Enski boltinn

Benitez vill setjast að í Newcastle

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Rafa Benitez líður vel í Newcastle
Rafa Benitez líður vel í Newcastle vísir/getty
Knattspyrnustjórinn umdeildi, Rafa Benitez, sér mikla möguleika í framtíð Newcastle United og vonast til að ílengjast hjá félaginu.

Það kom mörgum í opna skjöldu þegar þessi klóki Spánverji tók við Newcastle í mars 2016 en þá var liðið í fallsæti ensku úrvalsdeildarinnar og Benitez hafði eingöngu stýrt stórliðum frá árinu aldamótum; Valencia, Liverpool, Inter, Chelsea, Napoli og Real Madrid.

Benitez tókst ekki að afstýra falli hjá Newcastle en hélt áfram að stýra liðinu og kom því strax aftur upp í úrvalsdeildina, þar sem liðið hafnaði í 10.sæti á síðustu leiktíð.

„Ég vil helst vera hér í 5-10 ár því ég sé efniviðinn sem býr í þessu félagi með stuðningsmennina og borgina á bak við sig. Það þurfa allir að róa í sömu átt.“

„En til þess að það gerist verðum við að gera hlutina eins og ég trúi því að þeir eigi að vera gerðir í knattspyrnufélögum,“ segir Benitez ákveðinn.

Newcastle hefur gengið frá kaupum á þremur leikmönnum í sumar; Ki Sung-Yueng er kominn frá Swansea og þeir Martin Dubravka og Kenedy, sem voru á láni hjá liðinu á síðustu leiktíð, eru nú alkomnir til félagsins.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×