Innlent

Maðurinn á Svalbarðseyri úrskurðaður í gæsluvarðhald

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá Svalbarðseyri.
Frá Svalbarðseyri. mynd/ja.is
Maðurinn sem var handtekinn á Svalbarðseyri hefur veriðúrskurðaður í gæsluvarðhald fram á mánudag. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir manninum í morgun og féllst Héraðsdómur Norðurlands eystra á gæsluvarðshaldskröfu lögreglustjórans á Norðurlandi eystra.  

Maðurinn var handtekinn aðfaranótt föstudags en tilkynning hafði borist um að hann hefði handleikið vopn á almannafæri og voru vopnaðir lögreglumenn frá Akureyri sendir til að athuga málið.

Lögreglan segir að rannsókn málsins hafi leitt í ljós að maðurinn ógnaði að minnsta kosti tveimur mönnum með svokallaðri pinnabyssu, sem er skammbyssa sem notuð er til að aflífa stórgripi.

Byssuna er hann grunaður um að hafa tekið ófrjálsri hendi í húsi á Svalbarðseyri. Maðurinn, sem er á fertugsaldri, er einnig grunaður um önnur þjófnaðarbrot og eru þau mál til rannsóknar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×