Enski boltinn

Benitez vill setjast að í Newcastle

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Rafa Benitez líður vel í Newcastle
Rafa Benitez líður vel í Newcastle vísir/getty

Knattspyrnustjórinn umdeildi, Rafa Benitez, sér mikla möguleika í framtíð Newcastle United og vonast til að ílengjast hjá félaginu.

Það kom mörgum í opna skjöldu þegar þessi klóki Spánverji tók við Newcastle í mars 2016 en þá var liðið í fallsæti ensku úrvalsdeildarinnar og Benitez hafði eingöngu stýrt stórliðum frá árinu aldamótum; Valencia, Liverpool, Inter, Chelsea, Napoli og Real Madrid.

Benitez tókst ekki að afstýra falli hjá Newcastle en hélt áfram að stýra liðinu og kom því strax aftur upp í úrvalsdeildina, þar sem liðið hafnaði í 10.sæti á síðustu leiktíð.

„Ég vil helst vera hér í 5-10 ár því ég sé efniviðinn sem býr í þessu félagi með stuðningsmennina og borgina á bak við sig. Það þurfa allir að róa í sömu átt.“

„En til þess að það gerist verðum við að gera hlutina eins og ég trúi því að þeir eigi að vera gerðir í knattspyrnufélögum,“ segir Benitez ákveðinn.

Newcastle hefur gengið frá kaupum á þremur leikmönnum í sumar; Ki Sung-Yueng er kominn frá Swansea og þeir Martin Dubravka og Kenedy, sem voru á láni hjá liðinu á síðustu leiktíð, eru nú alkomnir til félagsins.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.