Geta ekki velt hækkunum út í verðlagið Hersir Aron Ólafsson skrifar 21. júlí 2018 13:30 Tilkynnt var um gjaldskrárbreytingarnar á Þingvöllum í lok júní, en í Vatnajökulsþjóðgarði síðasta fimmtudag. Vísir/Pjetur Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir gjaldskrárbreytingar á Þingvöllum og Vatnajökulsþjóðgarði vera stórfelldar skattahækkanir. Ekkert samráð hafi verið haft við hagsmunaaðila í ferðaþjónustu, sem megi illa við svo skyndilegum hækkunum. Tilkynnt var um gjaldskrárbreytingarnar á Þingvöllum í lok júní, en í Vatnajökulsþjóðgarði síðasta fimmtudag. Meðal breytinga í þeim síðarnefnda eru 100 króna hækkun þjónustugjalds vegna fólksbíla sem í þjóðgarðinn koma. Þá er nýjum gjaldflokkum bætt við fyrir stærri rútur, en 33-64 manna bílar greiða 6.400 krónur á sólarhring og 65-90 manna bílar 9 þúsund krónur, svo dæmi séu tekin. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir gjaldskrárbreytingarnar vonbrigði. Telur rétt að bíða meðan samtal á sér stað „Á vegum stjórnstöðvar ferðamála er nýhafið samstarf milli stjórnvalda, sveitarfélaganna og Samtaka ferðaþjónustunnar um heildargreiningu og hugsanlega framtíðarskipan á gjaldtöku af ferðaþjónustunni í heild sinni,“ segir Jóhannes.Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.Þannig telur Jóhannes að rétt hefði verið að halda að sér höndum með hækkanir í þjóðgörðunum meðan þetta samtal átti sér stað. Í fréttatilkynningu frá Vatnajökulsþjóðgarði er bent á að fulltrúi ferðaþjónustunnar eigi áheyrnarfulltrúa í stjórn garðsins. Jóhannes segir þann fulltrúa ekki á vegum Samtaka ferðaþjónustunnar, sem ekkert samráð hafi verið haft við. „Þetta er eitthvað sem okkur í Samtökum ferðaþjónustunnar var bara tilkynnt í tölvupósti núna fyrir nokkrum dögum,“ segir Jóhannes.Erfiðara á háannatíma Í tilkynningu frá þjóðgarðinum er bent á að Skaftafell sé ein af helstu náttúruperlum Íslands, mikið álag sé á svæðinu og fjöldi ferðamanna hafi aukist til muna. Þannig nálgist gestafjöldinn nú eina milljón ár hvert. Jóhannes ítrekar að samtökin séu ekki á móti þjónustugjöldum í sjálfu sér. „Stóri vandinn við það hvernig þetta gerist núna er að þetta gerist á háannatíma. Það er búið að selja í ferðirnar á þessa staði, það er búið að gera ráð fyrir kostnaði vegna þess. Þegar hækkar á háannatíma þá þýðir það einfaldlega að fyrirtækin geta ekki brugðist við með því að velta svona út í verðlagið, eins og fólk heldur oft að það sé mjög auðvelt að gera. Það er einfaldlega ekki þannig,“ segir Jóhannes. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir gjaldskrárbreytingar á Þingvöllum og Vatnajökulsþjóðgarði vera stórfelldar skattahækkanir. Ekkert samráð hafi verið haft við hagsmunaaðila í ferðaþjónustu, sem megi illa við svo skyndilegum hækkunum. Tilkynnt var um gjaldskrárbreytingarnar á Þingvöllum í lok júní, en í Vatnajökulsþjóðgarði síðasta fimmtudag. Meðal breytinga í þeim síðarnefnda eru 100 króna hækkun þjónustugjalds vegna fólksbíla sem í þjóðgarðinn koma. Þá er nýjum gjaldflokkum bætt við fyrir stærri rútur, en 33-64 manna bílar greiða 6.400 krónur á sólarhring og 65-90 manna bílar 9 þúsund krónur, svo dæmi séu tekin. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir gjaldskrárbreytingarnar vonbrigði. Telur rétt að bíða meðan samtal á sér stað „Á vegum stjórnstöðvar ferðamála er nýhafið samstarf milli stjórnvalda, sveitarfélaganna og Samtaka ferðaþjónustunnar um heildargreiningu og hugsanlega framtíðarskipan á gjaldtöku af ferðaþjónustunni í heild sinni,“ segir Jóhannes.Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.Þannig telur Jóhannes að rétt hefði verið að halda að sér höndum með hækkanir í þjóðgörðunum meðan þetta samtal átti sér stað. Í fréttatilkynningu frá Vatnajökulsþjóðgarði er bent á að fulltrúi ferðaþjónustunnar eigi áheyrnarfulltrúa í stjórn garðsins. Jóhannes segir þann fulltrúa ekki á vegum Samtaka ferðaþjónustunnar, sem ekkert samráð hafi verið haft við. „Þetta er eitthvað sem okkur í Samtökum ferðaþjónustunnar var bara tilkynnt í tölvupósti núna fyrir nokkrum dögum,“ segir Jóhannes.Erfiðara á háannatíma Í tilkynningu frá þjóðgarðinum er bent á að Skaftafell sé ein af helstu náttúruperlum Íslands, mikið álag sé á svæðinu og fjöldi ferðamanna hafi aukist til muna. Þannig nálgist gestafjöldinn nú eina milljón ár hvert. Jóhannes ítrekar að samtökin séu ekki á móti þjónustugjöldum í sjálfu sér. „Stóri vandinn við það hvernig þetta gerist núna er að þetta gerist á háannatíma. Það er búið að selja í ferðirnar á þessa staði, það er búið að gera ráð fyrir kostnaði vegna þess. Þegar hækkar á háannatíma þá þýðir það einfaldlega að fyrirtækin geta ekki brugðist við með því að velta svona út í verðlagið, eins og fólk heldur oft að það sé mjög auðvelt að gera. Það er einfaldlega ekki þannig,“ segir Jóhannes.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira