Pósturinn hverfur úr miðborginni eftir 150 ára veru þar Heimir Már Pétursson skrifar 26. júlí 2018 20:30 Forstjóri Íslandspósts segir að reikna megi með frekari fækkunum pósthúsa á höfuðborgarsvæðinu í framtíðinni en pósthúsin í Austurstræti og á Eiðistorgi verða lögð af í nóvember og sameinuð í Bændahöllinni. Ófullnægjandi aðgangur fyrir fatlaða, aðra viðskiptavini sem og aðföng í Austurstræti kalli á breytingar. Innan nokkurra mánaða lýkur um 150 ára sögu pósthúsþjónustu við samnefnt stræti, Pósthússtræti, þegar starfsemin í pósthúsinu á horninu við Auasturstræti verður lögð af. En þjónustuna á að flytja í Bændahöllina á hótel Sögu. Sama er að segja um pósthúsið á Eiðistorgi. Það verður lagt af og þjónustan færð í Bændahöllina. Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir margar ástæður fyrir þessari ákvörðun, meðal annars að leigusamningur í gamla pósthúsinu sé að renna út. Það sé dýrt að leigja í Kvosinni. „Og við ákváðum að flytja okkur héðan fyrst og fremst vegna þess að aðstaðan hér er ekki fullnægjandi. Hvorki fyrir flutningabíla sem þurfa að koma hingað með mikið og vaxandi magn af þyngri sendingum. Svo heldur ekki fyrir fatlaða eða hreyfihamlaða. Þannig að það var svo sem ekkert annað inni í myndinni en að færa sig um set,“ segir Ingimundur. Þá verður Pósthúsinu í verslunarmiðstöðinni á Eiðistorgi einnig lokað og sameinað miðborgar pósthúsinu í Bændahöllinni. Margir eiga hins vegar eflaust eftir að sakna gamla póshússins. „Já það er náttúrlega ákveðin stemming sem hefur hvílt yfir þessari starfsemi hér. Því er ekki að neita og auðvitað saknar maður hennar,“ segir Ingimundur. Aftur á móti sé Íslandspóstur í samstarfi við fjölda fyrirtækja í miðborginni um sölu frímerkja og móttöku á sendingum og síðan séu póstkassar víða. Starfsfólki í miðborginni og á Eiðistorgi verði ekki sagt upp og fái vinnu áfram ýmist í Bændahöllinni eða annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. En í Bændahöllinni muni Pósturinn samnýta húsnæði með Arion banka. Pósthúsum fækkar úr níu í átta á höfuðborgarsvæðinu með breytingunum og gæti fækkað meira. „Það eru breytingar í þessu umhverfi, miklar. Við höfum til dæmis verið að setja upp fjölmörg póstbox á höfuðborgarsvæðinu sem léttir nokkuð á afgreiðslunni. Þannig að það er full ástæða til að gera ráð fyrir breytingum í framtíðinni,“ segir forstjóri Íslandspósts. Tengdar fréttir Pósturinn fækkar útburðardögum í þéttbýli Pósturinn hefur ákveðið að fækka dreifingardögum bréfapósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar næstkomandi. 7. nóvember 2017 10:04 Pósturinn útilokar ekki uppsagnir Pósturinn útilokar ekki að nauðsynlegt verði að grípa til uppsagna í tengslum við fækkun dreifingardaga fyrirtækisins í þéttbýli. 7. nóvember 2017 11:32 Pósturinn hættir með skeytaþjónustu Forstjórinn segir þjónustuna varla standa undir sér. 18. júlí 2018 19:12 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Forstjóri Íslandspósts segir að reikna megi með frekari fækkunum pósthúsa á höfuðborgarsvæðinu í framtíðinni en pósthúsin í Austurstræti og á Eiðistorgi verða lögð af í nóvember og sameinuð í Bændahöllinni. Ófullnægjandi aðgangur fyrir fatlaða, aðra viðskiptavini sem og aðföng í Austurstræti kalli á breytingar. Innan nokkurra mánaða lýkur um 150 ára sögu pósthúsþjónustu við samnefnt stræti, Pósthússtræti, þegar starfsemin í pósthúsinu á horninu við Auasturstræti verður lögð af. En þjónustuna á að flytja í Bændahöllina á hótel Sögu. Sama er að segja um pósthúsið á Eiðistorgi. Það verður lagt af og þjónustan færð í Bændahöllina. Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir margar ástæður fyrir þessari ákvörðun, meðal annars að leigusamningur í gamla pósthúsinu sé að renna út. Það sé dýrt að leigja í Kvosinni. „Og við ákváðum að flytja okkur héðan fyrst og fremst vegna þess að aðstaðan hér er ekki fullnægjandi. Hvorki fyrir flutningabíla sem þurfa að koma hingað með mikið og vaxandi magn af þyngri sendingum. Svo heldur ekki fyrir fatlaða eða hreyfihamlaða. Þannig að það var svo sem ekkert annað inni í myndinni en að færa sig um set,“ segir Ingimundur. Þá verður Pósthúsinu í verslunarmiðstöðinni á Eiðistorgi einnig lokað og sameinað miðborgar pósthúsinu í Bændahöllinni. Margir eiga hins vegar eflaust eftir að sakna gamla póshússins. „Já það er náttúrlega ákveðin stemming sem hefur hvílt yfir þessari starfsemi hér. Því er ekki að neita og auðvitað saknar maður hennar,“ segir Ingimundur. Aftur á móti sé Íslandspóstur í samstarfi við fjölda fyrirtækja í miðborginni um sölu frímerkja og móttöku á sendingum og síðan séu póstkassar víða. Starfsfólki í miðborginni og á Eiðistorgi verði ekki sagt upp og fái vinnu áfram ýmist í Bændahöllinni eða annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. En í Bændahöllinni muni Pósturinn samnýta húsnæði með Arion banka. Pósthúsum fækkar úr níu í átta á höfuðborgarsvæðinu með breytingunum og gæti fækkað meira. „Það eru breytingar í þessu umhverfi, miklar. Við höfum til dæmis verið að setja upp fjölmörg póstbox á höfuðborgarsvæðinu sem léttir nokkuð á afgreiðslunni. Þannig að það er full ástæða til að gera ráð fyrir breytingum í framtíðinni,“ segir forstjóri Íslandspósts.
Tengdar fréttir Pósturinn fækkar útburðardögum í þéttbýli Pósturinn hefur ákveðið að fækka dreifingardögum bréfapósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar næstkomandi. 7. nóvember 2017 10:04 Pósturinn útilokar ekki uppsagnir Pósturinn útilokar ekki að nauðsynlegt verði að grípa til uppsagna í tengslum við fækkun dreifingardaga fyrirtækisins í þéttbýli. 7. nóvember 2017 11:32 Pósturinn hættir með skeytaþjónustu Forstjórinn segir þjónustuna varla standa undir sér. 18. júlí 2018 19:12 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Pósturinn fækkar útburðardögum í þéttbýli Pósturinn hefur ákveðið að fækka dreifingardögum bréfapósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar næstkomandi. 7. nóvember 2017 10:04
Pósturinn útilokar ekki uppsagnir Pósturinn útilokar ekki að nauðsynlegt verði að grípa til uppsagna í tengslum við fækkun dreifingardaga fyrirtækisins í þéttbýli. 7. nóvember 2017 11:32
Pósturinn hættir með skeytaþjónustu Forstjórinn segir þjónustuna varla standa undir sér. 18. júlí 2018 19:12