Besta byrjun íslensks liðs í Meistaradeildinni í fimm ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2018 16:00 Valsmenn fagna sigurmarki sínu í gær. Vísir/Bára Valsmenn unnu frábæran sigur á norsku meisturunum í Rosenborg í forkeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Íslandsmeistararnir eru ekki vanir að byrjar Evrópusumur sín svona vel. Miðvörðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson tryggði Valsliðinu sigurinn skömmu fyrir leikslok en markið kom eftir fyrirgjöf Guðjóns Péturs Lýðssonar og skalla-stoðsendingu frá Tobias Bendix Thomsen. Þetta er í fyrsta sinn í fimm ár sem Íslandsmeistararnir byrja Evrópusumarið á sigri en það hafði ekki gerst síðan árið 2013. Síðasta íslenska liðið til að vinna sinn fyrsta leik á sumri í Meistaradeildinni var FH-liðið frá 2013. FH vann þá 1-0 sigur á litháenska félaginu Ekranas en leikurinn fór fram í Litháen. Líkt og í gærkvöldi var það miðvörður sem skoraði eina mark leiksins en Pétur Viðarsson skoraði eina mark FH-inga á 30. mínútu leiksins. Markið kom líka í kjölfarið á aukaspyrnu en Valsmenn skoruðu sigurmarkið sitt í gær eftir að Rosenborg mistókst að létta af pressunni eftir aukaspyrnu Valsliðsins. Þessir sigrar Vals (í gær) og FH (fyrir fimm árum) eru jafnframt einu sigrar Íslandsmeistara í sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni á undanförnum áratug. Fyrir utan þessa tvo leiki er uppskeran 2 jafntefli og 7 jafntefli í fyrsta Evrópuleik Íslandsmeistarana á sumrunum 2008 til 2018. Markatalan í þessum 9 leikjum er síðan - íslensku liðunum í óhag og oftar en ekki hefur einvígið verið búið fyrir seinni leikinn. Það er hinsvegar ekki nú. Valsmenn fara með eins marks forskot og hreint mark út í seinni leikinn í Þrándheimi og hafa því allt til alls til að slá út norska félagið. Verkefnið verður allt annað en auðvelt en góður möguleiki er staðar eftir eftir frábær úrslit í gær.Eiður Aron Sigurbjörnsson skorar hér sigurmark Valsmanna á móti Rosenborg.Vísir/BáraFyrstu leikir Íslandsmeistara í Meistaradeildinni undanfarin ár:2018 (+1)Valur vann 1-0 sigur á norska félaginu Rosenborg2017 (=) FH gerði 1-1 jafntefli við færeyska félagið Víking frá Götu2016 (=) FH gerði 1-1 jafntefli við írska félagið Dundalk2015 (-2) Stjarnan tapaði 2-0 fyrir skoska félaginu Celtic2014 (-1) KR tapaði 1-0 fyrir skoska félaginu Celtic2013 (+1)FH vann 1-0 sigur á litháenska félaginu Ekranas2012 (-7) KR tapaði 7-0 á móti finnska félaginu HJK Helsinki2011 (-5) Breiðablik tapaði 5-0 á móti norska félaginu Rosenborg2010 (-4) FH tapaði 5-1 á móti hvít-rússneska félaginu BATE Borisov2009 (-4) FH tapaði 4-0 á móti kasakska félaginu Aktobe2008 (-2) Valur tapaði 2-0 á móti hvít-rússneska félaginu BATE Borisov2007 (+3)FH vann 4-1 sigur á færeyska félaginu HB Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Sjá meira
Valsmenn unnu frábæran sigur á norsku meisturunum í Rosenborg í forkeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Íslandsmeistararnir eru ekki vanir að byrjar Evrópusumur sín svona vel. Miðvörðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson tryggði Valsliðinu sigurinn skömmu fyrir leikslok en markið kom eftir fyrirgjöf Guðjóns Péturs Lýðssonar og skalla-stoðsendingu frá Tobias Bendix Thomsen. Þetta er í fyrsta sinn í fimm ár sem Íslandsmeistararnir byrja Evrópusumarið á sigri en það hafði ekki gerst síðan árið 2013. Síðasta íslenska liðið til að vinna sinn fyrsta leik á sumri í Meistaradeildinni var FH-liðið frá 2013. FH vann þá 1-0 sigur á litháenska félaginu Ekranas en leikurinn fór fram í Litháen. Líkt og í gærkvöldi var það miðvörður sem skoraði eina mark leiksins en Pétur Viðarsson skoraði eina mark FH-inga á 30. mínútu leiksins. Markið kom líka í kjölfarið á aukaspyrnu en Valsmenn skoruðu sigurmarkið sitt í gær eftir að Rosenborg mistókst að létta af pressunni eftir aukaspyrnu Valsliðsins. Þessir sigrar Vals (í gær) og FH (fyrir fimm árum) eru jafnframt einu sigrar Íslandsmeistara í sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni á undanförnum áratug. Fyrir utan þessa tvo leiki er uppskeran 2 jafntefli og 7 jafntefli í fyrsta Evrópuleik Íslandsmeistarana á sumrunum 2008 til 2018. Markatalan í þessum 9 leikjum er síðan - íslensku liðunum í óhag og oftar en ekki hefur einvígið verið búið fyrir seinni leikinn. Það er hinsvegar ekki nú. Valsmenn fara með eins marks forskot og hreint mark út í seinni leikinn í Þrándheimi og hafa því allt til alls til að slá út norska félagið. Verkefnið verður allt annað en auðvelt en góður möguleiki er staðar eftir eftir frábær úrslit í gær.Eiður Aron Sigurbjörnsson skorar hér sigurmark Valsmanna á móti Rosenborg.Vísir/BáraFyrstu leikir Íslandsmeistara í Meistaradeildinni undanfarin ár:2018 (+1)Valur vann 1-0 sigur á norska félaginu Rosenborg2017 (=) FH gerði 1-1 jafntefli við færeyska félagið Víking frá Götu2016 (=) FH gerði 1-1 jafntefli við írska félagið Dundalk2015 (-2) Stjarnan tapaði 2-0 fyrir skoska félaginu Celtic2014 (-1) KR tapaði 1-0 fyrir skoska félaginu Celtic2013 (+1)FH vann 1-0 sigur á litháenska félaginu Ekranas2012 (-7) KR tapaði 7-0 á móti finnska félaginu HJK Helsinki2011 (-5) Breiðablik tapaði 5-0 á móti norska félaginu Rosenborg2010 (-4) FH tapaði 5-1 á móti hvít-rússneska félaginu BATE Borisov2009 (-4) FH tapaði 4-0 á móti kasakska félaginu Aktobe2008 (-2) Valur tapaði 2-0 á móti hvít-rússneska félaginu BATE Borisov2007 (+3)FH vann 4-1 sigur á færeyska félaginu HB
Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn