Segir Kína heyja „kalt stríð“ gegn Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 21. júlí 2018 21:24 Kínverskir hermenn við æfingu. Vísir/EPA Háttsettur starfsmaður CIA segir Kína heyja kalt stríð gegn Bandaríkjunum, með því markmiði að velta ríkinu úr sessi sem helsta veldi heimsins. Michael Collins, einn yfirmanna Austurasíudeildar CIA segir Kína ekki vilja hefðbundið stríð gegn Bandaríkjunum og því beiti þeir öðrum leiðum til að grafa undan Bandaríkjunum. „Ég myndi segja að í rauninni séu þeir að heyja kalt stríð gegn okkur. Ekki kalt stríð eins og við sáum á tíma kalda stríðsins sjálfs en kalt stríð þó,“ sagði Collins á öryggisráðstefnu í Bandaríkjunum í gær.Kínverjar eru með fjölmennasta her heims og næst stærsta efnahaginn, á eftir Bandaríkjunum. Þó Kína hafi staðið í umfangsmikill uppbyggingu á herafla sínum eru Bandaríkin eru enn með hernaðaryfirráð á heimsvísu. Á undanförnum mánuðum hefur samband ríkjanna beðið hnekki og eiga þau nú í stækkandi viðskiptastríði. Þá hafa Bandaríkin og önnur ríki heimsins gagnrýnt Kína harðlega fyrir ólöglegt tilkall þeirra til nánast alls Suður-Kínahafs. Þar hafa Kínverjar byggt upp heilu eyjarnar og komið vopnum og hernaðarmannvirkjum fyrir á þeim. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna gáfu í byrjun árs út nýja varnarstefnu ríkisins og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands.Sjá einnig: Snúa sér að Kína og RússlandiÞá sagði Elbridge Colby, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, að verulega hefði dregið úr hernaðaryfirburðum ríkisins gagnvart Kína. Christopher Wray, yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, sagði fyrr í vikunni, á sömu ráðstefnu og Collins, að Bandaríkjunum stæði mest ógn af Kína á heimsvísu. Þeir stæðu bæði í hefðbundnum njósnum auk þess að standa í efnahagslegum njósnum. Suður-Kínahaf Mest lesið Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Sjá meira
Háttsettur starfsmaður CIA segir Kína heyja kalt stríð gegn Bandaríkjunum, með því markmiði að velta ríkinu úr sessi sem helsta veldi heimsins. Michael Collins, einn yfirmanna Austurasíudeildar CIA segir Kína ekki vilja hefðbundið stríð gegn Bandaríkjunum og því beiti þeir öðrum leiðum til að grafa undan Bandaríkjunum. „Ég myndi segja að í rauninni séu þeir að heyja kalt stríð gegn okkur. Ekki kalt stríð eins og við sáum á tíma kalda stríðsins sjálfs en kalt stríð þó,“ sagði Collins á öryggisráðstefnu í Bandaríkjunum í gær.Kínverjar eru með fjölmennasta her heims og næst stærsta efnahaginn, á eftir Bandaríkjunum. Þó Kína hafi staðið í umfangsmikill uppbyggingu á herafla sínum eru Bandaríkin eru enn með hernaðaryfirráð á heimsvísu. Á undanförnum mánuðum hefur samband ríkjanna beðið hnekki og eiga þau nú í stækkandi viðskiptastríði. Þá hafa Bandaríkin og önnur ríki heimsins gagnrýnt Kína harðlega fyrir ólöglegt tilkall þeirra til nánast alls Suður-Kínahafs. Þar hafa Kínverjar byggt upp heilu eyjarnar og komið vopnum og hernaðarmannvirkjum fyrir á þeim. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna gáfu í byrjun árs út nýja varnarstefnu ríkisins og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands.Sjá einnig: Snúa sér að Kína og RússlandiÞá sagði Elbridge Colby, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, að verulega hefði dregið úr hernaðaryfirburðum ríkisins gagnvart Kína. Christopher Wray, yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, sagði fyrr í vikunni, á sömu ráðstefnu og Collins, að Bandaríkjunum stæði mest ógn af Kína á heimsvísu. Þeir stæðu bæði í hefðbundnum njósnum auk þess að standa í efnahagslegum njósnum.
Suður-Kínahaf Mest lesið Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Sjá meira