Pósturinn hverfur úr miðborginni eftir 150 ára veru þar Heimir Már Pétursson skrifar 26. júlí 2018 20:30 Forstjóri Íslandspósts segir að reikna megi með frekari fækkunum pósthúsa á höfuðborgarsvæðinu í framtíðinni en pósthúsin í Austurstræti og á Eiðistorgi verða lögð af í nóvember og sameinuð í Bændahöllinni. Ófullnægjandi aðgangur fyrir fatlaða, aðra viðskiptavini sem og aðföng í Austurstræti kalli á breytingar. Innan nokkurra mánaða lýkur um 150 ára sögu pósthúsþjónustu við samnefnt stræti, Pósthússtræti, þegar starfsemin í pósthúsinu á horninu við Auasturstræti verður lögð af. En þjónustuna á að flytja í Bændahöllina á hótel Sögu. Sama er að segja um pósthúsið á Eiðistorgi. Það verður lagt af og þjónustan færð í Bændahöllina. Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir margar ástæður fyrir þessari ákvörðun, meðal annars að leigusamningur í gamla pósthúsinu sé að renna út. Það sé dýrt að leigja í Kvosinni. „Og við ákváðum að flytja okkur héðan fyrst og fremst vegna þess að aðstaðan hér er ekki fullnægjandi. Hvorki fyrir flutningabíla sem þurfa að koma hingað með mikið og vaxandi magn af þyngri sendingum. Svo heldur ekki fyrir fatlaða eða hreyfihamlaða. Þannig að það var svo sem ekkert annað inni í myndinni en að færa sig um set,“ segir Ingimundur. Þá verður Pósthúsinu í verslunarmiðstöðinni á Eiðistorgi einnig lokað og sameinað miðborgar pósthúsinu í Bændahöllinni. Margir eiga hins vegar eflaust eftir að sakna gamla póshússins. „Já það er náttúrlega ákveðin stemming sem hefur hvílt yfir þessari starfsemi hér. Því er ekki að neita og auðvitað saknar maður hennar,“ segir Ingimundur. Aftur á móti sé Íslandspóstur í samstarfi við fjölda fyrirtækja í miðborginni um sölu frímerkja og móttöku á sendingum og síðan séu póstkassar víða. Starfsfólki í miðborginni og á Eiðistorgi verði ekki sagt upp og fái vinnu áfram ýmist í Bændahöllinni eða annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. En í Bændahöllinni muni Pósturinn samnýta húsnæði með Arion banka. Pósthúsum fækkar úr níu í átta á höfuðborgarsvæðinu með breytingunum og gæti fækkað meira. „Það eru breytingar í þessu umhverfi, miklar. Við höfum til dæmis verið að setja upp fjölmörg póstbox á höfuðborgarsvæðinu sem léttir nokkuð á afgreiðslunni. Þannig að það er full ástæða til að gera ráð fyrir breytingum í framtíðinni,“ segir forstjóri Íslandspósts. Tengdar fréttir Pósturinn fækkar útburðardögum í þéttbýli Pósturinn hefur ákveðið að fækka dreifingardögum bréfapósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar næstkomandi. 7. nóvember 2017 10:04 Pósturinn útilokar ekki uppsagnir Pósturinn útilokar ekki að nauðsynlegt verði að grípa til uppsagna í tengslum við fækkun dreifingardaga fyrirtækisins í þéttbýli. 7. nóvember 2017 11:32 Pósturinn hættir með skeytaþjónustu Forstjórinn segir þjónustuna varla standa undir sér. 18. júlí 2018 19:12 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Sjá meira
Forstjóri Íslandspósts segir að reikna megi með frekari fækkunum pósthúsa á höfuðborgarsvæðinu í framtíðinni en pósthúsin í Austurstræti og á Eiðistorgi verða lögð af í nóvember og sameinuð í Bændahöllinni. Ófullnægjandi aðgangur fyrir fatlaða, aðra viðskiptavini sem og aðföng í Austurstræti kalli á breytingar. Innan nokkurra mánaða lýkur um 150 ára sögu pósthúsþjónustu við samnefnt stræti, Pósthússtræti, þegar starfsemin í pósthúsinu á horninu við Auasturstræti verður lögð af. En þjónustuna á að flytja í Bændahöllina á hótel Sögu. Sama er að segja um pósthúsið á Eiðistorgi. Það verður lagt af og þjónustan færð í Bændahöllina. Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir margar ástæður fyrir þessari ákvörðun, meðal annars að leigusamningur í gamla pósthúsinu sé að renna út. Það sé dýrt að leigja í Kvosinni. „Og við ákváðum að flytja okkur héðan fyrst og fremst vegna þess að aðstaðan hér er ekki fullnægjandi. Hvorki fyrir flutningabíla sem þurfa að koma hingað með mikið og vaxandi magn af þyngri sendingum. Svo heldur ekki fyrir fatlaða eða hreyfihamlaða. Þannig að það var svo sem ekkert annað inni í myndinni en að færa sig um set,“ segir Ingimundur. Þá verður Pósthúsinu í verslunarmiðstöðinni á Eiðistorgi einnig lokað og sameinað miðborgar pósthúsinu í Bændahöllinni. Margir eiga hins vegar eflaust eftir að sakna gamla póshússins. „Já það er náttúrlega ákveðin stemming sem hefur hvílt yfir þessari starfsemi hér. Því er ekki að neita og auðvitað saknar maður hennar,“ segir Ingimundur. Aftur á móti sé Íslandspóstur í samstarfi við fjölda fyrirtækja í miðborginni um sölu frímerkja og móttöku á sendingum og síðan séu póstkassar víða. Starfsfólki í miðborginni og á Eiðistorgi verði ekki sagt upp og fái vinnu áfram ýmist í Bændahöllinni eða annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. En í Bændahöllinni muni Pósturinn samnýta húsnæði með Arion banka. Pósthúsum fækkar úr níu í átta á höfuðborgarsvæðinu með breytingunum og gæti fækkað meira. „Það eru breytingar í þessu umhverfi, miklar. Við höfum til dæmis verið að setja upp fjölmörg póstbox á höfuðborgarsvæðinu sem léttir nokkuð á afgreiðslunni. Þannig að það er full ástæða til að gera ráð fyrir breytingum í framtíðinni,“ segir forstjóri Íslandspósts.
Tengdar fréttir Pósturinn fækkar útburðardögum í þéttbýli Pósturinn hefur ákveðið að fækka dreifingardögum bréfapósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar næstkomandi. 7. nóvember 2017 10:04 Pósturinn útilokar ekki uppsagnir Pósturinn útilokar ekki að nauðsynlegt verði að grípa til uppsagna í tengslum við fækkun dreifingardaga fyrirtækisins í þéttbýli. 7. nóvember 2017 11:32 Pósturinn hættir með skeytaþjónustu Forstjórinn segir þjónustuna varla standa undir sér. 18. júlí 2018 19:12 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Sjá meira
Pósturinn fækkar útburðardögum í þéttbýli Pósturinn hefur ákveðið að fækka dreifingardögum bréfapósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar næstkomandi. 7. nóvember 2017 10:04
Pósturinn útilokar ekki uppsagnir Pósturinn útilokar ekki að nauðsynlegt verði að grípa til uppsagna í tengslum við fækkun dreifingardaga fyrirtækisins í þéttbýli. 7. nóvember 2017 11:32
Pósturinn hættir með skeytaþjónustu Forstjórinn segir þjónustuna varla standa undir sér. 18. júlí 2018 19:12