Tíu og átján ára stúlkur látnar eftir árás í Toronto Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. júlí 2018 17:45 Tvær ungar stúlkur létust í skotárás í Toronto í gærkvöldi. Ein lést á vettvangi og önnur á sjúkrahúsi í morgunsárið. Þær voru átján og tíu ára gamlar. Árásin átti sér stað klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma í gríska hverfinu í Toronto. Fjöldi fólks sat að snæðingi við veitingastaði götunnar þegar maður vopnaður skammbyssu hóf skothríð. Árásarmaðurinn féll þá í skotbardaga við lögreglu en ekki er ljóst hvort lögreglumenn hafi hæft hann eða hvort hann hafi fallið fyrir eigin hendi. Þrettán eru særð og eru þau á aldrinum 10 til 59 ára. Ýmist eru sár þeirra léttvæg og alvarleg. Borgarstjórn Toronto fundaði í morgun vegna málsins og kenndi John Tory borgarstjóri borgarinnar því um hversu auðvelt er að nálgast skotvopn. „Það eru of margir sem bera byssur í borginni og fylkinu okkar sem ættu ekki að fá að bera þær,“ sagði hann. „Ég hef spurt þeirrar spurningar áður afhverju ætti nokkur manneskja að þurfa að kaupa tíu til tuttugu byssur en núverandi lagaumgjörð heimilar það. Það leiðir að annarri spurningu sem þarf að ræða: Af hverju þarf nokkur manneskja í þessari borg að eiga byssu yfir höfuð.“ Það eina sem er vitað um árásarmanninn er að hann var 29 ára gamall en lögregla rannsakar hver hvatinn að baki árásinni gæti hafa verið og útilokar ekki hryðjuverk. Ekki er langt síðan að Alek Menassian framdi hryðjuverk í borginni þegar hann ók sendiferðabíl niður fjölfarna götu og banaði þannig tíu manns í apríl á þessu ári. Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Toronto ákærður fyrir morð Á Facebook-síðu sem er talin vera morðingjans lofaði hann mann sem myrti fólk við Kaliforníuháskóla árið 2014. 24. apríl 2018 15:09 Tveir látnir eftir kúlnahríð í Kanada Byssumaður og ung kona létust í skotárás í Toronto í Kanada í nótt. 23. júlí 2018 05:13 Viljaverk og mögulega hryðjuverk Kanadíska lögreglan yfirheyrir nú ökumann sendiferðabifreiðarinnar sem ók í gegnum mannþröng á götum Toronto í gær. Tíu eru látnir og fimmtán liggja sárir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bílnum. 24. apríl 2018 06:51 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Tvær ungar stúlkur létust í skotárás í Toronto í gærkvöldi. Ein lést á vettvangi og önnur á sjúkrahúsi í morgunsárið. Þær voru átján og tíu ára gamlar. Árásin átti sér stað klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma í gríska hverfinu í Toronto. Fjöldi fólks sat að snæðingi við veitingastaði götunnar þegar maður vopnaður skammbyssu hóf skothríð. Árásarmaðurinn féll þá í skotbardaga við lögreglu en ekki er ljóst hvort lögreglumenn hafi hæft hann eða hvort hann hafi fallið fyrir eigin hendi. Þrettán eru særð og eru þau á aldrinum 10 til 59 ára. Ýmist eru sár þeirra léttvæg og alvarleg. Borgarstjórn Toronto fundaði í morgun vegna málsins og kenndi John Tory borgarstjóri borgarinnar því um hversu auðvelt er að nálgast skotvopn. „Það eru of margir sem bera byssur í borginni og fylkinu okkar sem ættu ekki að fá að bera þær,“ sagði hann. „Ég hef spurt þeirrar spurningar áður afhverju ætti nokkur manneskja að þurfa að kaupa tíu til tuttugu byssur en núverandi lagaumgjörð heimilar það. Það leiðir að annarri spurningu sem þarf að ræða: Af hverju þarf nokkur manneskja í þessari borg að eiga byssu yfir höfuð.“ Það eina sem er vitað um árásarmanninn er að hann var 29 ára gamall en lögregla rannsakar hver hvatinn að baki árásinni gæti hafa verið og útilokar ekki hryðjuverk. Ekki er langt síðan að Alek Menassian framdi hryðjuverk í borginni þegar hann ók sendiferðabíl niður fjölfarna götu og banaði þannig tíu manns í apríl á þessu ári.
Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Toronto ákærður fyrir morð Á Facebook-síðu sem er talin vera morðingjans lofaði hann mann sem myrti fólk við Kaliforníuháskóla árið 2014. 24. apríl 2018 15:09 Tveir látnir eftir kúlnahríð í Kanada Byssumaður og ung kona létust í skotárás í Toronto í Kanada í nótt. 23. júlí 2018 05:13 Viljaverk og mögulega hryðjuverk Kanadíska lögreglan yfirheyrir nú ökumann sendiferðabifreiðarinnar sem ók í gegnum mannþröng á götum Toronto í gær. Tíu eru látnir og fimmtán liggja sárir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bílnum. 24. apríl 2018 06:51 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Árásarmaðurinn í Toronto ákærður fyrir morð Á Facebook-síðu sem er talin vera morðingjans lofaði hann mann sem myrti fólk við Kaliforníuháskóla árið 2014. 24. apríl 2018 15:09
Tveir látnir eftir kúlnahríð í Kanada Byssumaður og ung kona létust í skotárás í Toronto í Kanada í nótt. 23. júlí 2018 05:13
Viljaverk og mögulega hryðjuverk Kanadíska lögreglan yfirheyrir nú ökumann sendiferðabifreiðarinnar sem ók í gegnum mannþröng á götum Toronto í gær. Tíu eru látnir og fimmtán liggja sárir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bílnum. 24. apríl 2018 06:51