Trump fagnar sigri eftir leiðtogafund NATO Heimir Már Pétursson skrifar 12. júlí 2018 20:44 Helstu leiðtogar Atlantshafsbandalagsins eru sammála um að bandalagið sé sterkara nú en fyrir tveggja daga átakafund sem lauk í dag. Vísir/AP Helstu leiðtogar Atlantshafsbandalagsins eru sammála um að bandalagið sé sterkara nú en fyrir tveggja daga átakafund sem lauk í dag. Trump Bandaríkjaforseti segir bandalagsþjóðirnar hafa orðið við kröfum hans um aukin útgjöld og vill að þau hækki enn frekar í framtíðinni. Hann fór beint af fundinum í fjögurra daga opinbera heimsókn til Bretlands. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sat sinn fyrsta leiðtogafund hjá NATO í gær og í dag. Hún segir áþreifanlega spennu hafa ríkt milli Trump Bandaríkjaforseta og annarra helstu leiðtoga bandalagsins og þá sérstaklega milli Trump og Angelu Merkel kanslara Þýskalands. „Í gær var þetta tiltölulega friðsamlegur fundur. Það var töluverð spenna í aðdraganda fundarins en fundurinn sjálfur friðsamlegur. Það var heldur átaka meiri fundur í morgun og stóru átakalínurnar hafa snúist um framlög ríkjanna til NATO,“ segir Katrín. Að lokum sættust leiðtogarnir á yfirlýsingu um samvinnu og samstöðu þar sem ítrekað var að framlög yrðu aukin enn meira en nú þegar hefur verið gert. Trump var sigurreifur að loknum fundi og sagði Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO þakklátan fyrir forystu hans. Allir hafi þakkað honum forystu hans innan NATO.Segir NATO hafa styrkst á fundinum „Ég tel að NATO sé mun sterkara nú en fyrir tveimur dögum. NATO var ekki að gera það sem því ber að gera; mörg ríki og við höfum lagt miklu miera af mörkum en við hefðum átt að gera. Hreinskilnislega sagt, við bárum of mikið af byrðunum; þess vegna köllum við þetta að deila byrðunum,“ sagði Trump meðal annars. Þá ítrekaði forsetinn stuðning sinn og Bandaríkjastjórnar við NATO. Hann hélt hins vegar áfram gagnrýni sinni á fyrirhugaða gasleiðslu frá Rússlandi til Þýskalands þótt hann hældi Þjóðverjum fyrir aukin framlög til NATO.Donald Trump svaraði fjölda spurninga frá blaðamönnum.Skjáskot „Þýskaland er að koma til. En við eigum enn eftir að átta okkur á hvað er að gerast með gasleiðsluna vegna þess að gasleiðslan kemur frá Rússlandi. Þannig að við verðum að komast til botns í því máli. Ég tók málið upp. Enginn nefndi þetta nema ég og nú erum við öll að tala um þetta,“ sagði Trump. Merkel minntist aftur á móti ekki á gasleiðsluna á fundi með fréttamönnum enda segir hún leiðsluna í einkaeign og ekki á vegum þýska ríkisins. „Þegar upp er staðið var þetta mjög áhugaverður leiðtogafundur þar sem menn þurftu að sannfærðu sjálfa sig og þess vegna held ég að við höfum áttum alvarlegar viðræður. En ég held að þessar viðræður hafi hjálpað okkur til að skilja hversu áríðandi NATO er og hvernig við getum lagt okkar fram til hagsmuna fyrir hvert annað,“ sagði Merkel og ítrekaði í raun grunn stefnu bandalagsins. Trump hefur í fyrri yfirlýsingum skapað óvissu um hvort Bandaríkin myndu fara eftir 5. grein stofnsáttmála NATO sem kveður á um að aðildarríkin komi hvert öðru til varnar verði ráðist á eitt þeirra. Merkel ítrekaði að Þjóðverjar hefðu brugðist við þegar ráðist var á Bandaríkin 11. september árið 2001 og Bandaríkjamenn hafi höfðað til 5. greinarinnar. Þjóðverjar væru enn með mikinn herafla í Afganistan vegna þessa. Strax að loknum fundinum í Brussel hélt Trump í fjögurra daga heimsókn til Bretlands. Þar fundar hann með hundrað helstu leiðtogum bresks viðskiptalífs á fæðingarsetri Winston Churchill, Blenheim, í kvöld. En í fyrramálið fundar hann með Theresu May forsætisráðherra Bretlands og síðdegis á morgun gengur á fund Elísabetar II drottningar. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Helstu leiðtogar Atlantshafsbandalagsins eru sammála um að bandalagið sé sterkara nú en fyrir tveggja daga átakafund sem lauk í dag. Trump Bandaríkjaforseti segir bandalagsþjóðirnar hafa orðið við kröfum hans um aukin útgjöld og vill að þau hækki enn frekar í framtíðinni. Hann fór beint af fundinum í fjögurra daga opinbera heimsókn til Bretlands. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sat sinn fyrsta leiðtogafund hjá NATO í gær og í dag. Hún segir áþreifanlega spennu hafa ríkt milli Trump Bandaríkjaforseta og annarra helstu leiðtoga bandalagsins og þá sérstaklega milli Trump og Angelu Merkel kanslara Þýskalands. „Í gær var þetta tiltölulega friðsamlegur fundur. Það var töluverð spenna í aðdraganda fundarins en fundurinn sjálfur friðsamlegur. Það var heldur átaka meiri fundur í morgun og stóru átakalínurnar hafa snúist um framlög ríkjanna til NATO,“ segir Katrín. Að lokum sættust leiðtogarnir á yfirlýsingu um samvinnu og samstöðu þar sem ítrekað var að framlög yrðu aukin enn meira en nú þegar hefur verið gert. Trump var sigurreifur að loknum fundi og sagði Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO þakklátan fyrir forystu hans. Allir hafi þakkað honum forystu hans innan NATO.Segir NATO hafa styrkst á fundinum „Ég tel að NATO sé mun sterkara nú en fyrir tveimur dögum. NATO var ekki að gera það sem því ber að gera; mörg ríki og við höfum lagt miklu miera af mörkum en við hefðum átt að gera. Hreinskilnislega sagt, við bárum of mikið af byrðunum; þess vegna köllum við þetta að deila byrðunum,“ sagði Trump meðal annars. Þá ítrekaði forsetinn stuðning sinn og Bandaríkjastjórnar við NATO. Hann hélt hins vegar áfram gagnrýni sinni á fyrirhugaða gasleiðslu frá Rússlandi til Þýskalands þótt hann hældi Þjóðverjum fyrir aukin framlög til NATO.Donald Trump svaraði fjölda spurninga frá blaðamönnum.Skjáskot „Þýskaland er að koma til. En við eigum enn eftir að átta okkur á hvað er að gerast með gasleiðsluna vegna þess að gasleiðslan kemur frá Rússlandi. Þannig að við verðum að komast til botns í því máli. Ég tók málið upp. Enginn nefndi þetta nema ég og nú erum við öll að tala um þetta,“ sagði Trump. Merkel minntist aftur á móti ekki á gasleiðsluna á fundi með fréttamönnum enda segir hún leiðsluna í einkaeign og ekki á vegum þýska ríkisins. „Þegar upp er staðið var þetta mjög áhugaverður leiðtogafundur þar sem menn þurftu að sannfærðu sjálfa sig og þess vegna held ég að við höfum áttum alvarlegar viðræður. En ég held að þessar viðræður hafi hjálpað okkur til að skilja hversu áríðandi NATO er og hvernig við getum lagt okkar fram til hagsmuna fyrir hvert annað,“ sagði Merkel og ítrekaði í raun grunn stefnu bandalagsins. Trump hefur í fyrri yfirlýsingum skapað óvissu um hvort Bandaríkin myndu fara eftir 5. grein stofnsáttmála NATO sem kveður á um að aðildarríkin komi hvert öðru til varnar verði ráðist á eitt þeirra. Merkel ítrekaði að Þjóðverjar hefðu brugðist við þegar ráðist var á Bandaríkin 11. september árið 2001 og Bandaríkjamenn hafi höfðað til 5. greinarinnar. Þjóðverjar væru enn með mikinn herafla í Afganistan vegna þessa. Strax að loknum fundinum í Brussel hélt Trump í fjögurra daga heimsókn til Bretlands. Þar fundar hann með hundrað helstu leiðtogum bresks viðskiptalífs á fæðingarsetri Winston Churchill, Blenheim, í kvöld. En í fyrramálið fundar hann með Theresu May forsætisráðherra Bretlands og síðdegis á morgun gengur á fund Elísabetar II drottningar.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira