Pósturinn fækkar útburðardögum í þéttbýli Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2017 10:04 Í tilkynningu kemur fram að bréfum hafi fækkað mjög á undanförnum árum eða um 52 prósent frá árinu 2007 og heil sjö prósent það sem af er þessu ári. Vísir/ernir Pósturinn hefur ákveðið að fækka dreifingardögum bréfapósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar næstkomandi. Í tilkynningu kemur fram að bréfum hafi fækkað mjög á undanförnum árum eða um 52 prósent frá árinu 2007 og heil sjö prósent það sem af er þessu ári. „Í reglugerð um póstþjónustu er kveðið á um heimild til þess að fækka dreifingardögum ef eftirspurn almennings og fyrirtækja á þjónustunni hafi minnkað verulega og er ekki í samræmi við framboð hennar. Minnkandi eftirspurn eftir bréfadreifingu kallar á að Pósturinn feti í fótspor póstfyrirtækja í nágrannalöndunum og fækki dreifingardögum. Búið er að tilkynna Póst- og fjarskiptastofnun um fyrirhugaða breytingu og er málið nú þar til meðferðar. Á síðasta ári var hætt að bera póst út daglega í dreifbýli og verður því tíðni bréfadreifingar hin sama um allt land þegar breytingin tekur gildi 1. febrúar.Um 70% bréfapósts er nú þegar B-póstur sem dreift er innan þriggja daga Legið hefur fyrir um nokkra hríð að eftirspurn eftir því að senda bréf sem borin eru út strax næsta dag sé ekki lengur næg til að standa undir óbreyttu þjónustustigi. Breytingin felur í sér að hér eftir verður svokallaður A-póstur, sem hefur verið borinn út daglega, ekki lengur í boði. Þess í stað verður öllum almennum bréfum dreift á næstu þremur virku dögum eftir póstlagningu líkt og gert er með B-póst. Nú þegar eru um 70% af bréfapósti B-póstur. Þeir sem það kjósa geta eftir sem áður sent bréf sem dreift er næsta virka dag en þau heyra þá undir vöruflokkinn „rekjanleg bréf“. Pökkum verður áfram dreift alla virka daga en mikill vöxtur er í pakkasendingum hér á landi samhliða aukinni netverslun. Mun Pósturinn efla enn frekar þjónustu sína á því sviði í takt við óskir og eftirspurn viðskiptavina. Má þar nefna laugardagsdreifingu á pakkasendingum sem hófst á höfuðborgarsvæðinu nú í nóvember,“ segir í tilkynningunni. Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Íslandspósts, segir að bréfum hafi fækkað um meira en helming á liðnum áratug þrátt fyrir fólksfjölgun á sama tíma. Því fylgi aukinn kostnaður á hvert sent bréf. „Þessi þróun hefur lengi verið fyrirséð, enda bjóðast nú margir hraðvirkari og einfaldari samskiptamátar en bréfasendingar. Það er skiljanlegt að einhverjir muni sakna þess að fá ekki lengur daglega heimsókn frá bréfberanum, en þjónusta Póstsins þarf, rétt eins og þjónusta annarra fyrirtækja, að breytast í takt við nýja tíma. Pósturinn var bréfafyrirtæki sem bauð einnig pakkasendingar en er í dag pakkafyrirtæki sem býður líka upp á bréfasendingar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við gerum breytingar sem þessar enda hefur fyrirtækið þurft að bregðast við nýrri samskiptatækni og hefur breytt starfseminni jafnt og þétt í samræmi við breyttar þarfir og óskir viðskiptavina. Þörfin fyrir bréfadreifingu hefur minnkað mikið með nýjum boðleiðum og sú þróun mun halda áfram. Um leið vill fólk fá pakkasendingar til sín svo hratt sem mögulegt er og leggjum við áherslu á að bregðast fljótt og vel við þeim óskum um þjónustu Póstsins,” segir Brynjar Smári. Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Pósturinn hefur ákveðið að fækka dreifingardögum bréfapósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar næstkomandi. Í tilkynningu kemur fram að bréfum hafi fækkað mjög á undanförnum árum eða um 52 prósent frá árinu 2007 og heil sjö prósent það sem af er þessu ári. „Í reglugerð um póstþjónustu er kveðið á um heimild til þess að fækka dreifingardögum ef eftirspurn almennings og fyrirtækja á þjónustunni hafi minnkað verulega og er ekki í samræmi við framboð hennar. Minnkandi eftirspurn eftir bréfadreifingu kallar á að Pósturinn feti í fótspor póstfyrirtækja í nágrannalöndunum og fækki dreifingardögum. Búið er að tilkynna Póst- og fjarskiptastofnun um fyrirhugaða breytingu og er málið nú þar til meðferðar. Á síðasta ári var hætt að bera póst út daglega í dreifbýli og verður því tíðni bréfadreifingar hin sama um allt land þegar breytingin tekur gildi 1. febrúar.Um 70% bréfapósts er nú þegar B-póstur sem dreift er innan þriggja daga Legið hefur fyrir um nokkra hríð að eftirspurn eftir því að senda bréf sem borin eru út strax næsta dag sé ekki lengur næg til að standa undir óbreyttu þjónustustigi. Breytingin felur í sér að hér eftir verður svokallaður A-póstur, sem hefur verið borinn út daglega, ekki lengur í boði. Þess í stað verður öllum almennum bréfum dreift á næstu þremur virku dögum eftir póstlagningu líkt og gert er með B-póst. Nú þegar eru um 70% af bréfapósti B-póstur. Þeir sem það kjósa geta eftir sem áður sent bréf sem dreift er næsta virka dag en þau heyra þá undir vöruflokkinn „rekjanleg bréf“. Pökkum verður áfram dreift alla virka daga en mikill vöxtur er í pakkasendingum hér á landi samhliða aukinni netverslun. Mun Pósturinn efla enn frekar þjónustu sína á því sviði í takt við óskir og eftirspurn viðskiptavina. Má þar nefna laugardagsdreifingu á pakkasendingum sem hófst á höfuðborgarsvæðinu nú í nóvember,“ segir í tilkynningunni. Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Íslandspósts, segir að bréfum hafi fækkað um meira en helming á liðnum áratug þrátt fyrir fólksfjölgun á sama tíma. Því fylgi aukinn kostnaður á hvert sent bréf. „Þessi þróun hefur lengi verið fyrirséð, enda bjóðast nú margir hraðvirkari og einfaldari samskiptamátar en bréfasendingar. Það er skiljanlegt að einhverjir muni sakna þess að fá ekki lengur daglega heimsókn frá bréfberanum, en þjónusta Póstsins þarf, rétt eins og þjónusta annarra fyrirtækja, að breytast í takt við nýja tíma. Pósturinn var bréfafyrirtæki sem bauð einnig pakkasendingar en er í dag pakkafyrirtæki sem býður líka upp á bréfasendingar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við gerum breytingar sem þessar enda hefur fyrirtækið þurft að bregðast við nýrri samskiptatækni og hefur breytt starfseminni jafnt og þétt í samræmi við breyttar þarfir og óskir viðskiptavina. Þörfin fyrir bréfadreifingu hefur minnkað mikið með nýjum boðleiðum og sú þróun mun halda áfram. Um leið vill fólk fá pakkasendingar til sín svo hratt sem mögulegt er og leggjum við áherslu á að bregðast fljótt og vel við þeim óskum um þjónustu Póstsins,” segir Brynjar Smári.
Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira