Viljaverk og mögulega hryðjuverk Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2018 06:51 Alek Minassian er 25 ára gamall. Skjáskot Kanadíska lögreglan yfirheyrir nú ökumann sendiferðabifreiðarinnar sem ók í gegnum mannþröng á götum Toronto í gær. Tíu eru látnir og fimmtán liggja sárir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bílnum. Talið er að hinn 25 ára Alek Minassian, sem grunaður eru um verknaðinn, hafi ekið á fólkið af ásettu ráði. Vitni lýsa því hvernig hann ók á ógnarhraða eftir gangstéttunum og virðist beygja sérstaklega í átt að gangandi vegfarendum, svo hann myndi örugglega hæfa sem flesta. Hvað vakti fyrir Minassian liggur þó ekki fyrir á þessari stundu. Þrátt fyrir að ódæðið hafi verið „hræðilegt“ að sögn þarlendra öryggissérfræðinga er ekki talið það sé til marks um yfirstandandi ógn við þjóðaröryggi Kanada. Rannsókn málsins sé þó ekki lokið og því sé ekkert fullkomlega útilokað á þessari stundu.Sjá einnig: Tíu látnir og fimmtán slasaðir í TorontoMinassian, sem sagður er vera frá bænum Richmond í nágrenni Toronto, hefur ekki áður komist í kast við lögin. Lögreglumenn hafa ekkert viljað gefa upp um hvort þá gruni að Minassian hafi haft einhver tengsl við hryðjuverkahópa erlendis. Sem fyrr segir sé rannsóknin skammt á veg komin og því kann ýmislegt að koma í ljós á næstu dögum og vikum.Hér má sjá brot úr umfjöllun kanadíska ríkissjónvarpsins um málið, þar sem meðal annars er rætt um Alek Minassian.Lögreglan kallar nú eftir vitnum að ódæðinu og segja talsmenn hennar að nú verði kannað hvort Minassian hafi átt sér vitorðsmenn. Kanadísku lögreglumönnunum hefur verið hrósað vestanhafs fyrir það hvernig þeir tóku á málinu. Þeir hafi til að mynda ákveðið að skjóta ekki á Minassian, þrátt fyrir að hann hafi sagst vera vopnaður. Þá fór Minassian jafnframt ítrekað fram á það við lögreglumennina að þeir myndu skjóta hann til bana. Kanadíski forsætisráðherrann Justin Trudeau segist harmi þrunginn eftir árásina, sem hann lýsir sem sorlegri og merkingarlausri. Hann vottar jafnframt eftirlifendum og íbúum Toronto-borgar samúð sína.Hér að neðan má sjá myndband Guardian af atburðarás gærkvöldsins. Tengdar fréttir Bifreið ekið á hóp gangandi fólks í Toronto Sendibíl var ekið inn í hóp gangandi vegfarenda í Toronto nú á sjöunda tímanum. 23. apríl 2018 18:14 Níu látnir og sextán slasaðir í Toronto Minnst níu hafi látið lífið og sextán eru særðir eftir að sendiferðabíl var ekið á gangandi fólk í miðborg Toronto. 23. apríl 2018 21:14 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Kanadíska lögreglan yfirheyrir nú ökumann sendiferðabifreiðarinnar sem ók í gegnum mannþröng á götum Toronto í gær. Tíu eru látnir og fimmtán liggja sárir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bílnum. Talið er að hinn 25 ára Alek Minassian, sem grunaður eru um verknaðinn, hafi ekið á fólkið af ásettu ráði. Vitni lýsa því hvernig hann ók á ógnarhraða eftir gangstéttunum og virðist beygja sérstaklega í átt að gangandi vegfarendum, svo hann myndi örugglega hæfa sem flesta. Hvað vakti fyrir Minassian liggur þó ekki fyrir á þessari stundu. Þrátt fyrir að ódæðið hafi verið „hræðilegt“ að sögn þarlendra öryggissérfræðinga er ekki talið það sé til marks um yfirstandandi ógn við þjóðaröryggi Kanada. Rannsókn málsins sé þó ekki lokið og því sé ekkert fullkomlega útilokað á þessari stundu.Sjá einnig: Tíu látnir og fimmtán slasaðir í TorontoMinassian, sem sagður er vera frá bænum Richmond í nágrenni Toronto, hefur ekki áður komist í kast við lögin. Lögreglumenn hafa ekkert viljað gefa upp um hvort þá gruni að Minassian hafi haft einhver tengsl við hryðjuverkahópa erlendis. Sem fyrr segir sé rannsóknin skammt á veg komin og því kann ýmislegt að koma í ljós á næstu dögum og vikum.Hér má sjá brot úr umfjöllun kanadíska ríkissjónvarpsins um málið, þar sem meðal annars er rætt um Alek Minassian.Lögreglan kallar nú eftir vitnum að ódæðinu og segja talsmenn hennar að nú verði kannað hvort Minassian hafi átt sér vitorðsmenn. Kanadísku lögreglumönnunum hefur verið hrósað vestanhafs fyrir það hvernig þeir tóku á málinu. Þeir hafi til að mynda ákveðið að skjóta ekki á Minassian, þrátt fyrir að hann hafi sagst vera vopnaður. Þá fór Minassian jafnframt ítrekað fram á það við lögreglumennina að þeir myndu skjóta hann til bana. Kanadíski forsætisráðherrann Justin Trudeau segist harmi þrunginn eftir árásina, sem hann lýsir sem sorlegri og merkingarlausri. Hann vottar jafnframt eftirlifendum og íbúum Toronto-borgar samúð sína.Hér að neðan má sjá myndband Guardian af atburðarás gærkvöldsins.
Tengdar fréttir Bifreið ekið á hóp gangandi fólks í Toronto Sendibíl var ekið inn í hóp gangandi vegfarenda í Toronto nú á sjöunda tímanum. 23. apríl 2018 18:14 Níu látnir og sextán slasaðir í Toronto Minnst níu hafi látið lífið og sextán eru særðir eftir að sendiferðabíl var ekið á gangandi fólk í miðborg Toronto. 23. apríl 2018 21:14 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Bifreið ekið á hóp gangandi fólks í Toronto Sendibíl var ekið inn í hóp gangandi vegfarenda í Toronto nú á sjöunda tímanum. 23. apríl 2018 18:14
Níu látnir og sextán slasaðir í Toronto Minnst níu hafi látið lífið og sextán eru særðir eftir að sendiferðabíl var ekið á gangandi fólk í miðborg Toronto. 23. apríl 2018 21:14