Erlent

Aftöku Doziers frestað vegna lögbannskröfu Alvogen

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Alvogen byggði lögbannskröfu sína á því að fangelsisyfirvöld hefðu komist yfir lyfið með ólöglegum hætti og þá hefðu þau heldur ekki tilgreint í hvaða tilgangi þau hyggðust nota lyfið. Dómstólar í Nevada staðfestu lögbannið klukkan 4 að íslenskum tíma í dag.
Alvogen byggði lögbannskröfu sína á því að fangelsisyfirvöld hefðu komist yfir lyfið með ólöglegum hætti og þá hefðu þau heldur ekki tilgreint í hvaða tilgangi þau hyggðust nota lyfið. Dómstólar í Nevada staðfestu lögbannið klukkan 4 að íslenskum tíma í dag. vísir/ap
Aftöku Scotts Raymonds Dozier hefur verið frestað um nokkra mánuði vegna lögbannskröfu íslenska lyfjafyrirtækisins Alvogen sem dómarar í Nevada-ríki staðfestu í dag. Fyrirtækið höfðaði mál gegn fangelsisyfirvöldum í Nevada sem höfðu í hyggju að nota Midazolam, róandi lyf sem Alvogen framleiðir, í lyfjablöndu fyrir aftöku Doziers.

Alvogen byggði lögbannskröfu sína á því að fangelsisyfirvöld hefðu komist yfir lyfið með ólöglegum hætti og þá hefðu þau heldur ekki tilgreint í hvaða tilgangi þau hyggðust nota lyfið. Dómstólar í Nevada staðfestu lögbannið klukkan 4 að íslenskum tíma í dag.

Dozier ásamst verjanda sínum.Vísir/AP
Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri Alvogen, fagnar niðurstöðunni enda kæri hann sig ekki um að verið sé að nota lyfið í slíkum tilgangi.

Hann segir að þrátt fyrir að aftöku Doziers hafi verið slegið á frest breyti ákvörðun dómstólsins þó litlu fyrir Dozier sem eigi ennþá aftökunina yfir höfði sér. Dozier var dæmdur til dauða árið 2007 fyrir að drepa og limlesta 22 ára gamlan mann í Las Vegas.

Halldór segir að fyrirtækjamenning Alvogen og öll þróun og markaðssetning lyfja fyrirtækisins snúist einkum um það að auka lífsgæði fólks.

„Þetta var eðlileg niðurstaða í málinu enda með öllu óásættanlegt að yfirvöld komist yfir lyf fyrirtækisins án okkar samþykkis og fyrirhugi að nota það með þessum hætti,“ segir Halldór sem bætir við að fyrirtækið muni áfram beita sér fyrir því að lyf þeirra verði ekki undir neinum kringumstæðum seld til fangelsismálayfirvalda í Bandaríkjunum og notuð í þessum tilgangi.

Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að horfa á viðtal sem fréttakona hjá fjölmiðlafyrirtækinu Vice tók við Dozier miðvikudaginn 11. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×