Enski boltinn

Ferguson fluttur á sjúkrahús þungt haldinn vegna heilablóðfalls

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ferguson er þungt haldinn.
Ferguson er þungt haldinn. vísir/afp
Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi en fjölmiðlar á Bretlandi greina frá þessu.

Sir Alex var fluttur í flýti á spítala en Ferguson ku vera þungt haldinn. Ferguson fékk heilablóðfall og mun gangast undir aðgerð síðar í kvöld.

Sonur Ferguson, Darren Ferguson, stýrði Doncaster ekki gegn Wigan í ensku C-deildinni í dag vegna fjölskylduaðstæðna.

Manchester United hefur staðfest þessar fregnir en þeir segja að aðgerðin hafi gengið vel. Nú þurfi hann hins vegar tíma til að jafna sig. 

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×