Viljaverk og mögulega hryðjuverk Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2018 06:51 Alek Minassian er 25 ára gamall. Skjáskot Kanadíska lögreglan yfirheyrir nú ökumann sendiferðabifreiðarinnar sem ók í gegnum mannþröng á götum Toronto í gær. Tíu eru látnir og fimmtán liggja sárir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bílnum. Talið er að hinn 25 ára Alek Minassian, sem grunaður eru um verknaðinn, hafi ekið á fólkið af ásettu ráði. Vitni lýsa því hvernig hann ók á ógnarhraða eftir gangstéttunum og virðist beygja sérstaklega í átt að gangandi vegfarendum, svo hann myndi örugglega hæfa sem flesta. Hvað vakti fyrir Minassian liggur þó ekki fyrir á þessari stundu. Þrátt fyrir að ódæðið hafi verið „hræðilegt“ að sögn þarlendra öryggissérfræðinga er ekki talið það sé til marks um yfirstandandi ógn við þjóðaröryggi Kanada. Rannsókn málsins sé þó ekki lokið og því sé ekkert fullkomlega útilokað á þessari stundu.Sjá einnig: Tíu látnir og fimmtán slasaðir í TorontoMinassian, sem sagður er vera frá bænum Richmond í nágrenni Toronto, hefur ekki áður komist í kast við lögin. Lögreglumenn hafa ekkert viljað gefa upp um hvort þá gruni að Minassian hafi haft einhver tengsl við hryðjuverkahópa erlendis. Sem fyrr segir sé rannsóknin skammt á veg komin og því kann ýmislegt að koma í ljós á næstu dögum og vikum.Hér má sjá brot úr umfjöllun kanadíska ríkissjónvarpsins um málið, þar sem meðal annars er rætt um Alek Minassian.Lögreglan kallar nú eftir vitnum að ódæðinu og segja talsmenn hennar að nú verði kannað hvort Minassian hafi átt sér vitorðsmenn. Kanadísku lögreglumönnunum hefur verið hrósað vestanhafs fyrir það hvernig þeir tóku á málinu. Þeir hafi til að mynda ákveðið að skjóta ekki á Minassian, þrátt fyrir að hann hafi sagst vera vopnaður. Þá fór Minassian jafnframt ítrekað fram á það við lögreglumennina að þeir myndu skjóta hann til bana. Kanadíski forsætisráðherrann Justin Trudeau segist harmi þrunginn eftir árásina, sem hann lýsir sem sorlegri og merkingarlausri. Hann vottar jafnframt eftirlifendum og íbúum Toronto-borgar samúð sína.Hér að neðan má sjá myndband Guardian af atburðarás gærkvöldsins. Tengdar fréttir Bifreið ekið á hóp gangandi fólks í Toronto Sendibíl var ekið inn í hóp gangandi vegfarenda í Toronto nú á sjöunda tímanum. 23. apríl 2018 18:14 Níu látnir og sextán slasaðir í Toronto Minnst níu hafi látið lífið og sextán eru særðir eftir að sendiferðabíl var ekið á gangandi fólk í miðborg Toronto. 23. apríl 2018 21:14 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Kanadíska lögreglan yfirheyrir nú ökumann sendiferðabifreiðarinnar sem ók í gegnum mannþröng á götum Toronto í gær. Tíu eru látnir og fimmtán liggja sárir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bílnum. Talið er að hinn 25 ára Alek Minassian, sem grunaður eru um verknaðinn, hafi ekið á fólkið af ásettu ráði. Vitni lýsa því hvernig hann ók á ógnarhraða eftir gangstéttunum og virðist beygja sérstaklega í átt að gangandi vegfarendum, svo hann myndi örugglega hæfa sem flesta. Hvað vakti fyrir Minassian liggur þó ekki fyrir á þessari stundu. Þrátt fyrir að ódæðið hafi verið „hræðilegt“ að sögn þarlendra öryggissérfræðinga er ekki talið það sé til marks um yfirstandandi ógn við þjóðaröryggi Kanada. Rannsókn málsins sé þó ekki lokið og því sé ekkert fullkomlega útilokað á þessari stundu.Sjá einnig: Tíu látnir og fimmtán slasaðir í TorontoMinassian, sem sagður er vera frá bænum Richmond í nágrenni Toronto, hefur ekki áður komist í kast við lögin. Lögreglumenn hafa ekkert viljað gefa upp um hvort þá gruni að Minassian hafi haft einhver tengsl við hryðjuverkahópa erlendis. Sem fyrr segir sé rannsóknin skammt á veg komin og því kann ýmislegt að koma í ljós á næstu dögum og vikum.Hér má sjá brot úr umfjöllun kanadíska ríkissjónvarpsins um málið, þar sem meðal annars er rætt um Alek Minassian.Lögreglan kallar nú eftir vitnum að ódæðinu og segja talsmenn hennar að nú verði kannað hvort Minassian hafi átt sér vitorðsmenn. Kanadísku lögreglumönnunum hefur verið hrósað vestanhafs fyrir það hvernig þeir tóku á málinu. Þeir hafi til að mynda ákveðið að skjóta ekki á Minassian, þrátt fyrir að hann hafi sagst vera vopnaður. Þá fór Minassian jafnframt ítrekað fram á það við lögreglumennina að þeir myndu skjóta hann til bana. Kanadíski forsætisráðherrann Justin Trudeau segist harmi þrunginn eftir árásina, sem hann lýsir sem sorlegri og merkingarlausri. Hann vottar jafnframt eftirlifendum og íbúum Toronto-borgar samúð sína.Hér að neðan má sjá myndband Guardian af atburðarás gærkvöldsins.
Tengdar fréttir Bifreið ekið á hóp gangandi fólks í Toronto Sendibíl var ekið inn í hóp gangandi vegfarenda í Toronto nú á sjöunda tímanum. 23. apríl 2018 18:14 Níu látnir og sextán slasaðir í Toronto Minnst níu hafi látið lífið og sextán eru særðir eftir að sendiferðabíl var ekið á gangandi fólk í miðborg Toronto. 23. apríl 2018 21:14 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Bifreið ekið á hóp gangandi fólks í Toronto Sendibíl var ekið inn í hóp gangandi vegfarenda í Toronto nú á sjöunda tímanum. 23. apríl 2018 18:14
Níu látnir og sextán slasaðir í Toronto Minnst níu hafi látið lífið og sextán eru særðir eftir að sendiferðabíl var ekið á gangandi fólk í miðborg Toronto. 23. apríl 2018 21:14