Merkel svarar fyrir sig eftir gagnrýni Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júlí 2018 16:30 Angela Merkel lætur orð Bandaríkjaforseta ekki hafa of mikil áhrif á sig. Vísir/Getty Angela Merkel, kanslari Þýskalands, gefur lítið fyrir ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að stjórnvöld í Berlín séu „strengjabrúður Rússa“. Hún segir Þjóðverja hafa reynslu af því að vera undir hæl yfirvalda í Moskvu en sú sé ekki raunin nú. BBC greinir frá.Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins (NATO), sem nú stendur yfir í Brussel. Sagði Trump að samband Þýskalands og Rússlands væri „óviðeigandi“ í ljósi þess hversu mikla orku Þjóðverjar keyptu af Rússum.Trump kvartaði á fundinum í morgun yfir því að fjölmargir framámenn í þýskum stjórnmálum hafi sagt skilið við pólítíkina og farið að vinna fyrir rússnesk orkufyrirtæki. Það þætti honum einnig gríðarlega óviðeigandi. „Þýskaland er undir fullkominni stjórn Rússlands,“ sagði Trump.Vísaði til yfirráða Sovétríkjanna yfir Austur-Þýskalandi „Ég vil bara segja að ég hef reynslu af því þegar hluta Þýskalands var stjórnað af Sovétríkjunum,“ sagði Merkel sem ólst upp í Austur-Þýskalandi. Sagðist hún vera mjög hamingjusöm yfir því að Austur- og Vestur-Þýskaland hafi sameinast um það frelsi sem nú ríki í hinu sameinaða Þýskalandi. „Vegna þess getum við sagt að við ákveðum sjálf okkar stefnu og tökum sjálfstæðar ákvarðarnir,“ sagði Merkel við viðstadda blaðamenn. „Það er mjög gott, sérstaklega fyrir þá sem búa í austuhluta Þýskalands.“ Árásir Trump á Þýskaland eru raktar til óánægju hans með framlög stjórnvalda í Berlín til NATO-samstarfsins. Bandaríkjaforseti telur ótækt að ríki hans greiði langstærstan hluta kostnaðarins, sérstaklega í ljósi þess að Þjóðverjar verji aðeins um einu prósenti af þjóðarframleiðslu sinni til varnarmála, samanborið við 3,5 prósent Bandaríkjanna. Þjóðverjar hafa í hyggju að tvöfalda framlag sitt til varnarmála fyrir árið 2030 og varði Merkel framlag Þýskalands til NATO. „Við tökum enn þátt í aðgerðum í Afganistan af miklum krafti og þar af leiðandi verjum við líka hagsmuni Bandaríkjanna. Það er Þýskalandi ánægja að gera það og við gerum það af heilum hug,“ sagði Merkel. Donald Trump NATO Tengdar fréttir Katrín telur leiðtoga NATO eiga að tala um fleira en hernaðarútgjöld Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpar leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel síðar í dag eins og aðrir leiðtogar bandalagsins. 11. júlí 2018 13:19 Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03 Trump telur fundinn með Pútín auðveldari en með bandamönnum Bandaríkjaforseti heldur áfram að gagnrýna bandamenn fyrir viku funda með þeim og Pútín Rússlandsforseta. 10. júlí 2018 12:57 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fleiri fréttir Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, gefur lítið fyrir ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að stjórnvöld í Berlín séu „strengjabrúður Rússa“. Hún segir Þjóðverja hafa reynslu af því að vera undir hæl yfirvalda í Moskvu en sú sé ekki raunin nú. BBC greinir frá.Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins (NATO), sem nú stendur yfir í Brussel. Sagði Trump að samband Þýskalands og Rússlands væri „óviðeigandi“ í ljósi þess hversu mikla orku Þjóðverjar keyptu af Rússum.Trump kvartaði á fundinum í morgun yfir því að fjölmargir framámenn í þýskum stjórnmálum hafi sagt skilið við pólítíkina og farið að vinna fyrir rússnesk orkufyrirtæki. Það þætti honum einnig gríðarlega óviðeigandi. „Þýskaland er undir fullkominni stjórn Rússlands,“ sagði Trump.Vísaði til yfirráða Sovétríkjanna yfir Austur-Þýskalandi „Ég vil bara segja að ég hef reynslu af því þegar hluta Þýskalands var stjórnað af Sovétríkjunum,“ sagði Merkel sem ólst upp í Austur-Þýskalandi. Sagðist hún vera mjög hamingjusöm yfir því að Austur- og Vestur-Þýskaland hafi sameinast um það frelsi sem nú ríki í hinu sameinaða Þýskalandi. „Vegna þess getum við sagt að við ákveðum sjálf okkar stefnu og tökum sjálfstæðar ákvarðarnir,“ sagði Merkel við viðstadda blaðamenn. „Það er mjög gott, sérstaklega fyrir þá sem búa í austuhluta Þýskalands.“ Árásir Trump á Þýskaland eru raktar til óánægju hans með framlög stjórnvalda í Berlín til NATO-samstarfsins. Bandaríkjaforseti telur ótækt að ríki hans greiði langstærstan hluta kostnaðarins, sérstaklega í ljósi þess að Þjóðverjar verji aðeins um einu prósenti af þjóðarframleiðslu sinni til varnarmála, samanborið við 3,5 prósent Bandaríkjanna. Þjóðverjar hafa í hyggju að tvöfalda framlag sitt til varnarmála fyrir árið 2030 og varði Merkel framlag Þýskalands til NATO. „Við tökum enn þátt í aðgerðum í Afganistan af miklum krafti og þar af leiðandi verjum við líka hagsmuni Bandaríkjanna. Það er Þýskalandi ánægja að gera það og við gerum það af heilum hug,“ sagði Merkel.
Donald Trump NATO Tengdar fréttir Katrín telur leiðtoga NATO eiga að tala um fleira en hernaðarútgjöld Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpar leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel síðar í dag eins og aðrir leiðtogar bandalagsins. 11. júlí 2018 13:19 Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03 Trump telur fundinn með Pútín auðveldari en með bandamönnum Bandaríkjaforseti heldur áfram að gagnrýna bandamenn fyrir viku funda með þeim og Pútín Rússlandsforseta. 10. júlí 2018 12:57 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fleiri fréttir Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Sjá meira
Katrín telur leiðtoga NATO eiga að tala um fleira en hernaðarútgjöld Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpar leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel síðar í dag eins og aðrir leiðtogar bandalagsins. 11. júlí 2018 13:19
Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03
Trump telur fundinn með Pútín auðveldari en með bandamönnum Bandaríkjaforseti heldur áfram að gagnrýna bandamenn fyrir viku funda með þeim og Pútín Rússlandsforseta. 10. júlí 2018 12:57