Enski boltinn

Sir Alex þakkar stuðninginn: „Sé ykkur á Old Trafford í vetur“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sir Alex Ferguson lyfti þessum bikar 13 sinnum sem stjóri Manchester United.
Sir Alex Ferguson lyfti þessum bikar 13 sinnum sem stjóri Manchester United. vísir/getty
Sir Alex Ferguson, einn sigursælasti þjálfari knattspyrnusögunnar, fékk heilablóðfall í maímánuði. Hann sendi frá sér stutt myndband í dag þar sem hann þakkar fyrir stuðninginn.

„Laugardaginn 5. maí skalf fótboltaheimurinn af fréttum þess efnis að Sir Alex Ferguson hefði gengist undir aðgerð vegna heilablóðfalls. Síðan þá hefur þessi sigursælasti knattspyrnustjóri Englands barist eins og honum einum er lagið. Í dag sendum við ykkur sérstök skilaboð,“ sagði í færslu sem Manchester United sendi á Twitter aðgangi sínum.

Með í færslunni var stutt myndband þar sem Sir Alex þakkaði starfsfólki spítalanna og sagði að án þeirra væri hann ekki hér í dag. Þá þakkaði hann heimsbyggðinni fyrir stuðninginn og sendi Jose Mourinho og leikmönnum United góða strauma. Hann sagðist myndu mæta aftur í stúkuna á Old Trafford í vetur, en Skotinn hefur verið fastagestur á leikjum United síðan hann hætti þjálfun.





Sir Alex var knattspyrnustjóri Manchester United frá 1986 til 2013. Undir hans stjórn vann liðið 13 Englandsmeistaratitla, Meistaradeild Evrópu tvisvar og ensku bikarkeppnina þrisvar sinnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×