Enski boltinn

Liverpool búið að gera tilboð í Shaqiri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Getur þessi spjarað sig hjá Liverpool?
Getur þessi spjarað sig hjá Liverpool? Vísir/Getty
Allar líkur eru taldar á því að Xerdan Shaqiri verði orðinn leikmaður Liverpool áður en sumarið klárast en samkvæmt fréttum frá Englandi hefur Liverpool hafið viðræður við Stoke um kaupverð.

Stoke féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og í kjölfarið er talið að Stoke neyðist til að taka 13 milljón punda tilboði í Shaqiri vegna klásúlu í samningi kappans.

Liverpool hefur lengi haft augastað á Shaqiri en það kom mörgum á óvart þegar hann gekk í raðir Stoke árið 2015 eftir að hafa spilað með Basel, Bayern Munchen og Inter Milan.

Shaqiri er 26 ára gamall og hefur verið í lykilhlutverki í sóknarleik Stoke undanfarin ár. Hann skoraði átta mörk í 36 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Fari svo að Liverpool klári kaupin á Shaqiri verður hann þriðja viðbótin við aðallið félagsins í sumar en þeir Fabinho og Naby Keita gengu í raðir Liverpool fyrr í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×