Geta ekki velt hækkunum út í verðlagið Hersir Aron Ólafsson skrifar 21. júlí 2018 13:30 Tilkynnt var um gjaldskrárbreytingarnar á Þingvöllum í lok júní, en í Vatnajökulsþjóðgarði síðasta fimmtudag. Vísir/Pjetur Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir gjaldskrárbreytingar á Þingvöllum og Vatnajökulsþjóðgarði vera stórfelldar skattahækkanir. Ekkert samráð hafi verið haft við hagsmunaaðila í ferðaþjónustu, sem megi illa við svo skyndilegum hækkunum. Tilkynnt var um gjaldskrárbreytingarnar á Þingvöllum í lok júní, en í Vatnajökulsþjóðgarði síðasta fimmtudag. Meðal breytinga í þeim síðarnefnda eru 100 króna hækkun þjónustugjalds vegna fólksbíla sem í þjóðgarðinn koma. Þá er nýjum gjaldflokkum bætt við fyrir stærri rútur, en 33-64 manna bílar greiða 6.400 krónur á sólarhring og 65-90 manna bílar 9 þúsund krónur, svo dæmi séu tekin. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir gjaldskrárbreytingarnar vonbrigði. Telur rétt að bíða meðan samtal á sér stað „Á vegum stjórnstöðvar ferðamála er nýhafið samstarf milli stjórnvalda, sveitarfélaganna og Samtaka ferðaþjónustunnar um heildargreiningu og hugsanlega framtíðarskipan á gjaldtöku af ferðaþjónustunni í heild sinni,“ segir Jóhannes.Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.Þannig telur Jóhannes að rétt hefði verið að halda að sér höndum með hækkanir í þjóðgörðunum meðan þetta samtal átti sér stað. Í fréttatilkynningu frá Vatnajökulsþjóðgarði er bent á að fulltrúi ferðaþjónustunnar eigi áheyrnarfulltrúa í stjórn garðsins. Jóhannes segir þann fulltrúa ekki á vegum Samtaka ferðaþjónustunnar, sem ekkert samráð hafi verið haft við. „Þetta er eitthvað sem okkur í Samtökum ferðaþjónustunnar var bara tilkynnt í tölvupósti núna fyrir nokkrum dögum,“ segir Jóhannes.Erfiðara á háannatíma Í tilkynningu frá þjóðgarðinum er bent á að Skaftafell sé ein af helstu náttúruperlum Íslands, mikið álag sé á svæðinu og fjöldi ferðamanna hafi aukist til muna. Þannig nálgist gestafjöldinn nú eina milljón ár hvert. Jóhannes ítrekar að samtökin séu ekki á móti þjónustugjöldum í sjálfu sér. „Stóri vandinn við það hvernig þetta gerist núna er að þetta gerist á háannatíma. Það er búið að selja í ferðirnar á þessa staði, það er búið að gera ráð fyrir kostnaði vegna þess. Þegar hækkar á háannatíma þá þýðir það einfaldlega að fyrirtækin geta ekki brugðist við með því að velta svona út í verðlagið, eins og fólk heldur oft að það sé mjög auðvelt að gera. Það er einfaldlega ekki þannig,“ segir Jóhannes. Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir gjaldskrárbreytingar á Þingvöllum og Vatnajökulsþjóðgarði vera stórfelldar skattahækkanir. Ekkert samráð hafi verið haft við hagsmunaaðila í ferðaþjónustu, sem megi illa við svo skyndilegum hækkunum. Tilkynnt var um gjaldskrárbreytingarnar á Þingvöllum í lok júní, en í Vatnajökulsþjóðgarði síðasta fimmtudag. Meðal breytinga í þeim síðarnefnda eru 100 króna hækkun þjónustugjalds vegna fólksbíla sem í þjóðgarðinn koma. Þá er nýjum gjaldflokkum bætt við fyrir stærri rútur, en 33-64 manna bílar greiða 6.400 krónur á sólarhring og 65-90 manna bílar 9 þúsund krónur, svo dæmi séu tekin. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir gjaldskrárbreytingarnar vonbrigði. Telur rétt að bíða meðan samtal á sér stað „Á vegum stjórnstöðvar ferðamála er nýhafið samstarf milli stjórnvalda, sveitarfélaganna og Samtaka ferðaþjónustunnar um heildargreiningu og hugsanlega framtíðarskipan á gjaldtöku af ferðaþjónustunni í heild sinni,“ segir Jóhannes.Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.Þannig telur Jóhannes að rétt hefði verið að halda að sér höndum með hækkanir í þjóðgörðunum meðan þetta samtal átti sér stað. Í fréttatilkynningu frá Vatnajökulsþjóðgarði er bent á að fulltrúi ferðaþjónustunnar eigi áheyrnarfulltrúa í stjórn garðsins. Jóhannes segir þann fulltrúa ekki á vegum Samtaka ferðaþjónustunnar, sem ekkert samráð hafi verið haft við. „Þetta er eitthvað sem okkur í Samtökum ferðaþjónustunnar var bara tilkynnt í tölvupósti núna fyrir nokkrum dögum,“ segir Jóhannes.Erfiðara á háannatíma Í tilkynningu frá þjóðgarðinum er bent á að Skaftafell sé ein af helstu náttúruperlum Íslands, mikið álag sé á svæðinu og fjöldi ferðamanna hafi aukist til muna. Þannig nálgist gestafjöldinn nú eina milljón ár hvert. Jóhannes ítrekar að samtökin séu ekki á móti þjónustugjöldum í sjálfu sér. „Stóri vandinn við það hvernig þetta gerist núna er að þetta gerist á háannatíma. Það er búið að selja í ferðirnar á þessa staði, það er búið að gera ráð fyrir kostnaði vegna þess. Þegar hækkar á háannatíma þá þýðir það einfaldlega að fyrirtækin geta ekki brugðist við með því að velta svona út í verðlagið, eins og fólk heldur oft að það sé mjög auðvelt að gera. Það er einfaldlega ekki þannig,“ segir Jóhannes.
Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent