Enski boltinn

Liverpool búið að gera tilboð í Shaqiri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Getur þessi spjarað sig hjá Liverpool?
Getur þessi spjarað sig hjá Liverpool? Vísir/Getty

Allar líkur eru taldar á því að Xerdan Shaqiri verði orðinn leikmaður Liverpool áður en sumarið klárast en samkvæmt fréttum frá Englandi hefur Liverpool hafið viðræður við Stoke um kaupverð.

Stoke féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og í kjölfarið er talið að Stoke neyðist til að taka 13 milljón punda tilboði í Shaqiri vegna klásúlu í samningi kappans.

Liverpool hefur lengi haft augastað á Shaqiri en það kom mörgum á óvart þegar hann gekk í raðir Stoke árið 2015 eftir að hafa spilað með Basel, Bayern Munchen og Inter Milan.

Shaqiri er 26 ára gamall og hefur verið í lykilhlutverki í sóknarleik Stoke undanfarin ár. Hann skoraði átta mörk í 36 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Fari svo að Liverpool klári kaupin á Shaqiri verður hann þriðja viðbótin við aðallið félagsins í sumar en þeir Fabinho og Naby Keita gengu í raðir Liverpool fyrr í sumar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.