Viljaverk og mögulega hryðjuverk Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2018 06:51 Alek Minassian er 25 ára gamall. Skjáskot Kanadíska lögreglan yfirheyrir nú ökumann sendiferðabifreiðarinnar sem ók í gegnum mannþröng á götum Toronto í gær. Tíu eru látnir og fimmtán liggja sárir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bílnum. Talið er að hinn 25 ára Alek Minassian, sem grunaður eru um verknaðinn, hafi ekið á fólkið af ásettu ráði. Vitni lýsa því hvernig hann ók á ógnarhraða eftir gangstéttunum og virðist beygja sérstaklega í átt að gangandi vegfarendum, svo hann myndi örugglega hæfa sem flesta. Hvað vakti fyrir Minassian liggur þó ekki fyrir á þessari stundu. Þrátt fyrir að ódæðið hafi verið „hræðilegt“ að sögn þarlendra öryggissérfræðinga er ekki talið það sé til marks um yfirstandandi ógn við þjóðaröryggi Kanada. Rannsókn málsins sé þó ekki lokið og því sé ekkert fullkomlega útilokað á þessari stundu.Sjá einnig: Tíu látnir og fimmtán slasaðir í TorontoMinassian, sem sagður er vera frá bænum Richmond í nágrenni Toronto, hefur ekki áður komist í kast við lögin. Lögreglumenn hafa ekkert viljað gefa upp um hvort þá gruni að Minassian hafi haft einhver tengsl við hryðjuverkahópa erlendis. Sem fyrr segir sé rannsóknin skammt á veg komin og því kann ýmislegt að koma í ljós á næstu dögum og vikum.Hér má sjá brot úr umfjöllun kanadíska ríkissjónvarpsins um málið, þar sem meðal annars er rætt um Alek Minassian.Lögreglan kallar nú eftir vitnum að ódæðinu og segja talsmenn hennar að nú verði kannað hvort Minassian hafi átt sér vitorðsmenn. Kanadísku lögreglumönnunum hefur verið hrósað vestanhafs fyrir það hvernig þeir tóku á málinu. Þeir hafi til að mynda ákveðið að skjóta ekki á Minassian, þrátt fyrir að hann hafi sagst vera vopnaður. Þá fór Minassian jafnframt ítrekað fram á það við lögreglumennina að þeir myndu skjóta hann til bana. Kanadíski forsætisráðherrann Justin Trudeau segist harmi þrunginn eftir árásina, sem hann lýsir sem sorlegri og merkingarlausri. Hann vottar jafnframt eftirlifendum og íbúum Toronto-borgar samúð sína.Hér að neðan má sjá myndband Guardian af atburðarás gærkvöldsins. Tengdar fréttir Bifreið ekið á hóp gangandi fólks í Toronto Sendibíl var ekið inn í hóp gangandi vegfarenda í Toronto nú á sjöunda tímanum. 23. apríl 2018 18:14 Níu látnir og sextán slasaðir í Toronto Minnst níu hafi látið lífið og sextán eru særðir eftir að sendiferðabíl var ekið á gangandi fólk í miðborg Toronto. 23. apríl 2018 21:14 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Kanadíska lögreglan yfirheyrir nú ökumann sendiferðabifreiðarinnar sem ók í gegnum mannþröng á götum Toronto í gær. Tíu eru látnir og fimmtán liggja sárir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bílnum. Talið er að hinn 25 ára Alek Minassian, sem grunaður eru um verknaðinn, hafi ekið á fólkið af ásettu ráði. Vitni lýsa því hvernig hann ók á ógnarhraða eftir gangstéttunum og virðist beygja sérstaklega í átt að gangandi vegfarendum, svo hann myndi örugglega hæfa sem flesta. Hvað vakti fyrir Minassian liggur þó ekki fyrir á þessari stundu. Þrátt fyrir að ódæðið hafi verið „hræðilegt“ að sögn þarlendra öryggissérfræðinga er ekki talið það sé til marks um yfirstandandi ógn við þjóðaröryggi Kanada. Rannsókn málsins sé þó ekki lokið og því sé ekkert fullkomlega útilokað á þessari stundu.Sjá einnig: Tíu látnir og fimmtán slasaðir í TorontoMinassian, sem sagður er vera frá bænum Richmond í nágrenni Toronto, hefur ekki áður komist í kast við lögin. Lögreglumenn hafa ekkert viljað gefa upp um hvort þá gruni að Minassian hafi haft einhver tengsl við hryðjuverkahópa erlendis. Sem fyrr segir sé rannsóknin skammt á veg komin og því kann ýmislegt að koma í ljós á næstu dögum og vikum.Hér má sjá brot úr umfjöllun kanadíska ríkissjónvarpsins um málið, þar sem meðal annars er rætt um Alek Minassian.Lögreglan kallar nú eftir vitnum að ódæðinu og segja talsmenn hennar að nú verði kannað hvort Minassian hafi átt sér vitorðsmenn. Kanadísku lögreglumönnunum hefur verið hrósað vestanhafs fyrir það hvernig þeir tóku á málinu. Þeir hafi til að mynda ákveðið að skjóta ekki á Minassian, þrátt fyrir að hann hafi sagst vera vopnaður. Þá fór Minassian jafnframt ítrekað fram á það við lögreglumennina að þeir myndu skjóta hann til bana. Kanadíski forsætisráðherrann Justin Trudeau segist harmi þrunginn eftir árásina, sem hann lýsir sem sorlegri og merkingarlausri. Hann vottar jafnframt eftirlifendum og íbúum Toronto-borgar samúð sína.Hér að neðan má sjá myndband Guardian af atburðarás gærkvöldsins.
Tengdar fréttir Bifreið ekið á hóp gangandi fólks í Toronto Sendibíl var ekið inn í hóp gangandi vegfarenda í Toronto nú á sjöunda tímanum. 23. apríl 2018 18:14 Níu látnir og sextán slasaðir í Toronto Minnst níu hafi látið lífið og sextán eru særðir eftir að sendiferðabíl var ekið á gangandi fólk í miðborg Toronto. 23. apríl 2018 21:14 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Bifreið ekið á hóp gangandi fólks í Toronto Sendibíl var ekið inn í hóp gangandi vegfarenda í Toronto nú á sjöunda tímanum. 23. apríl 2018 18:14
Níu látnir og sextán slasaðir í Toronto Minnst níu hafi látið lífið og sextán eru særðir eftir að sendiferðabíl var ekið á gangandi fólk í miðborg Toronto. 23. apríl 2018 21:14