„Kolvitlaust að gera hjá lögreglu“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2018 07:08 Lögreglan þurft að bregðast við tugum mála í nótt. Vísir/eyþór Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. Á 8 klukkustunda tímabili, frá klukkan 19:00 til 03:00, komu alls 70 mál inn á borð lögreglu sem er meira en gengur og gerist á venjulegu sunnudagskvöldi. Meðal mála sem upp komu voru alvarleg líkamsárásarmál, innbrot og skemmdarverk. „Það var allt kolvitlaust að gera hjá lögreglu í gærkvöld og fram á nótt,“ eins og varðstjóri orðar það í skeyti til fjölmiðla í morgun. Til að mynda voru tveir einstaklingar handteknir á Nýbýlavegi á öðrum tímanum í nótt eftir að lögreglumenn höfðu tekið eftir vopni í bifreið þeirra. Hinir handteknu eru sagðir hafa brugðist ókvæða við afskiptum lögreglumannanna og veittust að þeim - þannig að áverka hlutust af. Lögreglan er sögð hafa notað varnarúða, svokallað piparsprey, til að yfirbuga einstaklingana á vettvangi átakanna. Þeir voru síðan fluttir á lögreglustöð og hafa þeir mátt verja nóttinni í fangaklefa. Aðrir tveir einstaklingar voru handteknir á Völlunum i Hafnarfirði í gærkvöldi skömmu eftir miðnætti vegna ránstilraunar. Hinn rændi tók hins vegar ráninu ekki þegjandi og hljóðalaust heldur réðst á ræningjana vopnaður hnífi. Þolandinn er sagður hafa náð að veita ræningjunum stungusár sem þó eru minniháttar. Allir einstaklingarnir þrír voru fluttir í fangageymslu og verða þeir yfirheyrðir með morgninum. Þá var útlendingur handtekinn í Kópavogi sem sagður er hafa verið hér ólöglega í landinu - „og mátti því ekki vera inni á Schengen-svæðinu lengur,“ eins og það er orðað í skeyti lögreglunnar. Ætla má að hann verði sendur úr landi á næstu dögum. Fangageymslur á lögreglustöðinni á Hverfisgötu eru fullar eftir nóttina. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. Á 8 klukkustunda tímabili, frá klukkan 19:00 til 03:00, komu alls 70 mál inn á borð lögreglu sem er meira en gengur og gerist á venjulegu sunnudagskvöldi. Meðal mála sem upp komu voru alvarleg líkamsárásarmál, innbrot og skemmdarverk. „Það var allt kolvitlaust að gera hjá lögreglu í gærkvöld og fram á nótt,“ eins og varðstjóri orðar það í skeyti til fjölmiðla í morgun. Til að mynda voru tveir einstaklingar handteknir á Nýbýlavegi á öðrum tímanum í nótt eftir að lögreglumenn höfðu tekið eftir vopni í bifreið þeirra. Hinir handteknu eru sagðir hafa brugðist ókvæða við afskiptum lögreglumannanna og veittust að þeim - þannig að áverka hlutust af. Lögreglan er sögð hafa notað varnarúða, svokallað piparsprey, til að yfirbuga einstaklingana á vettvangi átakanna. Þeir voru síðan fluttir á lögreglustöð og hafa þeir mátt verja nóttinni í fangaklefa. Aðrir tveir einstaklingar voru handteknir á Völlunum i Hafnarfirði í gærkvöldi skömmu eftir miðnætti vegna ránstilraunar. Hinn rændi tók hins vegar ráninu ekki þegjandi og hljóðalaust heldur réðst á ræningjana vopnaður hnífi. Þolandinn er sagður hafa náð að veita ræningjunum stungusár sem þó eru minniháttar. Allir einstaklingarnir þrír voru fluttir í fangageymslu og verða þeir yfirheyrðir með morgninum. Þá var útlendingur handtekinn í Kópavogi sem sagður er hafa verið hér ólöglega í landinu - „og mátti því ekki vera inni á Schengen-svæðinu lengur,“ eins og það er orðað í skeyti lögreglunnar. Ætla má að hann verði sendur úr landi á næstu dögum. Fangageymslur á lögreglustöðinni á Hverfisgötu eru fullar eftir nóttina.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira