Tíu og átján ára stúlkur látnar eftir árás í Toronto Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. júlí 2018 17:45 Tvær ungar stúlkur létust í skotárás í Toronto í gærkvöldi. Ein lést á vettvangi og önnur á sjúkrahúsi í morgunsárið. Þær voru átján og tíu ára gamlar. Árásin átti sér stað klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma í gríska hverfinu í Toronto. Fjöldi fólks sat að snæðingi við veitingastaði götunnar þegar maður vopnaður skammbyssu hóf skothríð. Árásarmaðurinn féll þá í skotbardaga við lögreglu en ekki er ljóst hvort lögreglumenn hafi hæft hann eða hvort hann hafi fallið fyrir eigin hendi. Þrettán eru særð og eru þau á aldrinum 10 til 59 ára. Ýmist eru sár þeirra léttvæg og alvarleg. Borgarstjórn Toronto fundaði í morgun vegna málsins og kenndi John Tory borgarstjóri borgarinnar því um hversu auðvelt er að nálgast skotvopn. „Það eru of margir sem bera byssur í borginni og fylkinu okkar sem ættu ekki að fá að bera þær,“ sagði hann. „Ég hef spurt þeirrar spurningar áður afhverju ætti nokkur manneskja að þurfa að kaupa tíu til tuttugu byssur en núverandi lagaumgjörð heimilar það. Það leiðir að annarri spurningu sem þarf að ræða: Af hverju þarf nokkur manneskja í þessari borg að eiga byssu yfir höfuð.“ Það eina sem er vitað um árásarmanninn er að hann var 29 ára gamall en lögregla rannsakar hver hvatinn að baki árásinni gæti hafa verið og útilokar ekki hryðjuverk. Ekki er langt síðan að Alek Menassian framdi hryðjuverk í borginni þegar hann ók sendiferðabíl niður fjölfarna götu og banaði þannig tíu manns í apríl á þessu ári. Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Toronto ákærður fyrir morð Á Facebook-síðu sem er talin vera morðingjans lofaði hann mann sem myrti fólk við Kaliforníuháskóla árið 2014. 24. apríl 2018 15:09 Tveir látnir eftir kúlnahríð í Kanada Byssumaður og ung kona létust í skotárás í Toronto í Kanada í nótt. 23. júlí 2018 05:13 Viljaverk og mögulega hryðjuverk Kanadíska lögreglan yfirheyrir nú ökumann sendiferðabifreiðarinnar sem ók í gegnum mannþröng á götum Toronto í gær. Tíu eru látnir og fimmtán liggja sárir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bílnum. 24. apríl 2018 06:51 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Tvær ungar stúlkur létust í skotárás í Toronto í gærkvöldi. Ein lést á vettvangi og önnur á sjúkrahúsi í morgunsárið. Þær voru átján og tíu ára gamlar. Árásin átti sér stað klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma í gríska hverfinu í Toronto. Fjöldi fólks sat að snæðingi við veitingastaði götunnar þegar maður vopnaður skammbyssu hóf skothríð. Árásarmaðurinn féll þá í skotbardaga við lögreglu en ekki er ljóst hvort lögreglumenn hafi hæft hann eða hvort hann hafi fallið fyrir eigin hendi. Þrettán eru særð og eru þau á aldrinum 10 til 59 ára. Ýmist eru sár þeirra léttvæg og alvarleg. Borgarstjórn Toronto fundaði í morgun vegna málsins og kenndi John Tory borgarstjóri borgarinnar því um hversu auðvelt er að nálgast skotvopn. „Það eru of margir sem bera byssur í borginni og fylkinu okkar sem ættu ekki að fá að bera þær,“ sagði hann. „Ég hef spurt þeirrar spurningar áður afhverju ætti nokkur manneskja að þurfa að kaupa tíu til tuttugu byssur en núverandi lagaumgjörð heimilar það. Það leiðir að annarri spurningu sem þarf að ræða: Af hverju þarf nokkur manneskja í þessari borg að eiga byssu yfir höfuð.“ Það eina sem er vitað um árásarmanninn er að hann var 29 ára gamall en lögregla rannsakar hver hvatinn að baki árásinni gæti hafa verið og útilokar ekki hryðjuverk. Ekki er langt síðan að Alek Menassian framdi hryðjuverk í borginni þegar hann ók sendiferðabíl niður fjölfarna götu og banaði þannig tíu manns í apríl á þessu ári.
Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Toronto ákærður fyrir morð Á Facebook-síðu sem er talin vera morðingjans lofaði hann mann sem myrti fólk við Kaliforníuháskóla árið 2014. 24. apríl 2018 15:09 Tveir látnir eftir kúlnahríð í Kanada Byssumaður og ung kona létust í skotárás í Toronto í Kanada í nótt. 23. júlí 2018 05:13 Viljaverk og mögulega hryðjuverk Kanadíska lögreglan yfirheyrir nú ökumann sendiferðabifreiðarinnar sem ók í gegnum mannþröng á götum Toronto í gær. Tíu eru látnir og fimmtán liggja sárir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bílnum. 24. apríl 2018 06:51 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Árásarmaðurinn í Toronto ákærður fyrir morð Á Facebook-síðu sem er talin vera morðingjans lofaði hann mann sem myrti fólk við Kaliforníuháskóla árið 2014. 24. apríl 2018 15:09
Tveir látnir eftir kúlnahríð í Kanada Byssumaður og ung kona létust í skotárás í Toronto í Kanada í nótt. 23. júlí 2018 05:13
Viljaverk og mögulega hryðjuverk Kanadíska lögreglan yfirheyrir nú ökumann sendiferðabifreiðarinnar sem ók í gegnum mannþröng á götum Toronto í gær. Tíu eru látnir og fimmtán liggja sárir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bílnum. 24. apríl 2018 06:51