinum Alisson Becker frá Roma en félagið borgar fyrir hann 67 milljónir punda. Hann er dýrasti markvörður sögunnar og því augljóslega dýrasti markvörður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en Liverpool er nú á rúmu hálfu ári búið að kaupa dýrasta markvörðinn og dýrasta varnarmann sögunnar í Virgil van Dijk. Dýrasti markvörður sögunnar er engu að síður „bara“ í fimmta sæti yfir dýrustu leikmenn sögunnar í ensku úrvalsdeildinni en Sky Sports birtir í dag lista yfir þá tíu sem kostað hafa mest til að setja kaupin á Brassanum í samhengi. Manchester United hefur um langa hríð verið ríkasta félag Englands og listinn endurspeglar það. United á fjóra af tíu dýrustu leikmönnum sögunnar en þrír þeirra eru enn þá í liðinu.Paul Pogba kostaði skildinginn.Vísir/GettyPogba trónir á toppnum Paul Pogba er sá dýrasti í sögu úrvalsdeildarinnar en United borgað 93,25 milljónir punda þegar að að keypti Frakkann aftur frá Juventus fyrir tveimur árum. Manchester United ber einnig ábyrgð á næst dýrustu kaupunum ásamt Liverpool en Romelu Lukaku, sem gekk í raðir United síðasta sumar, og umræddur Virgil Van Dijk kostuðu báðir 75 milljónir punda. Í fjórða sæti er svo spænski framherjinn Álvaro Morata sem kostaði Chelsea 70 milljónir punda þegar að hann kom frá Real Madrid og Alisson Becker er svo fimmti eins og áður segir. Brasilíumaðurinn Fred er í sjötta sætinu en United keypti hann fyrir 61,2 milljónir punda frá Shakhtar Donetsk í sumar. Pierre-Emerick Aubameyang (Dortmund til Arsenal) og Riyad Mahrez (Leicester til Manchester City) eru svo saman í 7.-8. sætinu en báðir kostuðu 60 milljónir punda.Virgil Van Dijk er dýrasti varnarmaður sögunnar.vísir/gettyDe Bruyne rétt fyrir utan Eini leikmaður United á listanum sem er ekki enn þá í leikmannahópnum er Argentínumaðurinn Ángel di María sem United keypti árið 2014 fyrir 59,7 milljónir punda en hann entist aðeins eina leiktíð og var seldur til PSG fyrir 44,3 milljónir punda ári síðar. Manchester City á svo leikmennina í tíunda og ellefta sæti en það eru Aymeric Laporte sem kostaði 57 milljónir punda og Kevin De Bruyne sem City borgaði Wolfsburg 54,5 milljónir punda fyrir þegar að hann gekk í raðir félagsins.Tíu dýrustu leikmennirnir í sögu ensku úrvalsdeildarinnar: 1. Paul Pogba til Man. Utd frá Juventus - 93.25 milljónir punda 2.-3. Romelu Lukaku til Man. Utd frá Everton - 75 milljónir 2.-3. Virgil van Dijk til Liverpool frá Southampton - 75 milljónir 4. Álvaro Morata til Chelsea frá Real Madrid - 70 milljónir 5. Alisson Becker til Liverpool frá Roma - 67 milljónir punda 6. Fred til Man. Utd frá Shakhtar - 61,2 milljónir 7.-8. Riyah Mahrez til Man. City frá Leicester - 60 milljónir 7.-8. Pierre-Emerick Aubameyang til Arsenal frá Dortmund - 60 milljónir 9. Ángel di María - 59.7 milljónir til United frá Real Madrid 10. Aaymeric Laporte til Man. City frá Athletic - 57 milljónir
Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool staðfestir kaupin á Alisson Liverpool hefur gengið frá kaupum á markverðinum Alisson en félagið staðfesti þetta í kvöld. 19. júlí 2018 21:15 Yfirmaður knattspyrnumála hjá Roma: „Ekki metnaðarleysi að selja Alisson“ Monchi, yfirmaður knattspyrnumála hjá Roma, segir að selja markvörðinn Alisson til Liverpool sé ekki metnaðarleysi, heldur vel ígrunduð ákvörðun. 20. júlí 2018 06:00 Klopp telur sig hafa keypt einn besta markvörð heims Alisson Becker er dýrasti markvörður sögunnar og Jurgen Klopp hefur engar áhyggjur af því að verðmiðinn muni trufla kappann. 20. júlí 2018 08:00 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Sjá meira
Liverpool staðfestir kaupin á Alisson Liverpool hefur gengið frá kaupum á markverðinum Alisson en félagið staðfesti þetta í kvöld. 19. júlí 2018 21:15
Yfirmaður knattspyrnumála hjá Roma: „Ekki metnaðarleysi að selja Alisson“ Monchi, yfirmaður knattspyrnumála hjá Roma, segir að selja markvörðinn Alisson til Liverpool sé ekki metnaðarleysi, heldur vel ígrunduð ákvörðun. 20. júlí 2018 06:00
Klopp telur sig hafa keypt einn besta markvörð heims Alisson Becker er dýrasti markvörður sögunnar og Jurgen Klopp hefur engar áhyggjur af því að verðmiðinn muni trufla kappann. 20. júlí 2018 08:00